Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 14

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 14
Karl-mennskan „Ég hef aldrei lært aö vera karlmaður en ég er aö kenna sjálfum mér það. Ég átti fööur sem var ónothæf fyrirmynd, hann misnotaöi vald sitt algiörlega og endaöi á því að fremja sjálfsmorö þegar ég var tíu ára. Bróðir minn, sem er fjórum árum eldri, var þá eina fyrirmyndin mín en hann kunni náttúrlega ekki heldur aö vera karlmaður svo ég fann mér karlmannsfyrirmynd I nágranna, sem ég reyndi að nýta mér í nokkur ár. Þaö reyndist mér dýrkeypt því þessi maöur misnotaöi mig kynferöislega. Þar meö var sú fyrirmynd hrun- in og ég sat eftir meö þaö verkefni aö skilgreina sjálfur mínar fyrirmyndir. Ég tel aö þaö aö viö eigum ekki nothæfar fyrirmyndir í karl-mennsk- unni (og ég vil setja bandstrik þarna á milli) einkenni stööu margra karlmanna í dag, en viö þurfum aö gangast viö okkur eins og viö erum og ekki síst því sem sker okkur frá öðrum. Þaö aö vera karlmaður er hluti af sérstööu hvers karl- manns og hlýtur aö felast í hans sjálfssátt." Karlar fyrir karla Axel hefur sótt karlanámskeiö sem nefnast Men for Men hjá breska mannúðarsálfræðingnum Terry Cooper. Hann rekur sálfræöimiðstööina Spectrum í London, ásamt eiginkonu sinni sem einnig er mannúðarsálfræðingur, en Spectrum heldur einnig sérstök kvennanámskeið. Axel stundar einnig FBA-fundi (fullorðin börn alkóhól- ista) og flestir nánir vinir hans kannast við Spectrum námskeiðin og FBA-fundina og margir þeirra hafa tekið þátt í þeim tveimur karlanám- skeiðum sem Terry Cooper hefur haldiö hér á landi, en hann hefur haldiö tugi blandaðra nám- skeiöa hér á landi sl. 12 ár. Hvatinn aö karlahópnum sem Axel er félagi í er reyndar kominn frá konum í kvenna- hópi sem hefur hist mán- aöarlega í heilt ár og skoöað gömlu kvennaarfleifðina, hvernig goösögur um gyðjur hafa mótað þjóöfélagið og „Vift sem erum í karlahópnum erum ekki aft hittast vegna þess að eitthvað haTi farift úrskeiðis í lífinu og við séum í erfiðleikum þess vegna heldur vegna þess að við viljum enn auðugra líf.“ söguna og hvemig konur hafa misst tengslin viö sína fomu arfleifö. Og þaö var einmitt eiginmaöur einnar konunnar í þeim hópi sem fylltist eins konar öfund og sagði: „Mig langar llka..." „Við hittumst mánaöarlega og skoöum okkur sem karlmenn. Við veltum því fyrir okkur hvaða fyrirmyndir viö höfum, hvaöa fyrirmyndir viö viljum og spyrjum okkur spurninga eins og hvernig feður, elskhugar, vinir og vinnufélagar viljum viö vera? Eitt af því sem viö leggium áherslu á er þaö sem við köllum „auölegðarvitund" og gengur út á þaö aö skoða hvað þaö er sem ræður í raun lífsgæð- um okkar. Hvaö er þaö sem ræöur því hvaö ég fæ I laun og hvaöa viðhorf I sjálfum mér koma I veg fyrir að ég sé rikur. Þátttaka 1 þessum hópi er einnig fjárhagsleg skuldbinding og þaö veldur því aö viðhorf þátttakenda til peninga koma mjög skýrt fram. „Auöugt" líf er líf sem gerir mig ham- ingjusaman og þótt þaö þurfi ekki að snúast um peninga þá er þaö alkunna aö fjárhagsáhyggjur rýra gæöi lífs okkar. Þannig hangir fjárhagsleg auölegö saman viö andlega auölegö. Einnig trúi ég því aö andleg auðlegð skili mér veraldlegri auö- legð ef ég vil. Viö sem erum I karlahópnum erum ekki að hittast vegna þess aö eitthvað hafi fariö úrskeiöis I lífinu og viö séum I erfiöleikum þess vegna heldur vegna þess aö við viljum enn auð- ugra lif. Hins vegar er þaö nú svo aö það eru oft einhvers konar erfiðleikar sem fá menn til aö fara aö skoöa þessa þætti I lífi sinu.“ Vitsmunaleg karlaráðstefna Ástæöa þess að Axel sótti karlaráöstefnuna I Stokkhólmi á dögunum var sú aö karlamálin eru orðin forgangsmál hjá honum. „Karlaráðstefnan endurspeglaöi fullkomlega stööu karlmanna eins og ég sé hana. Ráðstefnan var ákaflega vitsmunaleg, niðurnjörvuö og ein- kenndist af óöryggi - skipuleggjendur vissu ekki hvernig svona ráðstefna á að vera rétt eins og viö vitum varla hvernig karlmaöur á aö vera. Þaö er lika athyglivert aö á þessari ráöstefnu var mikið litiö á karlmanninn sem fórnarlamb og leitaö að sviðum þar sem viö karlar gætum látið hiö opin- bera bæta rétt okkar. Göran Wimmerström og einstaka karlmenn á ráöstefnunni lögöu hins vegar áherslu á nauðsyn þess aö karlmenn skapi svigrúm fyrir sinn eigin styrk en þaö finnst mér miklu mikilvægara en aö gera þá kröfu að hið opinbera taki ábyrgö á mér. Þaö var einnig athygli- vert aö af 500 þátttakendum karlaráöstefnunnar voru 200 konur en það endurspeglar I rauninni þaö að viö sækjum okkarfyrirmynd til kvenna. Viö höfum líka mikiö til þeirra aö sækja vegna þess aö viö getum skoðað kvennavakninguna og sleppt því sem miöurfórl henni. Þanniggetum viö sleppt því aö kenna konum um hvernig staða okkar er enda bera þær enga ábyrgö á henni. Þegar konur hófu sína vakningu kenndu þær karlmönnum um og ég held að þaö hafi verið nauösyn- „Ég tel að hluti af því legur þáttur I þróuninni alveg að verða ábyrgari eins og unglingar kenna felist í því að hætta foreldrum um þegar þeir eru að taka of mikla aö brjótast undan foreldra- ábyrgð á öðrum.“ valdinu. Allir þeir sem hafa vald misnota þaö einhvern tíma af þeirri einföldu ástæðu aö enginn er fullkominn. Konur hafa þó ekki misnotaö sitt foreldravald á sama hátt og karlar - þær hafa verið aö endurskoöa sitt hlut- verk um árabil og náð forskoti á okkur karla á þessu sviði. Þar af leiðandi eru þær meðvitaðri og misnota sitt vald ekki eins mikiö og karlar. Á sama hátt þurfum viö nú aö uppgötva þetta meö einlægri sjálfsskoöun og nánd. Manndómsvígsla Axel kynntist Göran Wimmerström á karlaráð- stefnunni en fyrirlestur Görans um Ólétta pabb- ann, sem frægur er orðinn, heillaði hann upp úr skónum. Og ástæöan fyrir því var sú aö þessi fyrirlestur „kom ekki úr hausnum heldur úr hjart- anu og maganum - Göran talaði um tilfinningar á tilfinningalegan hátt.“ 1 framhaldi af því bauö Axel honum til íslands til aö kynna honum meðferöar- dagskrá fyrir karla sem Axel er aö skipuleggja en hún gengur út á nokkurs konar manndómsvlgslu. „Viö höfum mikinn hug á aö standa fyrir þerapíuferðum til Islands, og Göran ertilbúinn til aö kynna þennan valkost I Svíþjóö. Hann fór I gegnum þetta prógramm meö okkur I sumar og átti varla orö til aö lýsa hrifningu sinni." Kenningar bandaríska sálfræöingsins Robert Bly hafa haft áhrif á mótun ferðanna, en bók hans Iron John er að sögn Axels oröin viömiöunarbók I karlavakningunni og gengur út á þaö aö karlar endurheimti styrk sinn með nánd viö aöra karla I leik og útivist ogjafnvel mannraunum. Meöferöin byggist á tveggja til þriggja stunda lífsreynslu og síðan nokkurra klukkustunda hópvinnu til sjálfs- skoðunar á hverjum degi. Feröin stendur I eina viku ogfelst m.a. íjeppaferöum um hálendið, vél- sleöaferöum á jökla og gúmmbátaferðum meö Bátafólkinu niöur Hvltá. Stöan verður mönnum m.a. boðiö aö stökkva I ána af átta metra háum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.