Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 13
„Ef við lítum svo á að karlar séu í
kreppu þá felst sú kreppa í því að
karlar hafa misst styrk sinn og hafa
fáar nothæfar fyrirmyndir," segir Axel
Guðmundsson, ungur karlmaður sem
tekur virkan þátt í karlavakningunni og
er félagi í karlahópi sem hittist einu
sinni í mánuði og hefur „auölegðar-
vitund" að markmiði sínu. „Ég lít ekki
svo á að karlar hafi misst styrk sinn til
kvenna heldur hafa þeir ósköp einfald-
lega misst sinn styrk vegna þess að
þjóðfélagið hefur breyst svo hratt að
feður okkar nýtast illa sem fyrirmyndir.
Til að öðlast styrk þurfum við aö velja
og skapa okkar eigin fyrirmyndir."
Axel segir aö hans vakning hafi ekki byijað sem
karlavakning heldur sem sjálfsvakning. Hann hafi haft
mikla þörf fyrir aö bæta tengsl sín viö karlmenn þar
sem hann er alinn upp af móður sinni og upplifir sig
sem föðurlausan. Af móöur sinni læröi hann margt um
kvenleg gildi en haföi ekki neinar karlfyrirmyndir sem
hann vildi nota. Fýrir nokkrum árum fór hann aö skoða
bamæsku sína og þá sérstaklega hvemig vald var
misnotaö gegn honum og hvaöa áhrif þaö haföi á
hann. Síðan hefur hann einnig veriö að skoöa þetta
með öðmm og hann kærir sig ekki um aö misnota
vald þar sem hann veit hvemig þaö er að veröa fyrir
baröinu á því. Hann segir aö í sjálfsskoöun eins og
þeirri sem hann hefur stundaö komi fyrr eöa siöar aö
því að menn geri sér grein fyrir því aö þeir vilji vera
ábyrgir - og þá ekki vegna þess aö þeir eigi aö vera
þaö heldur af því aö þeir vilji vera það.
„í mínum augum felst karlavakningin í því aö
læra aö nota styrk sinn af ábyrgö og ég held aö
viö karlmenn séum aö uppgötva þaö aö styrkur
okkar felst í því aö horfast í augu viö sjálfa okkur
eins og viö erum og sættast viö okkur eins og viö
erum. Til aö öðlast raunverulegan styrk þarf ég aö
gangast viö þeim hlutum sjálfs mín sem ég hef
skammast mín fyrir og þá ekki síst viökvæmni
Axel Guömundsson: „Karlavakningin snýst þvi um
sjálfsskoöun og sjálfssátt sem skilar mér aukinni
ábyrgö á sjálfum mér.“
minni. Karlavakningin snýst því um sjálfs-
skoðun og sjálfssátt sem skilar mér aukinni
ábyrgö á sjálfum mér. Þessi sjálfsskoöun nýt-
ist mér í samskiptum við alla, konur, börn og
karlmenn. Ég tel að hluti af því aö veröa
ábyrgari felist í því aö hætta aö taka of mikla
ábyrgö á öörum. Þaö er bæöi eölilegt og
nauösynlegt aö taka ábyrgð á börnum en þaö
er líka hægt að taka of mikla ábyrgö á bæöi
börnum og fullorðnum og ræna þau þar með
þeirri sjálfsvirðingu sem þau eiga kost á meö
því aö taka ábyrgð á sér sjálf."