Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 9
Að þessu sinni beinist þemaumfjöllun VERU að
karlmönnum og aftur karlmönnum og við veltum
því fyrir okkur hvort karlar séu í kreppu. Á undan-
förnum árum og áratugum hafa konur verið að
breyta stöðu sinni í þjóðfélaginu og hlutverki sínu
inni á heimilunum og í kjölfarið fylgir óneitanlega
sterk krafa um það að karlarnir fylgi með og breyti
sínu gamla, hefðbundna hlutverki. Sumir karlar
taka því fagnandi aö þurfa ekki lengur að vera hinn
sterki karlmaöur, eina fyrirvinna og óbugandi hetja
og eru að reyna að fóta sig í breyttum heimi. Á
meðan þeir eru að reyna að skilgreina sig upp á
nýtt, stöðu sína í samfélaginu og ákveða hvernig
þeir vilji haga lífi sínu streitast aðrir á méti og
reyna að halda í gamla hlutverkið og liðna tíð.
Sumum konum þykir biðin eftir því að karlarnir
breyti sér löng og ströng og taka þá ákvörðun að
fara frekar ■ sæðisbankann en sambúð með karl-
manni þegar að barneignum kemur. Og það er ekki
nóg með að breytt þjóðfélag beini spjótum sínum
að körlum heldur berast nú þær fregnir að aukin
mengun í heiminum kalli yfir þá ófrjósemi og van-
skapnað. Við geymum umfjöllun um það vandamál
til betri tíma en einbeitum okkur nú að félagslega
þættinum og byrjum á því að leggja nokkrar sam-
viskuspurningar fyrir fjóra valinkunna karla.
Síðan er rætt við þrjá karla sem eru með einum
eða öðrum hætti að vinna sérstaklega að
málefnum karla en þeir eru Göran Wimmerström,
Axel Guðmundsson og Ásþór Ragnarsson.
_ li Eru karlar í kreppu?
3 2. Hvernig finnst þér staða karlmannsins hafa breyst vegna kvennabaráttu undanfarinna ára?
■ Finnst þér karlar reyna að koma til móts við konur?
5 4. Hvert sækir þú þínar fyrirmyndir?
■ Hvað finnst þér mikilvægast að gert verði til að auka kvenfrelsi og i framhaldi af því, jafnrétti kynjanna?
O. Hvað gerir þú til að stuðla að jafnrétti kynjanna?