Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 59
RITMENNT
NÆR MENN ÞVINGA EITT BARN
Tveimur árum síðar (1887) heldur sr. Páll Sigurðsson (1839-
87), prestur í Gaulverjabæ, predikun þar sem hann fjallar um
kristilegt barnauppeldi. Þar telur hann höfuðgalla á barnauppeldi
þann að foreldrar hirði ekki nóg um að þroska börn sín í átt til
andlegs sjálfstæðis. Hann segir að fyrir nokkrum mannsöldrum
hafi menn misskilið lcristnina þannig að hún ætti að vera trú dep-
urðar og hryggðar, ungmenni hafi fengið lítið af tilsögn, en þeim
mun meira af hirtingum. Nú muni þessar kenningar vera farnar
að fyrnast í útlöndum, en hér hafi þær verið langgæfari sökum
þess hve þjóðin er afskekkt. Hann áminnir foreldra um að kefja
ekki niður saklausa glaðværð ungmenna og minnast þess að það
sé einmitt á þessum tíma sem drög séu lögð að menntun þeirra
og þroska. Ef hann sé ekki nýttur sé hætt við að ungmennið verði
staðnað gamalmenni áður en það nái þrítugsaldri.
Eins og áður er sagt er ætlað að það hafi verið Olavius sem
benti Jóni á lcvæði Tullins og hvatti hann til að þýða þau. Held-
ur er ósennilegt að það sama gildi um rit Basedows. Það sem
mælir á móti því er einkum tvennt. í fyrsta lagi er næsta ólíklegt
að Jón tali um Olavius sem liinn „veleðla og háttvirðandi herra",
sá titill gæti hins vegar átt við Jón Eiríksson. Á móti lcemur að
Jón Eiríksson og félagar hans í Lærdómslistafélaginu virðast hafa
furðu lítinn áhuga á uppeldis- og menntamálum, en Jón var for-
seti félagsins allt frá stofnun þess 1779 til dauðadags 1787. Af
heildarefni Félagsritanna, sem félagið gaf út á árunum 1781-98,
uemur umfjöllun um þau efni einungis 3,4%.20
I öðru lagi er eina almenna fræðsluritið alþýðu til handa sem
gefið var út í Hrappsey svo gamalt og úrelt að furðu sætir. Og að
þeirri þýðingu var Olavius óyggjandi hvatamaður. Þar var um að
ræða rit Gotfrieds Schultze, Ny-Yferskodud Heims-Kringla, út-
gáfa frá árinu 1673. Hún hafði verið þýdd af sr. Gunnlaugi Snorra-
syni, og segir hann í formála sínum að þýðingunni að hún hafi
verið unnin að heiðni Olaviusar. En þegar sá síðarnefndi hvarf frá
prentsmiðjunni til útlanda tók hann bæði þýðingu og frumrit
með sér. Slíkur fengur þótti þó að bókinni að Gunnlaugur þýðir
hana aftur að beiðni Boga Benediktssonar og kom hún út árið
1779. Meginefnið er landafræði og saga. Sagan nær fram að 1670,
20 Helgi Magnússon: Fræðafélög og bókaútgáfa, bls. 193.
55