Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 15
ritmennt
ISLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE
Eftir Norðurlandadvölina 1850-52 vann
Willard Fiske sem bókavörður í Astor-safn-
inu í New York til ársins 1859. Þá var hann
um tíma sendifulltrúi Bandaríkjanna í Vín.
Arió 1868 var honum boðin staða við ný-
stofnaðan háskóla í íþöku, Cornell-háskól-
ann, en hann var stofnaður af milljónamær-
ingnum Ezra Cornell, og kom sameiginleg-
ur vinur þeirra Fiske einnig verulega að
stofnun hans, Andrew White, sem varð
fyrsti rektor skólans. Síðar átti hann eftir að
veita Fiske dyggan stuðning bæði í blíðu og
stríðu. Fiske var brautryðjandi í málefnum
bókasafns háskólans, og átti það eftir að
blómstra í höndum hans á næstu áratugum.
Hann þótti jákvæður og metnaðarfullur
bókavörður, og óx ritalcostur safnsins gríð-
arlega á meðan hans naut við. Til þess var
tekið að hann hélt safninu lengur opnu á
hverjum degi en tíðkaðist í nokkrum öðrum
háskóla í Bandaríkjunum á þessum tíma,
eða níu tíma á dag. Hann kenndi norræn
mál jafnhliða störfum sínum við bókasafnið
og varð fyrstur manna til að kenna Norður-
landamál á háskólastigi í Bandaríkjunum.
Orð fór af háskólanum hér á landi, og segir
í Þjóðólfi 27. apríl 1875: „[...] Háskóli þessi
ætti sjerstaklega að verða þekktur á íslandi
fyrir þá sök, að þar á vinur þjóðernis vors,
tungu vorrar og bókmennta, prófessor
Fiske, aðsetujr]."
Fislce slcrifaði margar greinar um Island í
erlend blöð, og voru þær einatt jálcvæðar.
Hann valcti með því athygli enslcumælandi
manna á landi og þjóð. Fólk undraðist kunn-
áttu hans á fornum íslenskum bókmennt-
um. Hann viðaði að sér mörgum ferðalýs-
ingum frá íslandi, en á þessum tíma höfðu
ferðalög og ferðabækur milcil áhrif á hugs-
Frá Cornell-háskólasvæðinu.
Mynd úr fórum Fiske.
anagang manna og jafnvel á vísindavinnu,
bólcmenntir og listir og juku víðsýni fólks.
Hann kynnti sér Northern Antiquities frá
1847, fræga ritgerð eftir Carlyle um nor-
ræna goðafræði.1 Hann las þýðingar George
Webbe Dasent á Islendingasögum, sam-
vinnuþýðingar William Morris og Eirílcs
Magnússonar og þelclcti einnig margar þýð-
Mynd úr fórum Fiske.
Séð yfir Cayuga-vatnið frá Cornell-háskólanum.
1 Bogi Th. Melsteð. Willard Fiske: æfiminning.
Kaupmannahöfn,- Hið íslenzka bókmentafjelag,
1907, bls. 5.
11