Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 46

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 46
úr síðu dams I N G Ó L F U R V. G S L A S 0 N jöklar í sahara og nningalegir remJbihnutar Af einhverjum ástæðum er slfellt verið að spyrja mig hvort karlar séu í kreppu. Og hverjar eru ástæöur þessarar spurningar? Þær virðast einna helst vera þær að karlar hafa í auknum mæli sýnt jafnréttismálum áhuga, sýnt því áhuga að koma frekar að uppeldi barna sinna og sýnt því áhuga að fá að vera meira á heimilum sínum. Afhverju ættu þetta að vera kreppueinkenni? Er það ekki frekar merki þess að þar sé að verða bati? Nú má öllum Ijóst vera að á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á samfélagslegum hlutverkum kynjanna. Fyrir þrjátíu árum kom hér út bók sem hét „Samskipti karls og konu“ og var höfundur Hannes Jónsson félagsfræðingur. Þar er gengið að því sem sjálfsögðum hlut að þegar karl og kona rugli saman reitum þá fari konan inn á heimilið, verði þar „forstjóri" eins og það er orðað. Höfundur tekur þó fram að ekkert sé I hjúskaparlögum sem skyidi konuna til þessa en...konan tekur þetta mikilvæga hlutverk að sér með glöðu geði og gegnir því með meiri sóma en maöurinn gæti vænst aðgera það, af því hún ereðlilega hæfari til þess ...“ (bls. 88). Þegar nú fréttist af því að karl og kona hafi tekið saman þá er jafn eðlilegt að sþyrja hvað hún geri eins og að inna eftir störfum hans. Og það er varla óeðlilegt að þessi gjörbylting sé torskilin þeim sem ólust upp við speki I líkingu við það sem áður var til vítnað. Að því leyti eru sjálfsagt sumir karlar I kreppu. Ef ég er ekki herra hússins og skaffari hvað er ég þá? Það er sjálfsagt að mörgu leyti erfitt að verða karl nú á dögum. Það þarf nefnilega að hafa verulega mikið fyrir því að verða karl. Yfirgnæfandi meirihluti okkar hefur alist upp I nánum tengslum við konu(r), við vitum hvað það merkir að vera kona. En karl? Hvaðan eiga lyrirmyndirnar að honum að koma? íslenskt samfélag, líkt og mörg önnur vestræn þjóðfélög, virðist beinlínis leggja sig fram um að stla körlum og ungum börnum sundur. Og þetta er miklu verra hérlendis en á hinum Noröurlöndunum. Karlarvinna miklu meira utan heimilis en konurnar. Karlar fá ekki að taka fæðingarorlof nema konan fallist á það og það er svo stutt að það er varla til skiptanna. Og sumir karlar búa við þau einstöku kjör að fá engar greiðslur I fæðingarorlofi af því að barnsmóðirin vinnur hjá hinu opinbera! Karlar I leikskólum eru álíka algengir og jöklar I Sahara og þróunin I grunnskólum stefnir I sömu átt. Og ég er ekki reiðubúinn að kaupa það hrátt að ástandið sé einvörðungu laununum að kenna þó það sé vafalaust mjög stór skýringarþáttur. Ég held líka að þær konur sem þar eru fyrir, vilji ekki karla inn fyrir garð. Og hvernig eiga börnin þá að vita hvað það sé að vera karlmaður? Jú það er jú sjónvarpið og það eru myndböndin. Hvernig karlar birtast okkur þar? Það eru annars vegar þeir sem eru slíkir tilfinningalegir rembihnútar að geta ekki bögglað saman heilli setningu og rymja þess I stað. Hins vegar eru það þeir sem grynnst vaða og mest gusa, innantómir gasþrarar án nokkurra tengsla við raunveruleikann. Þetta er mér áhyggjuefni og það ekki bara af ánægju með eigið kyn. Égheld, og hef þarfyrir mér nokkrar rannsóknir, að strákum sem alast upp án þess aö finna karlhlutverkið, sé mun hættara við að verða ofbeldismenn. Og ég held líka að stúlkur sem alast upp án þess að sjá raunverulegan karl viti mun síður hverju má búast við af karlmönnum og fari því mjög illa undirbúnar I sambönd. Þvl held ég að kynjaaðskilnaður I jafnréttisbaráttunni sé þáttur sem viö ættum aö leggja okkur að baki. Það er sótt að úr ýmsum áttum, kristna hægrið predikar afturhvarf til gamia feðraveldisins, nýfrjálshyggjan saurgar öll vé I stjórnlausri einstaklingshyggju sinni og beinir spjótum að öllu sem heitir samvinna og samtrygging. Og til þess að auka nú heldur ofbeldi I landinu ræða menn I alvöru aö stofna Islenskan her. Okkur er það mikilvægt að skárri öfl samfélagsins taki á I þeirri veiku von að enn sé unnt að tryggja framtið á þessari jörð. Þar held ég aö jafnréttisbarátta beggja kynja sé lykilatriði. Og alveg þætti mér skaðlaust aö sú barátta yröi ívið herskárri en hún hefur verið seinni árin. Höfundur er starfsmaður á Skrifstofu jafnréttismála.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.