Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 6

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 6
frmkvööullinn íþróttafélag kvenna var stofnaö í Reykjavík árið 1934 og starfar það félag enn af fullum krafti. Það var Unnur Jónsdóttir íþróttakennari sem stofnaði félagið eftir að hafa verið látin víkja fyrir karlmanni við íþróttakennslu kvenna í KR. Unnur Jónsdóttir fæddist sautjánda ágúst 1907 og stundaði nám við Paul Petersens Institut í Kaupmannahöfn. Hún var formaður Í.K. 1934-1945 og 1947 - 1949. Unnur Jónsdóttir í hópi KR-kvenna sem hún kenndi leikfimi þar til KR-ingar ákváðu að láta karlmann fá hennar stöðu. Unnur Jónsdóttir starfaöi sem fimleikakennari hjá Knattspyrnufélagi Reykja- víkur og kenndi konum leikfimi - en þegar ákveðið var að veita karlveru stöðuna sem hún hafði gegnt vildi hún ekki una því og hætti. Taldi hún ekki einungis að brotið væri á sér - heldur væru konur mun hæfari til að kenna kynsystrum sínum leikfimi heldur en karlar. Ákvað hún því að stofna íþróttafélag sem eingöngu væri ætlað konum og þann sjöunda október 1934 var íþróttafélag kvenna stofnað. Á stofnfundinum gengu 60 konur í nýja félagið, m.a. konur úr K.R. sem höfðu stundað leikfimi hjá Unni um nokkurt skeið og lýstu þær þar með yfir stuðningi sínum við hana. Á stofnfundinum kom fram að nauðsynlegt væri að stuðla að aukinni íþróttaiðkun kvenna, en íþróttum fyrir konur var lítið sinnt af íþrótta- hreyfingunni. Það er ekki fýrr en á seinustu árum sem farið er að líta á þátttöku kvenna í íþróttum sem sjálfsagöan hlut og var íþrótta- félag kvenna því nokkurskonar brautryðjandi á því sviði. 1 lögum félagsins sem samþykkt voru á stofnfundinum kemur í Ijós að þetta voru ákveðnar félagskonur með háleit en jafnframt raunsæ markmið. í 2. gr. segir t.d. „Tilgangur félagsins er, að efla hreysti, heilbrigöi og fegurð íslenzkra kvenna. Þessu hyggst félagiö aö ná með því að iðka fimleika, sund og aðrar tþróttir, svo sem knattleiki, hlaup, skíða- og skautaferöir, fjallgöngur, o.s.frv." í gegnum árin hafa félagskonur Í.K. boðið upp á fjöl- margar íþróttagreinar en trúlega er Japanska glíman sú óvenjulegasta, en til landsins kom erlendur kennari áriö 1956-1957 til að kenna þeim réttu tökin. í október í fyrra varö félagið 60 ára og var haldin vegleg afmælisveisla af því tilefni. Um leiö var farið í kynningarátak og bættust þá viö fjölmargar konur sem starfa nú meö félaginu. íþróttafélag kvenna stofnaði síðastliðið haust blakdeild sem mikill kraftur er í og tók m.a. þátt í stærsta blak- móti ársins, þ.e öldunga- mótinu, sem haldið var norður á Akureyri síðastliðið vor. í blakliðinu voru hörku konur og létu fjórar þeirra það ekki aftra sér að þær væru barns-hafandi og því var oft á tíöum nærri tvöfalt lið á vellinum! Ef félagið heldur áfram að fá til liðs við sigjafn öflugar konur og hafa starfað með því undan- farin 60 ár er Ijóst að sá hópur sem lagöi grunninn að þessari starfsemi - með Unni Jónsdóttur í fararbroddi - hefur unnið gífurlegt starf í þágu kvenna. Agla Sigríður Björnsdóttir (Heimild: Iþróttafélag kvenna Anna Margrét Jóhannesdóttir, 1994 )

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.