Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 103
Þórður Ingi Guðjónsson
RITMENNT 9 |2004) 99-133
„beitt sá hafði björt-
um andans vigri"
Sighvatur Borgfirðingur ritar æviágrip síra Jóns
Sigurðssonar (1787-1870) „upp úr sjálfum honum"
T ón Sigurðsson, síðast prestur á Söndum í
I Dýrafirði, var fæddur í Vatnsfirði árið
1787. Hann var sonur Sigurðar sýslumanns
Guðlaugssonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Hafði Guðrún verið þjónustustúlka hjá
prófastshjónunum, foreldrum Sigurðar, í
Vatnsfirði. Fram til átta ára aldurs ólst Jón
upp hjá móður sinni og föðurforeldrum þar
í firði, en Sigurður faðir lians liafði farið
utan til náms áður en Jón fæddist.
Átta ára gamall fluttist Jón með móður
sinni að Eyri í Seyðisfirði til Guðbjargar,
móður Guðrúnar. Þar bjuggu mæðginin í
þrjú ár. Þá fluttu þau að Hvítanesi til Einars
Magnússonar, en Guðrún giftist honum ári
síðar (1799). Á veturna frá þrettán til sextán
ára aldurs var Jón að námi lijá Guðlaugi
Sveinssyni afa sínum í Vatnsfirði. Eftir það
var hann sendur suður til Rcykjavíkur í
Hólavallarskóla. Árið 1805 var slcólinn
fluttur að Bessastöðum og þaðan varð Jón
síðan stúdent 1809 með glæsilegum vitnis-
burði. Að þeim áfanga loknum bjó Jón á
Hvítanesi hjá móður sinni, en stjúpi hans
lést um haustið 1809. Jón kvæntist árið
1812 prestsdótturinni Þórdísi Þórðardóttur
Þorsteinssonar. Þau eignuðust þrjú börn:
Sigurð (f. 1812), fórst af slysförum á 18. ári,
Guðbjörgu (f. 1815), giftist Jörundi Gísla-
syni, og Sigurð yngri (1832-70).
Vorið 1814 fluttist Jón að Eyri í Seyðis-
firði í annað sinn og bjó þar í önnur þrjú ár,
en þá flutti hann með fjölskyldu sína til ísa-
fjarðar. Þar fékkst hann við verslunarstörf
til ársins 1823. Meðfram þeim störfum tólc
hann nemendur til læringar á vetrum, en
það hafði hann raunar gert allt frá því hann
laulc stúdentsprófi.
Hinn 9. maí 1824 vígðist Jón aðstoðar-
prestur síra Einars Thorlaciusar í Otradal og
félclc það prestalcall tæpu ári síðar. Árið
1828 gaf síra Jón (þá 41 árs) foreldra sína
saman í hjónaband, en þau höfðu þá bæði
misst malca sína. Var Sigurður þá 64 ára
gamall en Guðrún 75 ára.
Tveimur árum síðar missti síra Jón Sig-
urð son sinn sviplega, og undi hann illa í
Otradal eftir það. Félclc hann Dýrafjarðar-
99