Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 26
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
Collingwood.
Séð yfir Hrútafjörð.
hans í mörg ár fyrir tungumálahæfni hans og
sendi honum margsinnis kveðjur frá Flór-
ens. Þá naut Fiske þess að koma á sögustaði
eins og að Þingeyrum og á slóðir Vatnsdælu,
Laxdælu og Eglu, og hann baðaði sig í sjálfri
Snorralaug. Nær íslenskri sagnaritun þótti
varla komist á þessum tíma.
Fram að komu Fiske höfðu fáir útlending-
ar sýnt landi og þjóð slílcan áhuga sem hann,
og Islendingar vissu elcki hvaðan á sig stóð
veðrið við alla þessa jákvæðu og óvæntu at-
hygli. Að vísu höfðu allnokkrir ferðamenn
komið til landsins og skiptust skoðanir
þeirra algjörlega í tvö horn. Annaðhvort var
um að ræða upphafningu yfir þessu sérstaka
landi eða þeir fylltust hryllingi á frumstæðu
lífi eyjarskeggja og óhreinindum alls staðar.
Island varð fyrir þeim annaðhvort himna-
rílci eða helvíti. Öll bréf sem Fiske skrifaði
og hafa varðveist bera vott um hrifningu
hans og jákvæð viðhorf til alls sem íslenskt
var. Hann er hvað hrifnastur af því hve mik-
ið er til af bókum og handritum á bæjunum
sem honum fannst bera vott um hátt menn-
ingarstig íbúanna. Hann undraðist líka að
margir bændur töluðu við hann á ensku.
Víða voru einnig komin upp lestrarfélög eða
lítil bókasöfn, og þótti honum athyglisvert
að rit voru gjarnan til þar á erlendum mál-
um svo sem dönsku, norsku og sænsku, en
einnig ensku og þýslcu. Fólk las því
skáldjöfrana á frummálunum.
Komið til Reykjavíkur
í Reykjavík var tekið á móti Fiske 16. ágúst,
og menn báru hann á höndum sér. Hann
hreifst af Reykjavík, snotrum kaupstað eða
öllu heldur þorpi með lágreist hús. Úti fyrir
í húsagörðunum voru ræktaðir algengir
runnar, fléttur, blágresi og stjúpmóðurblóm,
og honum fannst ríkulega búið blómum í
beðum. Þá sá hann einnig grænmetisgarða
við húsin þar sem ræktaðar voru kartöflur,
kál, salat, hreðkur, næpur og fleira til heim-
ilisins. Hann tók eftir blómum í gluggum og
á borðum innanhúss. Iðandi líf var við höfn-
ina þar sem meðal annars lágu franskar frei-
gátur og þýskir flutningabátar. Ýmsar lýs-
ingar frá þessum tíma sýna að býsna sveita-
legt var um að litast í þorpinu við flóann. í
Þjóðólfi þetta ár er minnt á auglýsingu frá
lögreglustjóra sem bannar að ríða hart um
stræti bæjarins. Þar segir: „[...] Að ríða hart
á strætum eða reka hesta lausa, einkum fyr-
ir horn á götunum, getur auðveldlega, er
minnst varir, orðið að óbætanlegu tjóni og
slysum, einkum barnafjölda þeim, sem
ávallt og of opt eptirlitalaust fyllir götur
hæjarins. [...] Enn er einn ósiður, sem af
þyrfti að leggja, og vér áður höfum bent
mönnum á, og hann er sá, að menn koma
hingað úr fjarlægum sveitum ofan í hæinn
með nautgripi bundna í tagl á hestum. Þetta
er dýrníðsla, hneyksli í augum erlendra
manna og liðist hvergi nerna hér. Menn eiga
22