Vera - 01.11.1995, Page 32

Vera - 01.11.1995, Page 32
r 4 mjólfuivðlijólur Kristín María Ingimarsdótti Það sprettur víst fátt úr engu Ég flutti til íslands fýrir tæpu ári eftir nær ellefu ára búsetu erlendis. Þaö var athyglisvert aö snúa til baka og vera á vissan hátt orðin hálfgeröur útlendingur í sínu eigin heimalandi. Bæði ég og aðstæður á íslandi höfðu breyst á þessum tíma. Siðir og venjur I íslensku samfélagi sem verið höfðu sjálfsagöur hluti af mér sjálfri hér áður fyrr, voru nú allt leinu oröin einhverforvitnilegfyrirbæri sem þurfti að kynnast upp á nýtt. Þetta hefur gert þaö að verkum, aö undanfarið hefur mér fundist sérlega gaman og forvitnilegt að lesa aftur Islandssöguna og allt sem tengist gamalli tíö á íslandi. Vegna verkefnis sem ég er að vinna aö, lá leið mfn á bókasafn sl. vor að leita mér upplýsinga um líf og kjör fólks hér á landi fyrr á öldum. Eitt af því sem vakti athygli mína f þessu grúski var mynd og texti úr bókinni „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“. Myndin sýnir konu sem heldur á tveimur stórum mjólkurskjólum. Hún er í sauðskinnsskóm, klædd í kjól, er með svuntu, hefur sjal um herðar og þykkan klút um höfuð sér. Það er ekki að sjá að hún hafi veriö að reyna að „Þungi Hagkaupspokanna sem við berum heim fulla af vörum er allt annar en þungi mjólkurskjólanna hennar Svanfriðar.“ brosa fyrir Ijósmyndarann eins og tíðkast í dag, þvert á móti, fas hennar og svipur er mjög alvörugefinn. Og eftir að hafa lesiö textann var forvitni min og undrun ekki minni. „Mjaltastúlka. Vatnsgrindin bendir til nokkurrar vegalengdar á kvfaból. Nær fulivíst er að stúlkan sé Svanfríður Jónasdóttir vinnukona á Lundabrekku í Báröardal, um tvítug er myndin var tekin. Á snepli f safni Bruuns er skammstöfun „Svanfr." og liggur með gögnum úr Bárðardal. Nafnið var sjaldgæft um siöustu aldamót og sviöiö Bárðardalur. Svanfríður Jónasdóttir kemur ein til greina. Hún var fædd á Blómsturvöllum í Eyjafirði 1877, en var vinnukona á Lundarbrekku á árunum 1895-1898. Bruun kom þangað 1897 og má Ifklegt telja að myndina hafi hann tekið þá. Svanfríður var vinnukona í Bárðardalnum til 1904 en flutti þá til Oddeyrar viö Eyjafjörð, þá enn vinnukona. Verður ævi hennar ekki ■mhhhbbh ÍHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHBHHI

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.