Vera - 01.12.1997, Síða 17

Vera - 01.12.1997, Síða 17
átta Laufey vann fyrir sér sem vinnukona eða ráðskona frá 15 ára aldri, fyrst austur í Borg- arfirði og síðan í Reykjavík. Þegar hún var 19 ára kynntist hún Magnúsi sem þá var við nám í Iðnskólanum og leigði herbergi með bróður Laufeyjar. „Eg fór með Sigga bróður á böll í Iðnskólanum og við Magnús urðum góðir vinir. Eg ætlaði aldrei að giftast og alls ekki að eiga börn,“ segir hún og hlær enda varla hægt að segja að hún hafi staðið við það. Af hverju vildirðu ekki eignast börn? „Mér fannst heimurinn svo ljótur. Mig lang- aði að verða dýralæknir því mér hefur alltaf þótt óskaplega vænt um dýr, var oft látin hjálpa kindum sem gekk illa að bera, og mér þótti sérlega vænt um mýs,“ segir Laufey en hún hefur starfað með Dýraverndunarfélag- inu í Reykjvík í áratugi og er heiðursfélagi þess. Laufey gerði tilraunir til að komast til náms, byrjaði að læra ensku í einkatímum og fór í fimleika hjá Jóni Þorsteinssyni, en hvort tveggja var of dýrt til að vinnukona gæti staðið straum af því. „Ég hélt mér þó við í enskunni með því að dóttir hjóna sem ég var í vist hjá talaði við mig ensku. Það var Stef- anía Ólafsdóttir sem seinna varð kennari við Austurbæjarskólann,“ segir hún. Vinátta Laufeyjar og Magnúsar smiðs, sem ættaður var frá Efra Hóli á Eskifirði, þróað- ist og árið 1936 eignuðust þáu dóttur og aðra árið 1939. Þau fluttu austur á Eyrar- bakka, þar sem Magnús fékk vinnu hjá breska hernum í Kaldaðarnesi, og þar fædd- ust þrjú börn í viðbót á árunum 1941 til 1943. Næst settust þau að í Hvergerði og byggðu sér hús, en þá vann Magnús við byggingu Sogsvirkjunar. Þar bættist enn eitt barn í hópinn. Þegar vinnu við Sogsvirkjun lauk bjuggu þau um tíma í Hafnarfirði og á Álftanesi en þegar byrjað var að byggja Sem- entsverksmiðjuna á Akranesi var nóga vinnu þar að fá. Þangað flutti fjölskyldan, Magnús byggði snoturt timburhús sem enn stendur og sjöunda barnið fæddist. Síðan var flutt til Reykjavíkur og þegar Laufey var 46 ára eign- aðist hún yngsta barnið, árið 1961. Skömmu seinna eignuðust elstu dæturnar börn sem urðu eftir hjá ömmu og afa og ólust upp með yngsta syninum. Um það leyti hefur ömmunafnið líklega byrjað að festast við Laufeyju. En Laufey gerði meira en að ala upp börn. Hún vann við prjóna- og sauma- skap til að afla heimilinu tekna. „Ég eignað- ist fyrstu prjónavélina og sokkaviðgerðavél þegar við bjuggum í Hveragerði,“ segir hún. „Ég hafði nóg að gera en mig vantaði stærri vél og fór í banka, bað um 400 króna lán en því var hafnað. Þá greip ég til þess ráðs að biðja Sigurð Berentz um lán en hann var okk- ur oft innan handar þegar eitthvað bjátaði á. Hann lánaði mér strax og sagði að ég mætti borga þegar ég væri búin að vinna fyrir því. Ég fór þá að prjóna legghlífar fyrir knatt- spyrnufélög, gerði það í mörg ár og saumaði líka stuttbuxur úr lérefti fyrir félögin. Þessi vinna bjargaði mér alveg og við þetta vann ég þangað til farið var að flytja inn íþróttafatn- að.“ Vann kauplaust á klósettinu og skaffaði allt sjálf Næsti kapítuli í lífi Laufeyj- ar hófst þegar hún fór að vinna í afleysingum á almenningssalernum borgarinnar. Hún byrjaði í húsi við Tjörnina, þar sem Ráðhús- ið er nú, en þar var aðstaða fyrir skautafólk. Seinna vann hún á Miklatúni, í Hljómskála- garðinum, við Hlemm og í Bankastræti. „Ég var flutt af Hlemmi niður í Bankastræti og held að verslunareigendur í biðskýlinu hafi kvartað undan því að ég leyfði börnum stundum að bíða eftir því að komast heim og ég leyfði rónum að sitja inni í hlýjunni þang- að til ég lokaði og gat þá hringt yfir á lög- reglustöð og beðið um gistingu fyrir þá, en það máttu þeir ekki gera sjálfir,“ segir hún. „Þegar ég vann í Bankastrætinu og var að labba heim á kvöldin þurfti ég að ganga yfir Hallærisplanið og sá ástandið á krökkunum þar. 1 Grjótaþorpi var klósett sem tvær gaml- ar konur sáu um en það var hvorki opið á kvöldin né um helgar. Ég hafði samband við borgaryfirvöld og bað um að opnunartíminn yrði lengdur og bauðst til að vinna á kvöldin og um helgar. Því var ekki beinlínis hafnað en gömlu konurnar neituðu, vildu engan ó- þjóðalýð á sín klósett. Þegar þær hættu fór ég aftur af stað og var sagt að ég mætti hafa opið en yrði sjálf að skaffa allt - sápu, kló- settpappír o.þ.h,- og fengi ekkert kaup. Þetta gerði ég hátt á annað ár, hafði opið frá átta á kvöldin til átta á morgnana um helgar. Mað- urinn minn hjálpaði mér við þetta og við sát- um oft bæði niður frá.“ Laufey segist oft hafa séð ruddalegar aðfarir lögreglunnar gagnvart unglingum í miðbænum, bæði þeg- ar hún bjó uppi á lofti í Aðalstræti 16 og í Grjótagötunni. Henni eru eftirminnileg ólæt- in eftir að Tónabæ var lokað en þá var stór- um hópi unglinga hent inn í lögreglubíl, ekið með þau út fyrir bæinn og hent þar út. Hún skrifaði lesendabréf og mótmælti þessum að- ferðum en nokkrum sinnum varð hún vitni að því að krakkarnir áttu ekki upptök að þeim ólátum sem þeir voru taldir eiga sök á. „Ég benti á að nær væri að eyða þeim pen- ingum, sem fóru í að borga lögreglunni fyrir þessa vinnu, í að byggja upp aðstöðu fyrir unglingana. Það var auðvitað það sem vant- aði.“ Þarf að ná upp samstöðu kvenna Eitt af baráttumálum Laufeyjar er húsafriðun í borginni. Hún starfaði í Torfusamtökunum og var ein af stofnendum íbúasamtaka Grjótaþorps en þau berjast fyrir friðun húsa í hverfinu. Samtökin börðust hart gegn því að Fjalakötturinn yrði rifinn og bjuggu til garð á bak við húsið. „Þarna var huggulegt útivistarsvæði þar sem gott var að setjast nið- ur í rólegheitum,“ segir hún og rifjar upp þegar íbúar Grjótaþorpsins settust niður fyr- ir framan gröfuna þegar litla húsið í garðin- um var rifið og garðurinn eyðilagður. „Ég var ekki heima þegar Fjalakötturinn var rif- inn en það vita allir, sem láta sig húsafriðun skipta, hvílíkt stórtjón var að missa hann og fá í staðinn þennan steinkumbalda sem stendur upp við Morgunblaðshúsið." Að lokum er Laufey spurð um Kvennalistann en Laufey og Ragnheiöur Þorláksdóttir sýna frú Vigdísi Finnbogadóttur tré sem þeim tókst að vernda gegn niöurrifi í Grjótaþorpi. Myndin er tekin í garöveislu sem Ragnheiöur hélt í tiiefni af aidarafmæii húss hennar, Hákots. Mynd: Hreinn Hreinsson. vCra i7

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.