Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 23

Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 23
RITMENNT kvennaskóla, því við Cornell háskólann einan hefir einn maður gefið á aðra millión króna til mentunar konum.11 Fiske var áhugasamur um menningu og stöðu hennar í sveitum landsins, en hann hafði einnig áhuga á framleiðslu og afkomu manna. Akureyringar riðu með honum inn í blómlegar sveitir Eyjafjarðar. Hann áttaði sig skjótt á að töggur var í bændum og fram- farahugur þeirra og vinnusemi fór ekki fram hjá honum. Hann áttaði sig líka á að tækni nútímans hafði ekki haldið innreið sína í búskapinn og lagði ýmislegt til sem hann hélt að yrði til bóta við framleiðsluna. Hann sá strax að bændur voru verr búnir tólum og tækjum en bændur heima í New Yorlc-fylki. Blaðið getur ennfremur þessarar ferðar: Mikið þótti herra Fiske varið í jarðabætur Egg- erts Gunnarssonar á Staðarbygð, og kvað þvílíkt fagurt dæmi til eptirbreytni, og sagði þetta hið mesta mannvirki er hann hefði séð á Islandi, en ill og brosleg þótti honum undirtekt ráðgjafa Is- lands í þessu máli, enda mun hún ævarandi hautasteinn um vit og velvilja ráðgjafans til vor Islendinga og framfara landsins.12 I fásinninu var vel þegið að fá gest sem þennan. Fólk skynjaði líka að hann var gagnkunnugur framförum og uppgötvunum nýrra tíma. Hvar sem hann kom vildu menn gera honum gott. Á bæjunum var það besta sem til var framreitt og í þéttbýlun- tnn, Akureyri og Reykjavík, eru honum haldnar veglegar veislur. Og enn segir Norðlingur: Þann 26. f.m. var gesti vorum haldin veizla af bæjarbúum í húsi gestgjafa L. fensen. Mælti rit- stjóri Norðlings fyrst fyrir minni prófessors Will- ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE ard Fiske; svaraði herra Fiske þeirri tölu á prýði- legri íslenzku og af miklum vinarhug til vor Is- lendinga og bókmenta vorra. Þá hélt verzlunar- stjóri Eggert Laxdal ræðu fyrir Bandaríkjunum og bókbindari Friðbjörn Steinsson fyrir samferðar- manni prófessorsins, Mr. Arthur M. Reeves, og mæltist þeim báðum vel. Mr. Reeves er cand. phil. og lærisveinn herra Fiske, hinn þýðlegasti í viðmóti, fluggáfaður og vel að sér. Hann gefur út blað, er „Palladium" heitir, í bænum Richmond í Indíana, hann er prentsmiðjueigandi og vinna hjá honum nálægt 40 prentarar dag hvern. Mr. Reeves talar furðanlega vel íslenzku eptir svo stutta dvöl hér í landi, og er landi voru hinn vel- viljaðasti. Hann tekur ljósmyndir af ýmsum merkum stöðum á leið sinni. - Öll veizlan fór prýðilega fram og var hin ánægjulegasta.13 Fislce hafði líka áhuga á samgöngum aulc landbúnaðar eða tælcni. Hann sá að Islend- ingar voru almennt á eftir í tækniþróun og kom auga á ýmsa möguleika til framfara. Var hann leiddur um Akureyri og skoðaði meðal annars Glerá og áleit vatnsaflið hent- ugt fyrir verlcsmiðjur og mundi næsta lítill tilkostnaður þurfa að verða á því að nýta vatnskraftinn „ ... og mun hann oss hér sem annars hin bezta aðstoð og hjálp..." er haft eftir Akureyringi. Menn bundu miklar von- ir við athafnasemi hans og góð ráð, einkum fjárráð. Það var þá ekki raunsætt því að á þessum tíma var fjarri því að Fiske væri auðugur. Einangrunin fannst Fiske væri hamlandi fyrir þjóðina, og hann vildi koma henni í samband við umheiminn. Um rit- símasamband við íslaird um Skotland skrif- aði hann greinar í erlend blöð eftir heim- sóknina. 11 Noiðlingur 11.8. 1879, dálkur 183. 12 Norðlingui 11.8. 1879, dálkur 183. 13 Norðlingur 11.8. 1879, dálkur 183. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.