Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 26
dda helgason greiöa heila íbúö á 2-5 árum. Viö slík skilyröi þarf alltaf aö vera aö endurfjármagna og þaö er mjög dýrt vegna stimpilgjalda og annars kostnaöar viö lántökur. Þetta haföi einnig í för meö sér hagræö- ingu og tækifæri fyrir lífeyrissjóöina til aö auka sína ávöxtun því þetta var nokkuö góöur fjárfest- ingarmöguleiki." Edda telur aö fyrirtæki á borð viö Handsal geti leyst opinberar lánastofnanir eins og Húsnæöis- málastofnun ríkisins af hólmi og telur reyndar aö þær séu tímaskekkja. Hún bendir á aö á síöustu árum hefur oröiö til virkur fjármálamarkaöur á íslandi og þaö hafi gerst mjög hratt því fyrir tíu árum voru ekki einu sinni til plastik kort hér á landi. Og það sé einmitt stööugleikinn sem hafi skapaö þetta umhverfi. Kona í karlaheimi Edda er ein fárra kvenna í æöstu stjórnunarstöö- um fjármálastofnana og eina konan sem er í rauninni eins konar bankastjóri. „Þegar ég kom heim fyrir fimm árum var ég svo heltekin af því aö duga eða drepast aö ég var bara ekkert aö hugleiða hvernig þaö væri aö vera kona í þeim karlaheimi sem fjármálaheimurinn er. Nú þegar ég er farin aö hafa meiri tíma til að spá og spekúlera í þeim hlutum sé ég aö það hafa ekki nógu margar konur komist í áhrifastööur hér á landi og þær eru hlutfallslega miklu fleiri í fjármálaheiminum þar sem ég þekki til erlendis. Það er ákveðinn karlaklúbbur I þessum heimi hér á landi sem kvenfólki er ekki veittur aögangur aö og ég er heldur ekkert að reyna aö ryöja mér til rúms í þeim klúbbi. I upphafi var reynt að koma í veg fýrir aö Handsal yröi stofnaö, þaö voru ákveönir aðilar sem vildu ekki fá samkeppni. Samkeppnin milli þessara ..oft er þaö þannig aö konur passa ekki inn í vinnumynstur stórra fyrirtækja. Þá sjá þær hag sínum betur borgiö meö því aö stofna fyrirtæki og aölaga það eigin lffi.“ fyrirtækja er líka mjög hörö núna en okkar fyrirtæki veröur ekkert frekar fyrir barðinu á henni en önnur. Mér fannst mjög fyndiö að í könnun Sameinuðu þjóöanna um jafnrétti komst ísland hvergi á blað vegna þess að embættismennirnir svöruðu ekki könnuninni, þeir höföu ekki tíma. Það er náttúrlega ófyrirgefanlegt og þegar maður heyrir svona fréttir spyr maður hvaö sé eiginlega að gerast." Handsal er fýrirtæki sem stofnaö er af konu og því er forvitnilegt aö vita hvort konur leiti frekar til þess fýrirtækis en annarra og hvort fyrirtækið reyni aö höföa sérstaklega til kvenna. „Handsal var stofnað til aö sérhæfa sig I fyrirtækjum og stofnunum og upphaflega gekk kynningarstarfið út á þaö. Viö höldum áfram aö vera tengd lífeyrissjóðunum og slíkum stofnunum en meö 25 ára lánunum kom nýr þáttur I starfið og ný tegund af viðskiptavinum. Fólk er fariö aö átta sig á að við erum til og þannig koma tækifæri sem viö áttuðum okkur ekki beinlínis á I upphafi. Ég finn aö konur eru farnar aö gera sér Ijóst aö þær þurfa að vera meðvitaðar um fjármál sjálfra sín og heimila sinna. Oft eru þetta konur á miðjum aldri sem eru farnar aö átta sig á því aö þær þurfa hreinlega aö vita hvernig landið liggur. Þær eru aö vakna til vitundar um að þær þurfi aö vita meira og vilja ekki láta bara karlana um fjármálin. Þær koma annað hvort meö eiginmönn- unum eöa sjálfar I eigin nafni, barna sinna eöa fjölskyldu. Færri konur úr atvinnulífinu hafa bein samskipti en þaö fer þó vaxandi." Neyðin kennir naktri konu að spinna Edda fylgdist með þvl þegarfyrsti kvennabankinn, „The First Womens bank", var stofnaöur I New York en hún var þá I námi þar. Konum fannst þær ekki teknar alvarlega þegar þær leituöu til banka- stjóra þannig aö þar var greinilega markaðsþörf fyrir slíkan banka. „Þaö skiptir máli aö I bönkum og fjármagns- fyrirtækjum sé vilji til aö þjónusta fólk og hlusta á það og aö sjálfsögöu veröur aö vera gagnkvæmt traust milli aöila. Ég hef ekki svar við þvl hvort kvennabanki sé nauðsynlegur hér á landi, öli starfsemi okkar byggist á verðbréfum þannig að við erum ekki að meta rekstrargrundvöll lána. Ég get því ekki metið hvort konum sé hafnað á öðrum forsendum en körlum. Ég vil þó benda á þaö aö samkvæmt erlendum tölum eru konur oftar en karlar frumkvöölar I eigin rekstri. Ég hef ekki séö tölur um þetta hér á landi en þaö kæmi mér ekki á óvart aö svo væri einnig hér. Þaö sprettur kannski af því aö neyðin kennir naktri konu aö spinna, því oft er það þannig aö konur passa ekki inn I vinnumynstur stórra fyrirtækja. Þá sjá þær hag sínum betur borgið meö þvl aö stofna fyrirtæki og aölaga þaö eigin lífi. Þaö er líka athyglisvert aö flest ný störf I Bandaríkjunum skapast I litlum fyrirtækjum en ekki stórum." Eins og fram hefur komiö hér aö ofan hrærist Edda I karlaheimi frá morgni til kvöids. Hún er þó ekkert ó-„kvenlegri“ aö sjá og heyra en hver önnur okkar og því vaknar lokaspurningin: - Hvernig ræktaröu I þér kvenpólinn? „Ég á margar góöar vinkonur," segir hún og brosir. „Þær starfa ekki I fjármálaheiminum og vita reyndar sem minnst um hann. Aörir vinir mínir eru líka alveg lausir viö þennan heim þannig aö þegar ég hitti þá kúpla ég mig alveg út og stlg inn I annan heim. Þá verö ég mln eigin persóna og mér finnst þaö alveg ágætt." Viðtal: Sonja B. Jónsdóttir Myndir: bára

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.