Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 28
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
veitti siðum, húsakynnum og lclæðnaði ís-
lendinga mikla athygli. Hann varð uppnum-
inn af íslenska kvenbúningnum og skrifaði
oft um hann. Þá var hann mjög áhugasamur
um mat og drykk sem honum var borinn á
bæjunum. Um viðurgjörning skrifaði hann
ítarlegar lýsingar. Hann er á öndverðri skoð-
un við flesta útlendinga sem töldu kost ís-
lendinga ekki aðeins sérkennilegan heldur
auman. Hann lofaði í hástert allan mat og
drykki sem hann félck hér. Margsinnis fór
hann lofsorðum um silunginn, lambakjötið,
eggin og upprúllaðar pönnukökur og þreytist
ekki á að segja frá því að svo gott kaffi væri
ekki í hvers manns bolla í Bandaríkjunum.
Fiske hitti sennilega alla áhrifamenn
landsins. Milli hans og séra Matthíasar
Jochumssonar, ritstjóra Þjóðólfs, myndaðist
góður vinskapur, sem hélst á meðan báðir
lifðu. Skiptust þeir títt á bréfum, tveir and-
ans menn sem nutu samvista og viðræðna.
Fislce hvatti til að rústir og sögustaðir lands-
ins væru rannsakaðir og var með á stofn-
fundi Fornleifafélagsins heima hjá skáldinu.
Segir séra Matthías svo frá í sjálfsævisögu
sinni „Sögukaflar af sjálfum mér":
Það var í húsi mínu, sem stofnað var hið svo-
nefnda „Fornleifafélag". Var það mest fyrir hvat-
ir Islandsvinarins mikla, próf. Willard Fislce.
Bauð ég honum í hús mitt ásamt fleiru stór-
menni bæjarins og var þá félagið stofnað.21
Fiske, sem eins og margoft hefur kornið
fram var mjög menningarlega sinnaður og
vildi láta til sín taka við ýmiss konar um-
bætur, lá ekki á liði sínu í þessu máli frem-
ur en öðru. Síðar átti hann eftir að senda
marga góða gripi til safnsins, er nú ber nafn-
ið Þjóðminjasafn íslands og varðveitir þessa
muni. Meðal annars sendi hann gripi frá
ferðum sínum til Egyptalands, en þeir eiga
ekki sína líka hér á landi.
Alþingismenn héldu landshöfðingjanum
veglega veislu 24. ágúst á lofti Lærða slcól-
ans og vildu votta honum þalckir þings og
þjóðar fyrir frammistöðu hans í starfi. Ann-
ar heiðursgestur þessa boðs var Willard
Fiske, og mátti vart á milli sjá hvor þeirra
naut meiri athygli. Grímur Thomsen mælti
fyrir minni Fiske sem vitaskuld svaraði fyr-
ir sig og þótti ná til veislugesta með mikilli
prýði. Matthías birti ræðu hans að hætti
þessa tíma í blaði sínu:
Eg hefi lesið flestallar ferðabækur, sem segja frá
íslandi; það var því ekki liðin löng tíð eptir að eg
lagði að landi í Húsavík, áður en jeg átti það víst,
að eg væri landinu öldungis ókunnugur. Garðar
Svavarson var elcki eins óvitandi eins og eg, þeg-
ar hann lcom til Húsavíkur, af því að hann hafði
siglt „umhverfis landið", sem landnámsbók seg-
ir frá, og af því að hann hafði aldrei lesið neinar
enskar ferðabækur!
Mér var allt nýtt, því að allt var öðruvísi, en
eg hafði ímyndað mér það, og miklu betra, en
hinum vitru herrum ferðamönnum hafði fundist
það. En fyrir mér var allt líka gamalt, því mér
fanst það eklci svo ólíkt ættjörðu minni. Himin-
inn og fjöllin, dalirnir og engjarnar, lækirnir og
blómin, allt þetta var hið sama, sem í Vestur-
heimi. Og þegar eg gekk inn í búðina í Húsavík
sá eg bændur, sem voru að verzla - hina fyrstu ís-
lenzku bændur, sem eg hafði séð - og var mér
ómögulegt að ímynda mér að eg væri annarstað-
ar en upp í sveit í Ameríku á meðal amerik-
anskra „farmers". Mér sýndist sem eg sæi hina
gömlu landnámsmenn okkar, sem fóru frá hinu
gamla Englandi til hins nýja Englands, og létu
reisa þar máttugt ríki á jarðlausum klettum þess-
arar landsdeildar, sem þeir kölluðu New England
21 Matthías Jochumsson. Sögukaflar af sjálfum mér,
2. útg. Reykjavík; ísafold, 1959, bls. 276.
24