Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 12

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 12
„karlar eru í kreppu" - segír sænski sálfræöingurinn og „karlafræöarinn“ Göran Wimmerström Göran Wimmerström sálfrædingur var einn fyrirlesaranna á Karlaráöstefnunni í Stokkhólmi á dögunum og líkast til sá sem mesta athyglj vakti. Hann rekur miöstöð fyrir karla í Stokkhólmi þar sem karlar, sem hafa bariö konur sínar, takast á viö ofbeldið - meö 100% árangri! Göran kom hingaö til lands á vegum karlanefndar Jafnréttisráös vegna átaks nefndarinnar gegn ofbeldi og hélt þá fyrirlestra fýrir þá fjölmörgu aöila sem fjalla um málefni fjölskyldunnar. Hann hitti einnig fulltrúa ríkis og borgar og er vonandi að eitt- hvaö bitastætt komi út úr þeim viöræðum öllum! VERA hitti Göran aö máli morgunstund eftir aö hann haföi flutt starfsfólki Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fyrirlestur sinn, þar sem hann sagöi m.a. frá því aö þegar forstjóri sænska stórfyrirtæk- isins VOLVO ræöur í stjórnunar-stöðurnar spyr hann fýrst um félagsleg samskipti umsækjand- ans. Starf í foreldrafélagi leikskóla eöa grunnskóla barnanna skiptir þann forstjóra meira máli en námskeiö í stjórnun því þaö sem hann leitar aö er fólk sem á auövelt meö mannleg samskipti. Og þaö eru líkast til þau sem ráöa mestu um heill og hamingju fólks. Samskipti kynjanna hafa breyst mikiö á undanförnum tveimur til þremur áratugum meö aukinni sókn kvenna út á vinnumarkaöinn og aukinni þátttöku karla í fjölskyldulífinu. En hafa þessi umskipti orsakaö kreppu af einhverju tagi - eru karlmenn í dag í kreppu? „Já, auövitað eru karlar í kreppu", segir Göran. „Viö erum fýrsta kynslóö karla sem þarf aö takast á viö nýtt karlhlutverk og þegar hlutirnir breytast eins hratt og raun ber vitni fer ekki hjá því aö kreppuástand skapist. Viö sjáum þetta kreppu- ástand I auknum hjónaskilnuöum, sívaxandi fjölda barna sem elst upp án feöra sinna og auknu ofbeldi innan fjölskyldna. Karlar vita ekki hversu langt þeir eiga aö ganga. Hvenær eigum viö aö láta fjölskylduna ganga fýrir og hvenær eigum viö aö vera meö kunningjunum? Þetta skapar ákveöna sektarkennd - viö þekkjum ekki mörkin og óttumst því aö viö séum aö gera eitthvað rangt. Karlhlut- verkið hefur breyst meö einni kynslóö og viö erum fýrstu karlmenn í heiminum sem ætlast er til aö taki fullan þátt í fjölskyldulífinu. Viö eigum okkur engarfýrirmyndir — hlutverkfeöraokkarvarannaö og við getum því ekki spurt þá ráöa. í dag viður- kennum viö t.d. kynhvöt kvenna og viljum gefa þeim það sem þær vilja en ég held aö þaö væri erfitt aö spyrja pabba hvernig hann hafi fariö aö því að fullnægja mömmu! Konur í dag eru heldur ekki auömjúkar ástkonur, þaö hefur svo margt breyst meö einni kynslóð." Karlmenn eru ánægðari „Þótt konur hafi aðallega staöiö fýrir þessum breytingum hafa karlar tekið þátt f þeim og flestir eru ánægðir meö þær. Gamla karlhlutverkiö var heldur ekki svo skemmtilegt. Það sagöi mér t.d. eldri maöur aö þegar hann kom heim úrvinnu hafi beðið hans listi yfir þær refsingar sem hann átti aö framkvæma á börnunum. Svo hann refsaöi og börnin grétu en þá fylltist konan hans sektarkennd ogtók börnin og huggaði þau. Þannig varö pabbinn æ þögulli og gekk lengra og lengra inn í vegginn. Karlmenn eru þvf ánægöari núna, þeir eru nánari börnum sínum en áöur var og geta varið meiri tfma meö fjölskyldunni. Sænskir karlmenn eiga nú rétt á 10 daga feöraorlofi viö fæöingu barns og 90% karla nýta sér það.“ Göran heldur námskeiö fýrir veröandi feöur og leggur mikla áherslu á hlutverk fööurins. Hann segir að góöur faöir treysti tilfinningum sfnum og geri þaö sem hann sjálfur telji rétt. „Börn fá karlmennskuna ekki ókeypis - þaö verður aö sjá þeim fyrir henni ellegar þurfa þau aö leita aö henni. Það er því mjög mikilvægt aö fað- irinn sé til staöar fyrir börnin sfn og myndi sterk tengsl við þau strax í bernsku. Faðirinn veröur aö treysta þvf aö hann sé 1 lagi og mynda sjálfur tengslin milli sín og barnsins. Hann má ekki láta konuna ráöa hvernig þau tengsl veröa en ráöriki kvenna meö börnin er oft vandamál fýrir karla. Sem betur fer er þaö að breytast og konur og karlar ákveöa í vaxandi mæli I sameiningu hvernig samskiptin og tengslin eru." Göran Wimmerström sálfræöingur: „Góöur faðir treystir tilfinningum sínum og gerir það sem hann sjálfur telur rétt.“ Ofbeldiö brotið á bak aftur Göran hefur rekiö karlamiöstöðina í átta ár. Hún er sjálfstæö stofnun en hefur notiö stuönings borgar- innar, heilbrigðisyfirvalda og kirkjunnar. „Þeir sem leita til karlamiöstöövarinnar eru karlar sem eiga í erfiöleikum og þeir koma af sjálfsdáöum. Frá þvf að miöstööin opnaöi hafa komiö um fimm þúsund karlar en vandamál þeirra eru margvísleg. Sumir koma vegna skilnaðar og eru þá oft aö velta því fýrir sér hvernig þeir geti veriö góöir feöur þrátt fyrir skilnaöinn, hversu oft þeir eigi aö hitta börnin o.s.frv. Aðrir hafa beitt konur sfnar eöa börn ofbeldi og vilja vinna gegn því, sumir hafa misst börn og eru aö takast á við sorgina. Enn aðrir eiga viö kynferöisleg vandamál aö stríöa. Viö vinnum hins vegar ekki meö eiturlyfja- eöa áfengissjúklingum, geösjúkum eöa hommum - það eru aðrir hópar sem vinna meö vandamál þeirra. Þaö má því segja aö til okkar komi hinn „venjulegi" maður í stuttan tfma, í eitt til tíu eöa allt upp í fimmtán skipti. Þetta er skammtíma hópmeöferö þar sem athyglinni er beint aö ofbeldi og samskiptum. Flestir þeirra sem beita ofbeldi eiga það sameiginlegt aö hafa veriö lagöir f einelti í skóla, eöa aö hafa lagt aöra f einelti. „Töffarinn" er nefnilega ákaflega einmana en þeir drengir sem eru mjög einmana eiga þaö á hættu aö lenda í vandræöum þegar þeir fara í náið samband sföar á ævinni. Slæmt samband viö fööur er Ifka eitt af því sem ofbeldismenn eiga sameiginlegt. Fyrsta skrefið f þvf aö hætta ofbeldinu er aö koma í meöferð en annaö skrefið er aö brjóta niður varnirnar. Allir ofbeldismenn eiga þaö sam- eiginlegt að þeir setja vandamáliö út fýrir sjálfa sig. „Ég missti stjórn á mér", „ég var fullur", „hún ögraöi mér", „ég varaöi hana við“, „ég er útlend- ingur". Markmiöið meö því aö brjóta niöur varn- irnar er að koma manninum f skilning um þaö aö vandamáliö liggur ekki hjá öörum eöa f einhverjum ytri aðstæðum heldur býr þaö í honum sjálfum. Og árangurinn er sá að menn viöurkenna það og segja: „Ég lem konuna mína, ég vel aö gera þaö ogget því Ifka valiö aö gera þaö ekki." Meö því aö vinna í hópi hjálpa menn hver öörum og þeir sem hafa verið lengur hjálpa okkur sálfræöingunum aö brjóta niður varnir þeirra sem eru nýir og uppfullir af afsökunum. Þetta starf hefur gengiö mjög vel sem sést best á því aö enginn þeirra sem hefur veriö í hópmeöferð hjá okkur hefur byrjað aftur aö berja. Þessi aöferö er nú notuð á tíu stööum 1 Svíþjóö og þar hefur sami árangur náöst. Viö erum aö vinna meö körlunum en þaö þarf líka að kenna konum aö þekkja mörkin: hvaö sé leyfilegt aö gera þeim og hvað ekki. Karlar og konur sem eru f ofbeldis- sambandi þurfa að læra hvar mörkin liggja og til þess þurfa þau hjálp." Viótal: Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.