Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 33

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 33
rakin frekar hér. Svipur, fas og hendur sega margt um stúlkuna og kjör hennar." Svanfríöur frá Blómsturvöllum. Þrátt fyrir fagurt nafn efast ég um aö líf hennar hafi verið dans á rósum. Þesi mynd geröi þaö aö verkum að mér varö hugsaö til Maríu langömmu minnarí móðurætt og hennar sögu. Það sem ég veit um hana er í gegnum móðurömmu mína Kristínu. Eftir aö amma Kristín fór aö eldast kom hún á haustin frá Reykjavík og bjó hjá okkur, fjölskyldu í sveit austur á landi, yfirvetrarmánuöina. Hún haföi herbergi á neðri hæö hússins sem bæöi var stærra en herbergin uppi á efri hæöinni og einnigvarhún þarna aöeins út affyrirsig, ekki alveg ofan I hávaöanum sem fylgdi stórum syskinahóp og annasömu heimili. Ömmu fylgdi ekki mikill farangur. Fyrir utan fötin hennar voru það Ijósmyndir af fjölskyldu og venslafólki í standandi römmum sem hún raðaöi á borö, lýsislampi sem hún hengdi upp á vegg og rokkur. Hún spann og prjónaöi sokkaplögg og vettlinga linnulaust. Þaö má segja aö henni hafi varla falliö verk úr hendi enda hafði hún vafalaust þá gömlu trú, aö það aö sitja auðum höndum væri aö skemmta skrattanum. Ég fór oft niður í herbergi til ömmu seinnipart dags, eftir skóla og eftir aö ég var búin aö ærslast úti meö öörum krökkum. 1 herberginu hennar var ró og friöur sem ekki fannst annars staðar í húsinu. Hún sat gjarnan viö kertaljós og prjónaði og hlustaði stundum á útvarp. Okkur fór ekki alltaf margt á milli en stundum sagöi hún mér sögur af sjálfri sér og öörum frá gamalli tíö. Hún var aöeins farin að kalka, eins og stundum vill verða meö eldra fólk, og hugur hennar virtist leita meira aftur í gamla tíma. Frásagnir hennar voru á einhvern hátt Ijóslifandi og eftir aö ég er orðin fulloröin finnst mér þær hafa veitt mér skilning á hvernig líf og hugsanagangur fólks var áöur fyrr. Móöir hennar, María, var vinnukona í sveit. Hún eignaöist ömmu aöeins 18 ára gömul. Amma var lausaleiksbarn og á þeim tíma var ekki þegar hún sagöi mér frá afdrifum móöur sinnar og reiö vegna þeirrar hörku sem henni haföi verið sýnd. Líf ömmu sjálfrar haföi ekki alltaf veriö auðvelt og mótaöi þaö vafalaust hvernig hún var. Hún var mikill kennari i sér og gefandi á þann hátt en þó að henni hafi þótt afskaplega vænt um barnabörn sín og sýnt þaö á marga vegu, t.d. meö óhemju magni af prjónuðum sokkum og vettlingum, þá var henni ekki eiginlegt aö flíka þessum tilfinningum sinum. Þaö hefur oft veriö sagt, aö íslendingar séu almennt tilfinningalega lokaöir. í mínum huga er ein skýringin sú að lífsbaráttan hafi einfaldlega veriö of hörð til aö vera með einhverja „tilfinningasemi", til aö lifa af uröu flestir aö bíta á jaxlinn og harka af sér, sama hvert mótlætið var. Viö lifum viö nútíma þægindi i dag og ekki er hægt aö bera saman lifsbaráttuna núna og fyrir hundrað árum. Þungi Hagkaupspokanna sem viö berum heim fulla af vörum er allt annar en þungi mjólkurskjólanna hennar Svanfríðar. Þrátt fyrir framfarir og breytt kjör kvenna frá því sem áöur var er samt sláandi að sjá hversu mikill launamunur erenn á sambærilegum störfum karla og kvenna. Ekki bara þaö, heldur er það sláandi hversu launakjör almennings á íslandi eru léieg. Hinn mannlegi þátturer mjög sniögenginn þegar kemur aö ákvaröanatöku þeirra sem stjórna landinu. Þaö mætti halda aö þeir hefðu enn þá gömlu trú, að það aö láta verk úr hendi falla á meöan fólk er vakandi, sé aö skemmta skrattanum. Vinnuharkan er mikil, fólk vinnur yfirvinnur og aukavinnur til þess aö ná endum saman og þakkar fyrir á meðan það hefur atvinnu. íslendingar eru stoltir og detta ekki ofan í „tilfinningasemi", heldur „stappaí sigstálinu “ og „taka því sem aö höndum ber“. En hversu lengi? Segja ekki tölur um búferlaflutninga fólks burt af landinu nokkuð til um þaö? Höfundur er myndlistar- og kvikmyndager&arkona. sjálfgefiö að vinnukona fengi aö ala upp sitt barn. Ömmu var því komið í fóstur annað. Þrátt fyrir þaö héldu mæögurnar þó alltaf einhverju sambandi. Maria dó fýrir aldur fram úr lungnabólgu eftir aö hafa veriö skikkuö út til þvotta, hálfveik í miklum „Mjaltastúlka. Vatnsgrindin bendir til nokkurrar vegalengdar á kvíaból. Nær fullvíst er a& stúlkan sé Svanfríöur Jónasdóttir vinnukona á Lundabrekku í Bárðardal, um tvítug er myndin var tekin.“ kulda. Þó svo aö langur tími væri liðinn frá þessum atburðum var ömmu alltaf mikið niðri fyrir ®| K^mex^ote KyiwexBote 01 w i LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA VIÐ FRAMLEIÐSLU te Kymex^ote J^moiQote K^motQoJe Prentað á umhveríisvænan OLAFUR ÞORSTEINSSON & Co HF. VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551, 121 REYKJAVlK, SÍMI 568-8200, FAX 568-9925

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.