Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 36
kv^nnapólitíkin
Kristín A. Árnadóttir aöstoðarkona borgarstjóra:
Tfmabnrt aó ræöa kvótaleiðina af fullri alvöru.
Nýlega kom út skýrsla á vegum Þróunar-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um
þróun mannkyns og jafnrétti kynjanna. í
skýrslunni er fjallað um stöðu kvenna í
heiminum í dag, efnahagslegt og félagslegt
bil milli karla og kvenna. Jafnframt eru riki
heimsins hvött til þess að setja sér mark-
mið sem hraðað geti jafnréttisþróuninni.
Skýrsluhöfundar, sem eru kunnir fræði-
menn, telja að mikið vanti upp á aðgengi
kvenna að pólitískum og efnahagslegum
tækifærum og það sem þurfi séu „afdráttar-
lausar pólitískar skuldbindingar".
Jafnrétti forsenda framfara
Á undanförnum áratugum hafa miklar framfarir oröiö í
menntun og heilsuvernd kvenna. Hægar gengur aö
minnka biliö milli kvenna og karla hvað varðar efnahag
og pólitíska stööu. Konur eru enn 70% þeirra sem búa
KRISTIN A . ARNADOTTIR
afdráttarlausar
pólitískar
skuldbindingar
viö örbirgð I heiminum og vinna kvenna um allan heim er
aö stórum hluta ólaunuð, illa launuö eða einskis virt. Um
þetta vitna sláandi tölur og hvergi er sjáanlegt í efna-
hagsskýrslum heimsins vinnuframlag kvenna sem áætf
að hefur verið aö nemi 6500 billjónum (milljónum millj-
óna) íslenskra króna. Aöalhöfundur skýrslunnar, Mahbub
ul Haq, sem áður var ráöherra í Pakistan en er nú sérleg-
ur ráögjafi framkvæmdastjóra Þróunarhjálpar Samein-
uöu þjóöanna, segir aö þaö sé ómeðvitaö samsæri um
allan heim að vanmeta vinnu kvenna og framlag þeirra til
þjóðfélagsins. „I nærri öllum löndum heims vinna konur
lengri vinnudag en karlar en uppskera samt minna fýrir erf-
iði sitt. Ef vinnuframlag kvenna kæmi fram á réttan hátt í
hagtölum, myndi þaö kveöa niður allar goösagnir um að
karlmenn væru aöalfyrirvinnumar í heiminum", segir hann.
Höfundar skýrslunnar telja ekki aöeins að lág laun og van-
mat á vinnu kvenna hefti kaupgetu þeirra, heldur grafi enn
frekar undan þjóöfélagslegri stööu þeirra í mörgum rfkjum
sem og rétti þeirra til aö eiga eignir og hafa aðgang aö fé
lánastofnana.
Forstööumaöur UNDP, James Gustave Speth, segir í
inngangsoröum aö skýrslunni aö „fjárfesting f hæfni
kvenna og eflingu þeirra til dáða sé ekki aöeins verð-
mæti í sjálfu sér, heldur einnig vísasta leiöin til að laða
fram efnahagsvöxt og þróun yfirleitt."
Hvaö ar til ráöa?
En hvaöa leiöir eru færar? Höfundar skýrslu Sameinuðu
þjóöanna benda á aö jafnrétti sé nauðsynleg forsenda
framfara í hverju þjóöfélagi. Það sé því stjórnvalda að
setja sér afdráttarlaus pólitísk markmið og hafa frum-
kvæði aö markvissum aögerðum sem tryggi lágmarks-
þátttöku kvenna f stefnumótun f þjóðfélaginu. Þeir telja
aö gera eigi kröfu til stjórnvalda um að fjöldi kvenna f
æðstu trúnaðarstörfum sé ekki undir 30% en markmiöið
hljóti aö vera helmings hlutur kvenna.
Enn sem komið er hafa aðeins 15 riki f heiminum
náö 30% markinu. Þeirra á
meðal eru Noregur og Svf-
þjóð, sem halda uppi
heiöri Norðurlandanna. i
Noregi voru konur á síö-
asta ári 42% ráðherra og
Svfþjóö er fyrst rfkja til
þess aö hafa konur f helm-
ingi ráðherraembætta. Því
er jafnframt haldiö fram að
f stjómmálum séu norræn-
ar konur virkastar allra
kvenna f heiminum. Að
meöaltali eru 35% nor-
rænna þingmanna konur
og 31% norrænna ráðherra eru konur. Það þarf ekki að taka
þaö fram aö viö islendingar drögum nokkuð niður meðal-
talsáhrifin, þarsem hlutföllin hérá landi eru mun lægri, eöa
24% þegar þingmenn eiga f hlut og innan viö 15% meöal
ráöherra.
Er kvótareglan lausn?
Fyrir nokkum árum var svokallaðri kvótareglu komiö á f
Noregi. Miöaö er viö að hlutfall kvenna á Stórþinginu, f
sveitarstjórnum og í ráöum og nefndum skuli ekki vera
undir40%afheildinni. Þessi kvótaregla hefurverið nokk-
uö umdeild og hægt er aö tína til rök bæði meö og á móti
henni. Svo mikiö ervfst að þaö er nauðsynlegt að breyta
hlutföllum og tryggja lágmarksþátttöku kvenna í stefnu-
mótun og stjómun og þann árangur tryggir kvótaregla. í
mfnum huga hljómar afar trúverðug sú kenning aö þegar
konur hafi náö aö komast yfir 30% þröskuldinn þá fari
þær aö hafa áhrif. Það eru gild rök fyrir þvf aö fara kvóta-
leiðina og f fljótu bragöi eru ekki sjáanlegar aðrar leiöir
sem tryggja þann árangur örugglega.
Fjöldinn skiptir máli
Norsk þingkona sagði einu sinni viö mig aö þótt það
skipti meira máli aö koma kvenfrelsiskonum til valda en
öörum konum þá skipti samt öllu máli að ná tilteknum
fjölda. Þegar konur væru ekki lengur f miklum minnihluta,
ein og ein meðal margra karla, þegar rödd þeirra hljóm-
aöi ekki hjáróma í karlakórnum, þá öðluðust þær sjálfs-
öryggi og leyfðu sér að tala út frá sjálfum sér og eigin
reynslu. Á tfmum sem þessum, þegar atvinnuleysi og
efnahagssamdráttur eykst, er tilhneigingin sú að ýta korv
um til baka, út af vinnumarkaönum, inn á heimilin aftur.
Þaö er líka tilhneiging til aö skeröa lögbundin réttindi
eins og fæðingarorlof, spara f dagvistarmálum o.s.frv. á
slíkum tfmum. Vföa um heim er þaö konum mikið
áhyggjuefni hvort og hvernigtakist aö halda þeim réttind-
um sem áunnist hafa á liönum árum. Það er auöveldara
ef leikreglurnar eru skýrar og væntanlega eru þær sann-
gjarnari gagnvart konum ef þær standa jafnfætis körlum
viö aö móta þær.
Ég tek undir það með höfundum skýrslunnar sem
vitnaö er til hér að ofan að það þarf afdráttarlausar póli-
tfskar skuldbindingar. Hér á landi eins og annars staðar
hefur gætt bakslags og upp virðist runnið tímabil stöðn-
unar f kvennabaráttunni. Þaö er full þörf á þvf aö skoöa
stööuna f því Ijósi og hvaöa leiöir sem enn eru ótroönar
geti skilað árangri. Kvótaleiöin er ein slfk og tfmabært aö
ræöa hana af fullri alvöru.
FJARKENNSLA I 55 AR!
Hlemmi 5, II. hæð, 105 Reykjavík.
Sími: 562 9750. Bréfsími: 562 9752.
Rafpóstur: brefask@ismennt.is
Vefsíða: http//rvik.ismennt.is/~brefask
Afgrciðslan er opin frá 10 (il 15 alla virka daga.
Símsvari tekur við skilaboðum utan afgreiðslutíma.
Sendurn í póstkröfu um aílt laud.