Vera - 01.12.1997, Page 48

Vera - 01.12.1997, Page 48
9 ólabækurnar Ulfabros Ljóöabók eftir Önnu Valdimarsdóttur Útgefandi: Forlagið 1997 Mér finnst að Ijóðabókin Úlfabros eftir Önnu Valdimars- dóttur heföi getað haft undirtitilinn Ég er kona, að skrifa um konu, frá konu, til konu. Svo mjög finnst mér hún bera þess merki að vera sprottin úr hugarheimi konu. Þetta er ekki sagt til að draga úr gildi Ijóöanna, heldur einungis til að skerpa á því sem mér finnst einkenna þau, og þaö þýðir heldur ekki að þau eigi aöeins erindi til kvenna. Þau eru einlæg og opinská og þaö er auðvelt að samsama sig hinu fjölbreytta tilfinningalitrófi sem þau birta og viöbrögðum konunnar viö því sem hún mætir í hversdagslegu amstri og samskiptum við börn og maka. En fyrstu tvö Ijóöin gefa hins vegar til kynna að viöbrögðin gætu verið önnur ef hún væri eöli sínu trú. Samanber fyrsta Ijóðiö sem ber heitiö Úlfabros. Bros þess sem veiöir bros þess sem hleypur villtur, frjáls bros þess sem spangólar aö fullu tungli. Hví skyldu konur ekki brosa? Úlfabrosum. Líka það næsta. Rödd konu. Hún rís upp á afturfæturna og lætur í sér heyra. Þessi tvö Ijóð, svo og nafn bókarinnar, finnst mér hafa beina skírskotun til bókar Clarissu Pinkola Estés, Women Who Run With the Wolfes. Þar segir hún að sér- hver kona fæðist með frumeðli hinnar villtu konu, en að konan sem „tegund" sé í útrýmingarhættu vegna þess að samfélag, siöir og venjur hafi frá örófi alda þrúgað og bælt þetta frumeöli. Og innan á þókarkápu þeirrar bók- ar segir í lauslegri þýðingu undirritaörar: „aö án hinnar villtu konu (í okkur sjálfum) verðum við eins konar nytja- dýr, kjarklausar, rændar sköpunarmætti, fjötraðar". Strax í þriöja Ijóðinu kemur þetta fram. Nútfmakonan þlygðast sfn fýrir að hafa áhuga á þvf sem Sþrottiö er af einni frumhvöt manneskjunnar, kynhvötinni. Konur eiga ekki og mega ekki láta f Ijósi slíkan áhuga. Ljóöiö lýsir vandræöaganginum sem hlýst af því að konan, sem er að kaupa í matinn, lætur undan forvitni sinni á að glugga i þlað sem fjallar um þessa forboönu hluti. Síð- an eru Ijóöin Pollyanna og Uþplitsdjörf. Þar er hvatning- in til að gera það sem hana langar til, hvaö sem öðru líður. Hún þarf ekki að sýnast neitt annað en hún er. Þannig einkennast Ijóðin f heild af innri báráttu konunn- ar. Baráttunni milli þess að gera það sem aðrir ætlast til af henni og þvf sem hana sjálfa langar til að gera. Særindunum yfir því að vera misnotuð og gremjunni yfir þvf að fara ekki eftir því sem innri rödd og þetri vitund segja. Baráttunni milli hinna tveggja kvenna sem búa í einni. Þeirrar sem hlustar á eðlisávísunina og hinnar sem hefur látið mótast af uppeldi og kröfum umhverfis og tíma. Bókin skiptist í fimm kafla og má greina áherslumun eöa blæbrigðamun milli kaflanna, þótt undirtónninn og megintemaö sé þaö sem fyrr greinir. í fyrsta kaflanum, sem þer heitið Konur, gætir ákveðinnar kerskni og kald- hæðni, eins og f kvæðunum Hjátrú og Köld eru kvenna- ráö. En undir yfirboröinu er angistin. Kona, af hverju ger- iröu þetta?. Líf og starf er yfirskrift annars kafla. Þótt óöryggiö og viðleitnin til að finna hina „réttu" fmynd konu sé enn til staðar f þessum Ijóðakafla, þá finnst mér gæta meiri áræðni og sáttar sem jaðrar við kæruleysi, en jafnframt meiri sjálfsáskorunar um aö hlú að eigin innri köllun og sköpunarkrafti. Svo kemur kaflinn Tfmamót. Hér talar kona sem er far- in að gera upp hlutina, lítur til baka og veit aö hún hef- ur látið ráöskast meö sig og misbjóða tilfinningum sfn- um, en er farin aö gera sér Ijóst að hún mun ná valdi á þeim, hún er enn hrædd við að taka áhættu. Hún er ekki tilbúin aö hleypa út sársaukanum, en hún veit að hún þarf að gera þaö. Henni vex ásmegin. I fjóröa kaflanum, Uppgjöri, beinist athyglin gagngert að samskiptum og uppgjöri við ákveðinn einstakling. Það er persónulegt uppgjör konu viö ástvin sem hefur brugðist. Hann hefst á kvæðinu Karlmennsku, sem mér finnst einna besta kvæðið í bókinni. Það er óhlutbundið en táknrænt fyrir innihald þeirra Ijóöa sem á eftir koma. Táknrænt fýrir þann sem ryðst áfram, knúinn af vissunni um eigið ágæti og fær jafnvel hrós og aödáun annarra fýrir atorkuna. Hann eirir engu. Jafnvel það sem fékk hann til að breyta stefnu sinni um stund, kremur hann og særir nær til ólífis. En það kemur aö þvf að bjargið stöðvast. Það kemur aö þvf að sá sem ofbýður samferða- fólki sfnu, situr eftir einn með hrunda sjálfsmynd og þá er of seint aö iörast. En konan, sem hafði trúað og treyst, umborið og fýrir- gefið og reynt að skilja f hið óendanlega, losnar úr ánauð- inni. Loksins skilst henni að hún verðskuldar þaö frelsi sem henni haföi veriö gefið f vöggugjöf og hún dansar f fögnuöi yfir frelsi sfnu. Sársaukann hefur hún losað úr örjósti sfnu. Hann liggur þundinn á stofuþorðinu, - en hann er ekki farinn úr húsinu. Nú dansa ég aftur á eldhúsgólfinu. Sársauki minn liggur bundinn inni á stofuborði. Ætlar hún aö geyma hann þar? Þetta Ijóð skilur mann eftir f spurn, enda heitir kvæðið Ljóöahandrit. Það gæti gefiö til kynna að efniö sé ekki alveg frágengið. Síðasti kafli bókarinnar heitir Ástin. Konan hefur fund- ið ástina aftur. Ástarhrifningin, lostinn og erótfkin fá að leika lausum hala. Eða hvað? Er ekki eins og enn og aft- ur, þrátt fyrir fengna reynslu og meðvitað frelsi og ásetn- ing um að láta það frelsi aldrei af höndum, lúri undirgefn- in og þessi tilhneiging til aö gefa sig öörum? Sbr. Ijóðið í þínar hendur... Það fer ekki hjá þvf að þessi yfirskrift leið- ir huga minn beint að orðum Krists á krossinum: „Drott- inn, f þínar hendur fel ég anda minn". Hvað er konan að gera? Hefur hún aftur játast undir vald karlmannsins, sem má refsa henni ef hún er honum ekki að skapi? „Maður, f þínar hendur fel ég Iff mitt og ráð?!" Hún tínir saman vönd úr greinum og grasi. Nálgast hann meö vönd f útréttri hendi. Þetta máttu eiga til aö hirta mig meö. Þorbjörg Daníelsdóttir STOFNAÐ 1952 Ömmuflatkökurnar eru alltafjafn ómótstœðilegar! Allt frá 1952 hafa Ömmuflatkökurnar verið ómissandi grunnur fyrir uppáhaldsálegg landsmanna, jafnt stórra sem smárral Ömmuflatkökur... ...grunnurinn að ! góðum bita. 1 i í <

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.