Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 11

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 11
ÁstráOur Eysteinsson prófessor við Háskóla íslands: hvernig má tjá „karlmennsku“ _ a vorum dogum? 1. Bæöi kynin eru í vanda stödd. í vestrænum lýöræöisþjóöfélögum eru forsendur karlveldisins brostnar, en karlveldiö hefur þó ekki látiö miklö á sjá ennþá og þaö á eftir aö veröa býsna lífseigt, þótt ýmsir einstaklingar af báöum kynjum lendi í kröppum dansi. Raunar held ég aö margir frjálslyndir karlar eigi í vissri ímyndakreppu; þelm finnst ekki Ijóst hvernigtjá megi ..karlmennsku" á vorum dögum. 2. Staöa karlsins hefur ekki breyst mikiö enn, en líklega afstaöa. Kvennabaráttan hefur vakiö marga til meövitundar um aö völd karla eru ekki sjálfsögö, en viöbrögö karla viö þessari upplýsingu eru auövitaö margvísleg. Sumir forheröast vafalaust í karlrembu sinni! 3. Þessi spurning finnst mér bera of mikinn keim af aöskilnaöarhugsun. Mjög margir karlar koma ekki til móts viö konur, en ekki endilega af því aö þeir vilji þaö ekki. Margar konur koma ekki til móts viö aörar konur, en hvaö vilja þær? Óbreytt ástand? Þarna komum viö aö þeirri kreppu kvenna sem veldur miklu um aö kvennabaráttan hefur ekki gengiö betur en raun ber vitni. Meö þessum oröum er ég þó ekki aö draga úr ábyrgö karla á misréttinu. 4. Eftir því sem ég veit best sjálfur sæki ég fyrirmyndir lítt til einstaklinga nú oröið. Ég hugsa aö ég eigi mér ýmis fyrirmyndabrot í deiglu tilfinninga, skáldskapar, fræöilegrar umræðu, gamalla og nýrra hugmynda - m.a. hugmyndarinnar um jafnrétti kynjanna. 5. Ég sé ekki hvernig kvenfrelsi getur yfirleitt áunnist án kynjajafnréttis. Ég tel aö menntun sé lykill aö heimi jafnréttis, ekki þó einungis menntun í skólum, heldur á ýmsum sviöum sem móta þroskaferil manna - og þá á ég viö fjölskyldu, heimlli, fjölmiðla, skemmti- og fræösluefni, vinnusiöferöi. 6. Þessi spurning brennur á manni heima fyrir, því konan mín er mjög sjálfstæö og ég kæmist ekki hjá jafnréttisumræöu þótt ég vildi! í störfum mínum sem kennari og bókmenntafræöingur tek ég þátt í umræöu um hlutskipti og samskipti kynjanna og tel mig leggja þar eitt og annaö til málanna í nafni jafnréttis. Ekki þó meö nelríum einstrengingslegum aöferöum, enda held ég aö jafnrétti megi nálgast eftir vmsum leiöum. Ingvar E. Sigurösson leikari svarar fyrir hinn sanna karlmann Fernando Krapp mitt eigið eðli, karlmannseðlið 1. Hvers vegna? Ekki ég! 2. Á alvöru heimilum hefur hún ekkert breyst. Þaö eru til menn sem þykjast lifa vitrænu skilnings- ríku lífi, þaö má vera aö staöa svoleiöis sprelligosa hafi breyst vegna tilefnislausrar kvennabaráttu. 3. Ég veit ekkert um þaö hvernig aörir hafa þaö. Ég og mín kona komum til móts hvort viö annaö, hvort á sinn hátt. 4. Ég á mér enga fyrirmynd. Ætli ég sæki hana ekki í mitt eigiö eöli, karlmannseöliö. 5. Konur eiga aö njóta trausts og viröingar eins og viö karlmenn. Ef konur vita hvaö þær vilja og lifa meö stolti, öölast þær sjálfkrafa kvenfrelsi ogjafnrétti svo langt sem þaö nær. 6. Ég geri mitt til aö stuöla aö jafnvægi, öryggi og stööugleika. Algjört jafnrétti er ekki til í heimin- um, þaö lifa hins vegar margir í þeirri blekkingu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.