Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 38

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 38
kv nnafræðin ■ Rit Rannsóknarstofu í kvennafræöum Háskóli íslands - Háskólaútgáfan Reykjavík 1994 Árið 1990 var Rannsóknarstofa í kvennafræöum stofnuð við Háskóla íslands og I inngangsoröum að fyrsta riti Rannsóknarstofunnar, Fléttur, benda ritstjórarnir, Ragn- hildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir, á að það hafi ver- ið löngu eftir aö kvennarannsóknir unnu sér fastan sess v!ða f háskólum erlendis. Markmið Rannsóknarstofu í kvennafræðum er aö koma á framfæri kvennarannsókn- um, bæöi meö fyrirlestrahaldi og með útgáfu. Hinu fyrr- nefnda markmiði hefur Rannsóknarstofan sinnt vel, fjöldi fýrirlestra hefur verið haldinn á vegum hennar og má til dæmis nefna hádegisfyrirlestra sem haldnir eru því sem næst vikulega í Háskóla íslands meðan á námsárinu stendur og hafa veriö mjög vel sóttir. Og á síöasta ári færöi Rannsóknarstofan sem sagt út kvíarnar og gaf út ritiö Fléttur, hið fyrsta I væntanlegri ritröð stofunnar sem vonandi kemur út um langa framtíð. Þverfaglegt greinasafn Fléttur er þverfaglegt greinasafn sem inniheldur níu greinar eftir jafn marga höfunda: einn heimspeking, tvo bókmenntafræðinga, tvo mannfræðinga, einn félags- fræðing, einn hjúkrunarfræðing, einn upþeldis- og mennt- unarfræöing og einn félagsráðgjafa - allt konur. Greinarn- ar níu eru fjölbreyttar að efni og stíl en það sem sameinar þær framar öðru er að hið fræðilega sjónarhorn þeirra er í öllum tilvikum sjónarhorn kvennafræöinnar. Með því á égvið að höfundar greinanna beita allir feminlskri aðferö- arfræði við greiningu á því málefni sem fjallað er um. At- hyglisvert er að þrátt fyrir aö fræðikonurnar níu komi úr ólíkum fræöigreinum þá skarast margar greinanna tals- vert, bæði hvaö varðar rannsóknarefni, aðferðarfræði og heimildanotkun. Ekki gefst tækifæri hér til að fjalla ítar- lega um hverja einstaka grein. Ég kýs heldur að kynna stuttlega efni hverrar greinar fyrir sig og draga síðan sam- an nokkrar hugleiöingar um þær í heild sinni. Ritið opnar á grein Sigriðar Þorgeirsdóttur heimspek- ings, „Er til kvennasiðfræöi?" þar sem hún hugleiðir kenningar bandariska þroskasálfræöingsins Carol Gillig- an „um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir hugmynda- fræði íslenskrar kvennapólitíkur", eins ogsegirí undirtitli. Carol Gilligan vakti mikla athygi fyrir bók slna Ööruvísi rödd (In a Different Voice), sem kom út 1982, þar sem Hluti þeirra kvenna sem unnu aó Fléttum, efri röó f.v.: Slgríóur Dúna Kristmundsdóttir, Helga Kress, Guóný Guöbjórnsdóttir, Inga Dóra Björnsdóttir, Rann- veig Traustadóttir. Neðri röð f.v.: Ragnhildur Richter, ritstjóri Fléttna, Hólmfríöur Árnadóttir kápuhönnuður, Þórunn Sigurðardóttir, ritstjóri Fléttna. hún gagnrýnir viöurkenndar kenningar um siðferðis- þroska bama. í bók sinni fullyrðir Gilligan að greina megi milli tveggja tegunda siðfræði: önnur sé sprottin af sið- gæði kvenna og hin af siðgæði karla. Sigriður Þorgeirs- dóttir spyr hvort kenningar Gilligan fái staðist og skoðar þær í Ijósi helstu siðfræðikenninga nútímans, auk þess sem hún gerir grein fyrir þeirri feminísku gagnrýni sem kenningar Gilligan hafa vakiö uþp og öðrum siðfræðikenn- ingum sem hún hefur leitt af sér. En Sigríður lætur ekki þar við sitja heldur skoðar hún einnig hvernig umræðan um kvennasiðfræði getur varpað Ijósi á íslenska kvenna- pólitík á síöasta áratug, eða hvernig Kvennalistinn hefur haldið á lofti álíka hugmyndum um sérstakt siðgæði kvenna. Grein Sigriöar er öll hin aðgengilegasta og fróðleg. Umfjöllun Sigríöar Þorgeirsdóttur um Kvennalistann tengir grein hennar við grein nöfnu hennar Sigriöar Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðings: „Að gera til aö verða. Persónusköpun í íslenskri kvennabaráttu". Þar er fjallað um íslenska kvennabaráttu 1120 ár (1870-1990) I Ijósi þjóöfélagsþróunar á íslandi á sama tlma. Markmið rann- sóknar Sigriðar Dúnu var „að komast að þvl hvernig Is- lensk kvennabarátta kviknaði hverju sinni, hvaö mótaöi hana og hvað réö þróun hennar I þessi 120 ár.“ Sigriður Dúna vinnur út frá hugtakinu persónusköpun I greiningu sinni. Hún segir að „hin mikla áhersla á réttindi og skyld- ur I Islenskri kvennabaráttu bendi eindregið til kjarna per- sónusköpunar, að kvennabaráttan snúist um skilgrein- ingar og endur-skilgreiningar á konum sem persónum með tilliti til réttinda þeirra og skyldna" (97). Sigriður Dúna segir aö „grunnviðfangsefni Islenskrar kvennabar- áttu sé sköpun og endursköpun kvenna sem félagslegra persóna, að með þvl að gera, þ.e. heyja kvennabaráttu, sjái konur leið til aö veröa, þ.e. verða persónur, viöur- kenndir gerendur" (100). Hún skoðar persónusköpun Is- lenskra kvenna á mismunandi tlmabilum, skoöar t.d. ágreining rauösokka og Kvennalistakvenna hvað þetta varðar, og ber helstu hugmyndir og baráttumál þeirra saman við hugmyndir Islenskra kvenréttindakvenna um aldamótin. Persónusköpun kvennabaráttunnar er „leið kvenna til að gera svo þær megi verða" (110) segir Sig- riður Dúnaogtelur að þessi sköpun hafi áhrif á samfélag- ið allt, bæði konur og karla. Þjóöfélagiö bregst við hverju sinni oghefur „breyttyfirborðsgerö sinni til samræmisvið mismunandi persónulmyndir" (110). Grein Sigriðar Dúnu er áhugaverö, helst saknaði ég nánari umfjöllunar um hvers konar breytingar það eru sem hún telur að hafi sprottið upp úr mismunandi persónusköpun kvenrétt- indakvenna á hverjum tíma, þ.e. meira „konkret" dæma hvað þetta varðar. Sú umfjöllun hefði mátt vera á kostn- aö lýsinga á aðferðafræði. Hugtakiö persónusköpun eins og Sigriður Dúna notar það er nátengt hugtakinu sjálfsmynd sem kemur viö sögu I nokkrum greinum Fléttna. Þar má fyrst telja stutta og skemmtilega grein Ragnhildar Richter bókmenntafræð- ings: „Þetta sem ég kalla „mig", það er ekki til", um sjálfsævisögu Málfriöar Einarsdóttur. Málfriður Einars- dóttir er meö frumlegri rithöfundum íslenskum og I frá- bærum sjálfsævisögulegum verkum sýnir hún tilþrif I stll og efnistökum sem eiga engan sinn llka I íslenskum bók- menntum. Ragnhildur fjallar um þaö hvernig þessi verk Málfriðar eru frábrugðin „hefðbundnum" sjálfsævisögum og hvernig sú sjálfsmynd sem hún dregur upp I textanum er langt frá því að vera heildstæð og stöðug; þvert á móti sýni Málfriður sjálfiö sem eitthvað sem er brotakennt og óskiljanlegt, jafnvel fjarverandi. Ragnhildur tengir saman ævisöguleg atriöi úr lífi Málfriðar og hina „fljótandi" sjálfs- mynd hennar og sýnir hvernig andóf hennar gegn rikjandi bókmenntahefð leiddi til nýsköpunar: Til uröu bókmennt- ir sem brjóta niöur allar skilgreiningar bókmenntaforma, llkt og höfundur þeirra brýtur niöur hefðbundnar skilgrein- ingar á sjálfinu. „Sjálfsmyndir og kynferöi" er viöfangsefni Guðnýjar Guðbjörnsdóttur uppeldis- og menntunarfræðings, I lengstu grein safnsins. Guðný kynnir gagnrýni á kenning- ar um heildstæöa sjálfsmynd og skoðar hugmyndir um karllæga og kvenlæga þætti sjálfsmyndar (masculinity og femininity), svo og um þætti sem teljast andrógyn (lök (.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.