Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 145
RITMENNT
SKÁLDSÖGUR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR
barni. Hann ferst í flugslysi - slysinu mikla í Héðinsfirði vorið
1947 - á leið heim til unnustunnar, sem þá á engan að framar.
Keimur af sumri
Síðasta skáldsaga Indriða, Keimui af sumri, kom út eftir átta ára
bið, 1987. Og enn á ný er höfundur horfinn til átthaga bernsk-
unnar í Sæmundarhlíð, til lífs og starfs fyrir tækniöld eða á
mörkum hins gamla og nýja tíma í Skagafirði. Umgjörðin er aug-
ljós hvað varðar landfræðilegar lýsingar, þótt hér sé vísvitandi
svolítið ruglað með að minnsta kosti eitt staðarnafn.
Ungur drengur, ennþá á barnsaldri, teygar í sig áhrif heimsins,
þar sem hinir fullorðnu kynþroska einstaklingar tefla eilífa skák
fýsna og ásta. Eldri bróðirinn, sem er í búnaðarskóla, og vinur
hans í menntaskóla öðlast sína kynferðisreynslu. Ekkja á einum
bænum laðar til sín vinnumann, sem henni er nauðsyn til að
hún fái bjargast við búskapinn, og á öðrurn bæ hefur bóndi náð
sér í vænlegt kvonfang, sem bæði er fönguleg lcona, er veldur
girndartitringi meðal karlmannanna, og á auk þess föður í hópi
efnabænda. Og loks eru það foreldrar drengsins, þar sem móðir-
in á falda fortíð, ef svo má orða það. Hún hefur gefist manni sín-
um eftir að hafa orðið barnshafandi af völdum stúdents, sem nú
er orðinn prestur þarna í sókninni. Þessar erfiðu kringumstæður
valda oft spennu á milli hjónanna, sem drengurinn skynjar en
hefur vitaskuld engar forsendur til að skilja svo ungur sem hann
er að árum, en víst er um það að hin sterka undiralda þessarar
ósögðu sögu verkar sterkt á líf unga sögumannsins. - Er hér ef til
vill elcki fjarri lagi í þessu sambandi að minna á að móðir höf-
undar hafði eignast barn áður en hún og faðir hans hófu húskap
með manni, sem hærra stóð í samfélaginu, þótt ekki væri hann
prestur. Þá er jafn víst að aldrei bar neinn skugga á kærleik
bræðranna í raunveruleikanum fremur en þeirra sem frá er sagt
í sögunni. Er enn sem fyrr að höfundur eins og klæðskerasaum-
ar söguefnið að listrænum lcröfum, þótt það sé sannarlega ofið úr
hans eigin lífsþráðum.
í alþingiskosningum, þar sem faðirinn styður vitaskuld and-
stæðing prestsins, sem nú er í framboði, endar slagurinn með því
að báðir aðilar fá jafn mörg atlcvæði, svo að varpa verður hlut-
kesti eða draga um þingmannssætið. Það er semsé atkvæði guðs,
Kápumynd, 1987.
141