Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 106

Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 106
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON RITMENNT gamlan söng fáeinir. Enginn þekkir eða kann nokkur lystileg framandi lög eða tóna. Til þess þykir ei heldur lcoma og fáir hafa skemmtun af því. Fáeinir hafa nýlega lært tvo eða þrjá líflega tóna eða lög. Til dægrastyttingar hafa menn ekki annað en vinnu sína, nema fáeinir sem hafa sögur og marklitlar rímur. Skrifandi eru hér um bil 60, þar af 10 kvenmenn. Flestir af þeim er fólk á yngra aldri, í sóknunum eru þó alls 468 manneskjur, freklega helmingur af kvenfólki. Siðferði er ekki í lakasta rnáta, en ekki heldur í betra lagi. Sjálfsagt er það að í sumu er því ábóta- vant, svo sem lausmælgi eða kvisi og óhlýðni við yfirboðara. Orsakast það mest af drottnandi sjálf- birgingsskap sem Dýrfirðingar fremur öðrum hafa haft orð fyrir. En þó er meining mín að það síðast nefnda fari heldur batnandi. Ekki má held- ur telja alla seka af því fyrrnefnda. Um upplýsingu er það að segja að hún er í minnstum framförum í Mýrasókn. Þar eftir fer trúrækni og þekking trúarbragðanna. Varla má finna í þeirri sókn, að undanteknum tveim bæjum, nokkrar nýjar bækur. Allstaðar eru þeir gömlu söngvar brúkaðir og gamlir lestrar, og í kirkjunni fæst ekki annað sungið en Grallara- sálmar. í hinum sóknunum er með ánægju sungið altíð í nýju sálmabókinni, og hún og nokkrir eldri sálmar í heimahúsum, og víða í þeim sóknum eru brúkaðar Sturms hugvekjur. Þó má ekki annað segja en að í þessum sóknum finnast nokkrir sérlega vel að sér í sínum kristin- dómi, aðrir bera meiri umsorgun fyrir því jarð- neska og þykir það meir áríðandi. í Sæbólssókn er það kirkjuræknasta fólk og siðsamt á sam- fundum. Enginn er hér læknir nema sá Districts chir- urgus [þ.e. héraðslæknir] sem settur er af konungi og býr á Isafirði. Yfirsetukonur, yfirheyrðar og eið- svarnar, eru hér engar, en þrjár eru sem brúkaðar eru til að hjálpa konum í barnsnauð ... Sjúkdómar eru hér fáir en holdsveiki, fyrir utan kvefsóttir, er hér algengust. Er það meining manna að það orsakist helst af illa verkuðu fiskifangi sem víða er brúkað mest matar, nefnilega fyrir annars máls mat og miðdags. Lækningar eru hér engar við þann sjúkdóm hafðar, né aðra veiki, en alltof margir hafa of mikla trú eða traust á blóðtökum. (Tilv. rit, 91-93.) Þjóðmálin Síra Jón lét sig þjóðfrelsismálin varða. 18. ágúst 1844 sendi hann ásamt Guðmundi Brynjólfssyni á Mýrum bréf til þingmanns- efnisins Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri þar sem þeir votta honum hollustu sína og óska eftir að hann lcomi vestur á firði svo að þeir geti náð tali af honum.4 Áhugi síra Jóns á þjóðmálunum hefur verið ósvikinn. I bréfasafni Jóns forseta í Þjóðslcjalasafni eru varðveitt tvö bréf til lians frá síra Jóni.5 Þau eru bæði skrifuö á Gerðlrömrum. Hið fyrra, dagsett 17. ágúst 1846, hefst á þessa leið: 4 Sjá Guðjón Friðriksson, fón Sigurðsson I, 333. Sbr. einnig Lúðvík Kristjánsson [Vestlendingar II, 123-26), sem prentar bréfið og segir jafnframt: „Svo er að sjá sem síra Jón á Gerðhömrum og Guð- mundur Brynjólfsson bóndi á Mýrum hafi verið fyr- irliðar Dýrfirðinga í þjóðfrelsismálum og mestir áhugamenn þeirra i þeim efnum í þann mund, sem Alþingi var endurreist. Báðir mæta þeir á fyrsta kjörfundinn á Skutulsfjarðareyri og kjósa Jón" (124). Þetta eru greinilega fyrstu samskipti þeirra nafnanna því bréfritarar hefja erindi sitt á þessa leið: „Vér vonum að þér misvirðið ekki að vér ókunnugir skrifum yður þessar línur." - Guð- mundur var sonur Brynjólfs Hákonarsonar hrepp- stjóra á Mýrum sem nefndur er £ æviágripi síra Jóns (sjá bls. 120 og nmgr. 67) og i Draumkvæði síra Jóns (sjá Viðauka II). Guðmundur var fæddur á Mýrum 1812 og tók við búinu þar 1837. Árið áður hafði hann kvænst Guðrúnu Jónsdóttur frá Sellátrum í Tálknafirði. Guðmundur var bóndi á Mýrum í lið- lega 40 ár, hreppstjóri í 16 ár, sáttanefndarmaður og meðhjálpari í yfir 30 ár og forsöngvari í Mýrakirkju. Þá stundaði hann útgerð um langt skeið. Árið 1873 var Guðmundur sæmdur dannebrogsorðunni. Hann andaðist 1878. Um Guðmund Brynjólfsson á Mýrum sjá: Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk 900-1900, einkum bls. 181-83 og 220. 5 ÞI. Einkaskjalasafn. E. 10, nr. 8. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.