Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 23
konur
r eru
OltQf
Edda Helgason framkvæmdastjóri Handsals
rfumkvoðlar
i r ekstr i
Edda Helgason hefur látið talsvert til sin taka í
íslenskum fjármálaheimi á undanförnum árum og
fyrirtæki hennar, Handsal h.f., hefur nú sett á
fjármagnsmarkaðinn nýjung í lánamálunum sem getur
auðveldað fólki hið eilífa íslenska strit: íbúðarkaupin.
Edda er ein af fáum konum á íslandi sem stjórnar
fjármálafyrirtæki, en hún er framkvæmdastjóri Handsals
h.f. Edda hefur kynnst jafnt íslenskum fjármálaheimi
sem hinum alþjóðlega því á leið sinni heim frá námi í
rekstrarhagfræði millilenti hún í fjármálaheími
Lundúnaborgar, sem reyndar rúmar alþjóðaviðskiptin, og
starfaði þar um nokkurra ára skeið, fyrst í Citibank og
síðan við fyrirtæki sem hét Sleipnir og hún stofnaði.
Áður en Handsal varð til tók hún einnig þátt í stofnun
Glitnis, sem nú er í eigu íslandsbanka.
Edda erfædd í Reykjavík en alin upp í Bandarikjunum. Hún flutti þangað
ásamt fjölskyldu sinni fimm ðra gömul en kom heim aftur 17 ára og varö
stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíö árið 1976. Hún hélt síöan
aftur til Bandarikjanna og stundaði nám í hagfræöi og stjórnmálafræði viö
Barnard College viö Columbíu háskólann I New York.