Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 79
RITMENNT
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
Til samanburðar skal tilgreind 2. grein í sambandslögum
UMFÍ frá 1908:
Þessi er stefnuskrá ungmennafélaga Islands:
1. Að reyna af alefli að vekja löngun með æskulýðnum til þess að vinna
að frelsi, framförum og heill sjálfra sín og annarra, af sarnást á mönn-
unum.
2. Að temja sér að beita starfskröftum sínum innan félags og utan.
3. Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem
þjóðlegt er og alíslenslct, svo framt að það horfir til gagns og sóma ís-
lensku þjóðinni. Sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa
móðurmálið.43
Starf íslenzku og norsku ungmennafélaganna að málrælctarmálum
var með nokkuð mismunandi hætti, vegna þess að barátta fyrir
framgangi nýnorsku var mörgum norskum félögum hjartans mál.
Ekki var um neitt fyllilega hliðstætt baráttumál að ræða meðal ís-
lenzku félaganna, en þau lögðu mikla áherzlu á málvöndun.
Athyglisvert er, að þjóðlegir búningar ltoma við sögu bæði ís-
lenzku og norsku ungmennafélaganna. Nefna má, að stofnendur
UMFÍ báru litklæði á stofnfundinum á Þingvöllum að fornum
sið. En þegar fram í sótti, gætti þessa búningaþáttar minna. í
Noregi var aftur á móti lögð veruleg áherzla á þjóðbúningaþátt-
inn, enda var mikil hefð fyrir þeim þar í landi, ólíkt því, sem hér
gerðist. Iðlcun þjóðdansa var og mikilvægari þáttur í starfi
norsku félaganna en hinna íslenzku.
í þeim þáttum í starfi ungmennafélaganna norsku og ís-
lenzku, sem bundnir voru í lög þeirra, birtast áhrif hugmynda-
fræði Grundtvigs greinilega. Hér er vitaskuld á það að líta, að
ýmis viðhorf, sem eru í anda Grundtvigs, ber ekki að rekja ein-
göngu til áhrifa hans. Áherzlan á þjóðrækni og þjóðleg gildi auk
áherzlu á kristilegt siðferði og mikilvægi alþýðufræðslu eru allt
grundtvigsk einkenni, sem voru þó vissulega ekki nýstárlegir
hugmyndaþættir á þessum tíma.
Ýmsir áherzluþættir í starfi íslenzku ungmennafélagshreyf-
ingarinnar á upphafsskeiði hennar, frarn á þriðja áratug aldarinn-
ah voru ekki bundnir í lög félaganna, a.m.k. ekki með rnjög
42 Mona Klippenberg: Folkeleg opplysning pá fullnorsk grunn, bls. 42.
43 Gunnar Kristjánsson. Ræktun lýðs og lands, bls. 33.
75