Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 19

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 19
K s trúbador Kristin Eysteinsdóttir er Z1 árs gömul, í fríi frá námi sínu í bókmenn Háskóla íslands til þess að fylgja eftii geisladiski sem hún er að gefa úl Kristín er yngsta konan á íslandi sem sólóplötu með frumsömdu sinn eigin kostnað þvi hún tók 800 þúsund lán til að standa „Ég er aö fjárfesta í mínum draumi," segir Kristín, „og mér finnst þaö ekkert verra en aö taka lán fyrir jeppa eöa íbúö eins og svo margir jafnaldrar mfnir eru aö gera. Fólki finnst þetta kannski skrítið vegna þess að stelpur hafa ekki ver- ið eins djarfar í þessum efnum og strákarnir, en þaö er lík- lega uppeldisatriöi. Stelpur eru ekki aldar upp til aö taka áhættu og þær eru fljótari en strákarnir til að taka á sig ábyrgö - strákarnir leyfa sér frekar aö leika sér.“ LITIR er heitiö á diskinum og sem fyrr segir er efni hans frumsamiö og textarnir mjög persónulegir og tilfinningaleg- ir - samdir á tveggja ára tímabili út frá hennar eigin reynslu: „Ég sem þá aöallega þegar ég er á bömmer þvf þegar ég er hamingjusöm er ég venjulega aö gera eitthvað ann- aö. Þetta eru beroröirtextar því þeir eru upphaflega samd- ir fyrir skúffuna og ég var ekki aö hugsa um aö flytja þá fyr- ir neina aöra. Þeir fjalla þvf bara um tilfinningar mínar og upplifanir." Kristín hefur veriö aö koma fram sem trúbador en hún var í ööru sæti í trúbadorakeppni framhaldsskólanna áriö 1992. Hún spilar sem sagt á gítar sem hún læröi upphaf- lega á í Tónlistarskóla Seltjarnarness og síöan stundaöi hún söngnám hjá Bergþóri Pálssyni f Söngskólanum í Reykjavík um tveggja ára skeið. Kristín naut aöstoöar Orra Haröarsonar viö útsetningar laganna á diskinum og hann spilar Ifka á gítar og bassa. Aörir sem komu nálægt flutn- ingnum eru Ingólfur Sigurösson á trommur, Elíza „Kol- rassa" Geirsdóttir á fiðlu, Jón Bjarki Bentsson á bassa og Ólöf Sigursveinsdóttir á selló. Sjálf sér Kristín um sönginn, raddanir og gítarleik. „Útsetningarnar á plötunni eru mjög ólíkar vegna þess aö mig langaði til þess að sýna margar hliöar á minni fyrstu plötu. Tónlistin er þvi allt frá rólegum lögum upp í rokk, pönk og fönk og f sumum lögunum syng ég ósköp mjúklega en í öðrum af fullum krafti. Á tónleikum syng ég meira „aggressíft" því ég fæ meiri útrás þegar ég syng þannig." Kristfn er búin aö setja saman hljómsveit til aö fylgja plötunni eftir og þau ætla að spila eins mikiö og þau geta fram aö jólum. Jafnframt þvf er hún í hálfu starfi á sambýli fyrir þroskahefta. Ef hún selur plötuna sína I 800-1000 eintökum sleppur hún á sléttu og viö vonum aö það tak- ist! Hvaö framtíðina varðar þá er hún galopin - tónlist eöa bókmenntir nema hvort tveggja sé! Sonja B. Jónsdóttir Kristín Eysteinsdóttir: „...stelpur hafa ektó veriö eins djarfar í þessum efnum og strákarnir...“

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.