Vera - 01.12.1997, Page 52
BRIO
Áfram stelpur!
Notum atkvæöi okkar og
kjósum okkar konur í prófkjöri
R-listans 31. janúar n.k.
Uppstillingarnefnd Kvennalist-
ans hefur lagt fram lista meö
7 nöfnum til prófkjörs R-list-
ans. Þar fer eins og nærri má
geta fríður hópur Kvennalista-
kvenna á öllum aldri með ólík-
an bakgrunn og reynslu, á-
samt fulltrúa óháðra ofan af
Kjalarnesi.
Drífa Snædal, formaður
Iðnnemasambands íslands.
Guðrún Erla Geirsdóttir,
myndlistarkona.
Kristín Blöndal, myndlistarkona.
Ragnhildur Helgadóttir, bóka-
safns- og upplýsingafræðingur.
Sólveig Jónasdóttir, útgáfu- og
kynningarfulltrúi Starfsm.fél.Rvk.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi.
Kolbrún Jónsdóttir, hrepps-
nefndarmaöur á Kjalarnesi.
Sálin vaknar
SKÁLDSAGA EFTIR KATE CHOPIN.
íslensk þýöing: Jón karl Helgason.
Útgefandi: Bjartur 1997
Tæp öld er síðan skáldsaga Kate Chopin Sálin
vaknar (The Awakening, 1899) kom fyrst út í
Bandaríkjunum og hlaut svo harkalegar viðtökur aö
rithöfundarferill Chopin var þegar á enda. Sagan af vit-
undarvakningu Ednu Pontellier (eöa af því hvernig sál
hennar vaknar, eins og þýöandi oröar þaö svo fallega)
þótti hneykslanleg og beinlínis hættuleg lesning fyrir kyn-
systur höfundarins og fór svo fýrír brjóstiö á góðborgur-
um þessa tíma aö Kate Chopin fann enga útgefendur fyr-
ir sföari verk sín.
Þetta er saga af ungri eiginkonu og móöur tveggja
sona, sem lániö virtist leika viö á öllum sviöum. Hún býr
viö félagslegt og efnahagslegt öryggi og viröist ekkert
skorta. Rjótlega kemur þó f Ijós aö þaö er einmitt djúp-
stæöur skortur sem þjáir Ednu Pontellier; skortur á
sjálfsmynd sem hún getur samsamaö sig meö, skortur
á djúpum tilfinningum og sannri upplifun á tiiverunni.
Þaö er þetta sem sagan
fjallar um; uppgötvun
Ednu Pontellier á þvf hver
hún er og vakningu tilfinn-
inga og kennda sem hún
vissi ekki áöur að hún
byggi yfir. Eöa eins og
segirframarlega f bókinni; „Frú Pontellier var meö öörum
orðum farin aö skilja stööu sfna f heiminum og samband
sitt við innri og ytri tilvist sína" (19).
Þetta er þvf saga af sjálfsmyndarleit, sem er gamal-
kunnugt þema úr bókum kvenna allt fram til okkar tíma,
saga af konu sem sættir sig ekki viö þaö hlutverk sem
samfélagiö hefur úthlutaö henni ogvill lifa lífinu á fyllri og
rfkari hátt. Og þessi saga er sögö af miklum skilningi,
hlýju og listfengi, sem Jón Karl Helgason hefur náö vel
að fanga f þýöingu sinni. Sú vakning sem textinn lýsir
gerist hægt og bftandi, verður viö lesturinn um leið vakn-
ing lesandans sem skynjar breytinguna á Ednu Pontelli-
er hægt og sígandi, líkt og hún sjálf:
Henni var aöeins Ijóst að hún sjálf - sú sem hún var
þessa stundina - var á einhvern hátt ööruvfsi en sú sem
hún hafði verið. Aö hún sæi heiminn með öörum augum
og væri óðum aö kynnast innra meö sér nýjum vfddum
sem gæfu umhverfinu annan og ólíkan blæ - enn haföi
hún ekki minnsta grun um aö svo væri (52).
Þetta er saga sem gerist að miklu leyti á tilfinninga-
sviðinu og f frásögninni fléttast á þvf sviöi saman mann-
legar kenndir og ástríöur, annars vegar, og listin - mynd-
listin og tónlistin - hins vegar. Auðvelt er aö gefast þess-
um texta á vald í Ijóörænu hans, myndvísi og táknræn-
um skírskotunum.
En efniö þótti, eins og áöur er sagt, eldfimt. Vakning
Ednu Pontellier leiöir til þess aö hún vill eiga sig sjálf,
ráöa lífi sfnu sjálf og hvorki vill né getur fórnaö sjálfi sfnu
I annarra þágu. Hún léti gjarnan Iff sitt f sölur fyrir syni
sfna, útskýrir hún fyrir vinkonu sinni, en hún getur ekki
fórnaö þeim sjálfi sínu. Þess konar hugsanaháttur var
framandi I þvf samfélagi sem bókin lýsir og til að geta
haldiö honum til streitu þarf sterk bein eöa eins og
Mademoiselle Reisz, vinkona frú Pontellier segir:
Fugl, sem ætlar aö svffa ofar heföum og fordómum,
veröur aö hafa sterka vængi. Þaö er sorglegt aö
sjá gerpin flögra særö og örmagna til jaröar
(105).
Þessi mynd kallast á viö mynd af vængbrotn-
um fugli sem „baröist áfram uppi á himninum,
sveimaöi, flögraöi, hringsólaöi örkumla niöur aö
vatnsfletinum" (145) yfir söguhetjunni þar sem
hún syndir til hafs f bókarlok. Endalokin eru því
tragísk, þegar sá sem stuðlaöi mest aö þvi aö
sálin í Ednu vaknaöi hopar af hólmi eöa svfkur
velur hún dauöann. Hún er ný kona, hann er full-
trúi samfélagsins og karlveldisins og þorir ekki
að fljúgja meö þeim fugli sem hann hefurvakið til
flugs.
Þessi bók ætti aö vera öllum konum og bók-
menntaáhugamönnum skyld og Ijúf lesning - og
henni fylgir greinargóöur eftirmáli þýöanda þar
sem meira er sagt frá verkinu og höfundi þess.
Soffía Auöur Birgisdóttir
fyrir litla krakka
Kerrur,
burðarrúm,
hjólagrindur,
vagnar,
baðborð,
föt,
þroska leikföng,
bílastólar,
rúm og margt fleira,
Góð merki
brevi hauck
SíSumúla 22, sími: 581 2244