Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 19

Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 19
RITMENNT ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE til íslands á 19. öldinni eins og Fiske og fé- lagar hans voru það þó noklcrir á ári hverju. Hægt er að flokka þá í fjóra meginflokka: Fyrst er að nefna ferðamenn með áhuga á landkönnun og fjallgöngum. Voru þeir til- tölulega fjölmennir á síðari hluta 19. aldar og sóttust einkum eftir að kanna fáfarnar slóðir. I öðru lagi voru almennir ferðamenn. Þeir komu flestir í stuttar heimsóknir, fóru fyrst og fremst á þekktustu ferðamannastaðina og slcoðuðu náttúruperlur. Hinir þriðju voru vísindamenn. Þeir voru noklcuð tíðir gestir hér vegna sérstöðu landsins, einkum jarð- fræðingar, dýrafræðingar og grasafræðingar. Fjórði og síðasti hópurinn voru ferðamenn með áhuga á menningu og sögu landsins. Þeir dvöldust hér yfirleitt í lengra lagi.5 Fiske tilheyrði þessum hópi. Fiske langaði mjög til að komast til ís- lands 1874 og taka þátt í hátíðarhöldunum vegna þúsund ára afmælis íslands byggðar en af því gat eklci orðið. Enn áttu eftir að líða fimm ár þar til hann gat lagt upp í draumaferðina. Fiske fékk þá ársleyfi frá Cornell-háskólanum og bjó sig strax til ferð- ar. Komst hann til fyrirheitna landsins í júlí 1879 og dvaldist hér tæplega fjóra mánuði. Nemandi hans frá Cornell, Arthur Midd- leton Reeves, kom með honum, og hér á landi hittu þeir William Henry Carpenter sem einnig var Bandaríkjamaður og gamall nemandi Fiske. Hann ferðaðist með þeim eftir það og varð síðan eftir þegar hinir héldu af landi brott. Bæði Reeves og Carpenter voru iðnir við íslenskunám og þóttu ná góðum tökum á málinu. Hinn mikli áhugi sem Fiske hafði sýnt á Islandi, meðal annars með fyrrnefndum bókagjöfum til þjóðarinnar og söfnun ís- lenslcra rita, varð til þess að hann var orðinn vel þekktur hér og naut almennrar hylli áður en hann lagði upp í þessa langþráðu för sína. Þar við bættist að tíðrætt hafði orðið fyrir fram um heimsólcn hans hér í blöðum. Kom þetta berlega í ljós þegar hann loks steig af skipsfjöl, en þá var honum tekið eins og langþráðri hetju eða týnda syninum. Naut hann hvarvetna mikillar gestrisni, og reynt var að greiða götu hans á allan hátt. Snart þetta hann mjög og hér fannst honum hann vera meðal vina. Á íslandi Fiske og Reeves sigldu til íslands með gufu- skipinu Camoens frá Skotlandi, sem var hrossaflutningaskip, en flutti einnig far- þega. Þetta var aflmikið slcip með rúmgóð- um sal á þilfari, og þóttu svefnherbergin rýmileg og loftgóð. Það sigldi fram hjá Fær- eyjum, og hefði Fiske gjarnan viljað koma þar í land. Síðan var það 12. júlí að hann sá ísland rísa úr hafi og skrifaði þá fyrstu áhrif- in í litlu vasadagbókina sína sarna dag. Einnig orti hann lcvæði um þessi áhrif og kallaði ljóðið Nearing Iceland. Hann skrif- aði að jafnaði í dagbókina á ferðalaginu um landið. Reyndar er ekki um hefðbundna dagbólc að ræða, þar sem skrifað er í daglega um viðburði líðandi dags, heldur skrifaði hann líka hjá sér mannanöfn og íslensk blómanöfn, ásamt latnesku heitunum til þess að átta sig betur á plöntunum. Hann skrifaði einnig hjá sér orðatiltæki sem hann virtist ætla að læra og muna. Bréf til móður 5 Sumarliði ísleifsson. ísland framandi land. Reykjavík; MM, 1996, bls. 153. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.