Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 21

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 21
^je/ní/ifs/nl séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir ^^ðventan er komin. Hvernig finnst XÆþér það? Sumum okkar finnst að- í^ventan full af veseni. Og eiginlega bara af ofbeldi. Sumum okkar finnst eilífar auglýsingar um jólagjafir og jólaföt og jóla- mat vera óverjandi innrás í okkar eigið líf. En við þurfum ekki að hlýða. Við getum keypt allar jólagjafirnar í júní ef við viljum. Við megum nota aðventuna eins og okkur sýnist. Ef við viljunt nota aðventuna til að fara á tónleika á kvöldin eða hitta vini okk- ar síðdegis þá getur vesenið í hinum ekki bannað okkur það. Ef við kærurn okkur um getur aðventan verið einstakur tími og full af eftirvæntingu eftir jólunum. Við ættum að velja og njóta þess sem við veljunt. Aðventan er í rauninni tími til að hyggja að hamingju okkar. Litur aðventunnar er fjólublár og minnir okkur á að taka til í hjarta okkar svo við höfum rúm fyrir fögn- uð jólanna. Kannski þurfunt við að huga að einhverju sem truflar okkur og ýtir hamingju okkar út í horn eða út um gluggann. Kannski hefur sorgin mætt okkur. Við skipt- umst á um að finna tilfinningar sem við vild- urn ekki finna. Sum okkar sem nutu aðvent- unnar í fyrra gera það ekki núna. Þau kvíða jólunum af því eitthvað sorglegt hefur gerst síðan á síðustu jólum. Jólin eru einstök. Þau eru einstök nteðan þau líða og verða að ein- stökum minningum. Þau eru svo góð og þess vegna verður erfitt að mæta þeirn ef sorgin býr í hjarta okkar. Við verðum einmana ef við geturn ekki tekið á móti þeiin með þeim sem við vorum með áður. Eða ef við eigurn ekki lengur eftirvæntinguna og traustið til lífsins sem varð svo skært og djúpt í hjartanu þegar jólaljósin ljómuðu og sálmarnir óm- uðu. Kristin trú segir okkur að þótt dirnrni í lífi okkar munu jólaljósin aftur ljóma í hjarta okkar. Hún býður okkur að treysta því á að- ventunni. Hún segir okkur að kallið um að kaupa og kaupa sé ekki bara kall um að æs- ast og bruðla. Það er líka boð um að gleðja. Það er okkar að fara með þetta eins og okk- ur sýnist sjálfum. Og kallið um að nota pen- inga á aðventunni er ekki bara kall um að kaupa heldur líka um að gefa þeirn sem þarf að gefa og gleðja af því þau líða einhvern skort. Aðventan í fjólubláa kjólnum sent býður okkur að tala um okkar eigin ham- ingju, býður okkur að fela aðra inni í ham- ingju okkar. Hún býður okkur að umvefja þau með bænurn okkar sem finna ekki ham- ingju sína á þessum jólum. Hún segir okkur að bænin sé niáttug og hlý, rnjúk og og full af alúð. Hún segir að bænin sé lögð í hendur Guðs sem leggi hana blíðlega um þau sem við biðjurn fyrir til að vernda þau og upp- örva. Við felum þau sem við biðjum fyrir í umhyggju Guðs. Og við fáum sjálf umönnun annarra sem tala um okkur við Guð. Þetta er svona allt árið um kring. Eg sat um daginn með konum sem voru að tala um hvað þær vildu helst geta gefið sjálfum sér í jólagjöf. Þær vildu helst fá eitthvað sem fyllti alla daga ársins af því trausti og eftirvænt- ingu sem þær fyndu svo oft á aðventunni. Eitthvað sem kenndi þeim að eyðileggja ekki frið daganna með óþarfa fimbulfambi út af litlu eða engu. Eitthvað sem kenndi þeint að treysta því að friðurinn sé stundum fólginn í óró. Svo þær treysti því að stundum sé óró- leiki þeirra í rauninni til þess að eitthvað gott fái framgang. Þær langaði að greina á inilli þess óróleika sem væri óþarfi og hins sent væri óhjákvæmilegur. Ég dró fram orðin hans doktors Þóris Kr. Þórðarsonar kennara míns í guðfræðideildinni. Friðurinn er ekki það, sagði hann, að við mættum öll leggjast í dúnsæng. Friðurinn er það að kraftarnir fái framgang. Þess vegna er talað um frið barátt- unnar í Biblíunni. Þarna sátum við, hópur af konum, sem all- ar vildum njóta lífsins og nota það, okkur og öðruin til góðs. Við töluðum um hamingju okkar og undarlega erfiðleika við að hernja hana í höndum okkar. Unt allar truflanirnar sem sumar væru svo innilega óþarfar. Um samviskubitið og sektarkenndina og skort- inn á samræmi. Við töluðum líka um friðinn og frelsið og fögnuðinn sem við eigunt stundum og vildum eiga alltaf. Við vildunt líka eiga hann í órónni sem við gætum vel borið, bara ef við vissum að það væri góð og gagnleg óró. Og við töluðum um femínis- mann. Öll þessi undursantlegu F sem Guð hefur gefið okkur. Við töluðum um Frelsar- ann. Frelsarann sem kont á jólunum til að frelsa allar manneskjur úr þeiin fjötrum sem þær eru sífellt að leggja á sjálfar sig. Þær binda sjálfar sig með því að opna hugann aftur og aftur fyrir sömu sektarkenndinni og ganga í dag inn í sama skortinn á samræmi og í gær. Það er hægt að losna. Það er hægt. Það er hægt. Það er fagnaðarerindi jólanna. Við eigum Frelsara. Hann er Guð sent kom, hún sem skapaði kom og varð líka Frelsari. Hún frelsar okkur með því kenna okkur að skapa með sér. Dag eftir dag megum við finna frelsi okkar í því að skapa með henni. Skapa umhyggju við gamla vináttu, vinsam- leg samtöl við ókunnuga, kvöldmatinn heirna, gott dagsverk, sátt við það að þrátt fyrir allt varð lítið úr tíma okkar og fyrir- gefningu við sjálf okkur þótt okkur mis- heppnaðist eitthvað sem átti að takast Eg óska þér góðrar aðventu og gleðilegra jóla og nýs árs með vaxandi trausti í ham- ingjunni sem Guð vill endilega gefa þér. Gleðileg jól. Vöggusængur, vöggusett. Póstsendum SkólavörOustís 21 Sími 551 4050 Reykjavík 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.