Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 10

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 10
Örn Fríbríksson formabur Félags járnibnabarmanna karlar þurfa jákvæða hvatningu 1. Já ætli þaö ekki. Breytingar á stööu kynjanna skapa óvissu, ekki síst hjá körlum þar sem hlutverkið „stóri sterki" er aö breytast í „mættu mér á jafnréttisgrundvelli". 2. Ungir karlmenn taka aukinn þátt í heimilisstörfum og ábyrgö á uppeldi barna en á sama tíma er krafa um aö „skaffa vel" meö mikilli vinnu enn viö líöi. Viö þessir eldri tökum nýja „uppeldinu" meö jafnaöargeöi, flestir. 3. Kvennabaráttan hefur stundum málaö karlmanninn og gildi hans í dökkum litum og þannig skapaö spennu milli kynja. Þaö er ekki alltaf = merki milli kvennabaráttu og jafnréttisbaráttu, en karlar viröa nú í miklu ríkara mæli hæfileika kvenna og viöurkenna þær sem jafnoka. 4. Fyrirmyndin er fööurhús og fjölskyldur barnanna. 5. Jafnrétti kynjanna á ekki aö koma á eftir kvenfrelsi því ef svo væri þá kæmu fram kröfur um sér- stakt karlafrelsi. Mikilvægast er aö karlar og konur séu samstíga í jafnrétti beggja kynja. Konur þurfa aö sækja meir inn á heföbundin karlastörf og karlar þurfa jákvæöa hvatníngu til aö starfa á heimilinu. 6. Reyni aö tileinka mér ný viöhorf í jafnréttismálum, læt skoöanir mínar í Ijós og starfa í jafnréttis- nefnd Alþýöusambandsins, hvet konur til aö fara í iönnám t.d. í málmiönaöargreinum og tek dálítiö meíri þátt í heimilisstörfum en áöur var. Guömundur Steingrímsson formaöur stúdentaráös fjölbreytilegri möguleikar 1. Kreppa vegna aukinna kvenréttinda ogjafnréttis er ástæöulaus. Jafnrétti hlýtur aö vera réttlæt- ismál og mönnum ætti ekki aö líöa illa viö réttlæti. En þetta svarar auövitaö ekki spurningunni. 2. Ég held aö hún hafi breyst til batnaöar aö því leyti til aö skyldur karlmanna eru ekki jafn eins- leitar og áöur og möguleikarnir eru jafnframt fjölbreytilegri. Þetta er til komiö vegna þess aö þegar konur hafa rutt sér til rúms á vettvangi sem var áöur vettvangur karla þá hafa körlum í kjölfariö opnast nýjar leiöir. Uppeldi barna er ágætis dæmi. 3. Ég veit þaö ekki. Spurningin er sú hvort lýðræöiö sé ekki nóg. Ef kvenmenn telja aö ráöafólk komi ekki til móts viö þær, t.d. í kröfum um brýnar aögeröir gegn launamisrétti og rótgrónum aö- stööumun karla og kvenna á vinnumarkaöi, svo dæmi séu tekin, þá ættu þær auövitaö aö íhuga hvort ekki sé tilefni til aö kjósa næst til valda einhverja meira sannfærandi málflutningsmenn aö þessu leyti til. 4. Til ímyndunaraflsins, aö ég held. 5. Ég held aö svariö viö spurningu þrjú sé a.m.k. vísir aö svari. Ég ætla aö láta þaö nægja. 6. Ég reyni aö gera ekki þaö viö aöra sem ég vil ekki aö sé gert viö mig.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.