Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 28

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 28
pékingráðstefnan d kvennarádslefnu í Þaö var sólskin og rúmlega 20 stiga hiti þegar íslenska sendínefndin á fjórftu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna steig á kínverska grund hinn 2. september sl. Við áttum von á miklu eftirliti og veseni vegna fregna sem borist höfðu frá óopin- beru ráðstefnunni í Huairou, en svifum í gegnum tollinn eins og ekkert væri. Við skráningu á ráöstefnustaðnum kom hins veg- ar í Ijós að Kínverjar vildu hafa öryggismálin í lagi. Lögregla og verðir voru út um allt, en það dugði að sýna aögöngupassa. Aö skráningunni lokinni hélt hópurinn af stað niöur á Torg hins himneska frið- ar - torgið sem rauðir varðliðar lögöu undir sig í menningarbyltingunni þegar dýrkunin á Mao for- manni var sem mest, torgiö þar sem gengið var millibols og höfuðsá stúdentum og öörum sem kröfðust mann- réttinda árið 1989. Við settumst inn í nokkra leigubíla og ákváðum að hittast undir myndinni af Mao formanni á Hliði hins himneska friðar, en hún var reyndar eina myndin sem ég sá af honum í allri borginni, fyrir utan gömul póstkort á fornsölum og mynd af gömlu kommún- istaforystunni á pen- ingaseðlum. Konurnar frá því striðshrjáða landi Chad höfðu látið prenta mynd af forseta sínum á kjólefnið, báru hann bæði á baki og rassi og sátu því á honum, hvernig sem bar að túlka það. Léttklæddar konur Á Torginu vorum viö umkringd öryggis- vörðum sem fylgdust grannt meö okkur og tóku af okkur myndir. Nokkrum dögum áður höfðu Greenpeacesamtökin efnt til mót- mæla sem voru kveðin niður á hálfri minútu og Kínverjar áttu greinilega von á meiru. Sú saga gekk nefnilega fjöllunum hærra í Peking að vest- rænar konur ætluðu að efna til mótmæla á torg- inu og klæöa sig úr öllum fötunum. Því var það sem skipun var gefin út til leigubílstjóra um að þeir mættu ekki keyra „léttklæddar" konur á torg- ið. Þeir leystu málið með því aö stoppa i nálæg- um götum, en brátt hættu þeir alveg að fýlgja þessari skipun enda bólaöi ekkert á mótmælun- um sem marga bílstjóra langaði greinilega mikið til að sjá. Daginn eftirfórégí heimsókn á óopinberu ráö- stefnuna í glampandi sól og steikjandi hita. Þar voru konur út um allt, í samræðum, á fundum, við sölu og sýningar, safnandi undirskriftum til stuðn- ings konum á Austur-Tímor og i Tibet. i norræna herberginu voru konur aö spjalla saman. Bryndis Hlöðversdóttir átti aö flytja erindi og taka þátt í umræðum þennan dag en það var svo síðla dags að við ókunnar konurnar þoröum ekki annað en að koma okkur heim fyrir myrkur. Við vorum var- aðar við sihækkandi veröi á leigubílum, en það vargreinilegt að ráöstefnurnartvær höfðu gífurleg áhrif á verðlag I borginni, jafnt á hótelum sem á mörkuðum. Næsta dag tók að rigna ógurlega og rigndi mikiö næstu daga þannig að allt fór á flot og vorum viö því heppnar að sjá ráðstefnuna í sól- skinsskapi. Vestrift og austrið Mánudaginn 4. september hófst ráðstefna Sam- einuöu þjóðanna meö mikilli opnunarhátíð í höll alþýðunnar sem stendur viö Torg hins himneska friöar. Þar talaöi forseti Kína fagurlega um konur og hvaö þyrfti að gera til aö bæta stööu þeirra, en síðar kynntu Kínverjar heilmikla framkvæmdaá- ætlun sem ætlaö er aö bæta stööu kínverskra kvenna. Þá talaöi einnig fulltrúi Sameinuðu þjóö- anna og frú Mongella framkvæmdastjóri ráðstefn- unnar sem mikiö mæddi á þennan hálfa mánuö sem ráðstefnan stóö. Að loknum ræðum sýndu Stund milli funda. Sigríður Anna Þóröardóttir, Kristín og Inga Jóna Þórðardóttir. kínverskir listamenn kúnstir sínar sem merkilegt var á að horfa. Síðar um dag- inn var svo ráðstefnan formlega sett með ræðum þeirra Mong- ella, Benazir Bhutto, Vígdísar Finnboga- dóttur og ráöherra frá Uganda og Víetnam. Óneitanlega stal Ben- azir Bhutto senunni með mjög sköruglegri ræðu þar sem hún lagöi mikla áherslu á nauösyn þess að stúlkur ættu kost á menntun og að ekkert það stæði í Kóranin- um sem kæmi í veg fyrir mannréttindi kvenna og rétt þeirra til aö taka virkan þátt í störfum þjóðfélagsins til jafns viö karla. Ræðan var túlkuö sem sterk andmæli viö kröfum bókstafstrúarmanna hins múslimska heims um að konur haldi sig innan dyra vaföar svörtum klæðum. Konur sem þekkja til í Pakistan, landi Bhutto, bentu á að hún hefði gert ákaflega lltið til aö bæta stöðu kvenna og minnir þaö mjög á Á ráöstefnunni mátti sjá skrautleg- ar Afríkukonur sem hófðu látið hanna sérstakt efni í tilefni ráð- stefnunnar og saumað kjóla og hóf- uðföt sem settu mikinn svip á alla fundi. Fannst okkur norðankonum við vægast sagt fölar og litlausar við hlið þessara glæsilegu valkyrja-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.