Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 37
)
Thorvaldsensfélagið, sem er elsta starfandi kvenfélagið í Reykjavík, hélt upp á 120 ára afmæli sitt T byrjun október. Af því tilefni var
sett upp sýning á myndum úr sögu félagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur. Thorvaldsensfélagiö er fyrst og fremst líknarfélag og hefur t.d.
stutt við bakið á barnadeild Landakotsspítala sem nú hefur verið flutt á Borgarspítalann. í tilefni afmælisins gaf félagið
barnadeildinni fimm milljónir króna í sumar. Thorvaldsensfélagið hefur einnig stuðlað að aukinni menntun kvenna, m.a. með
námskeiðahaldi og unnið að bættum möguleikum kvenna, t.d. gáfu þær Reykjavíkurborg fullbúið barnaheimili árið 1959.
Á afmælishátíðinni fluttu margar konur í
félaginu ávörp og í ávarpi sínu gerði
borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún GTsladóttir,
að umtalsefni það mikla og óeigingjarna
starf sem konur leggja af mörkum til líknar-
og velferðarmála og þá gjarnan á vettvangi
kvenfélaganna. Ingibjörg Sólrún minntist
þess einnig í ræðu sinni að fyrsti formaður
Thorvaldsensfélagsins, Þórunn Jónassen,
sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir kvennalista
sem boðinn var fram í byrjun aldarinnar.
Á myndinni má sjá stjórn félagsins, en
núverandi formaður er Þóra Karitas Árnadóttir.
VERA óskar félagskonum í Thorvaldsens-
félaginu innilega til hamingju með afmælið.
til h mingju