Ritmennt - 01.01.2004, Side 26

Ritmennt - 01.01.2004, Side 26
KRISTÍN BRAGADÓTTIR RITMENNT Collingwood. Séð yfir Hrútafjörð. hans í mörg ár fyrir tungumálahæfni hans og sendi honum margsinnis kveðjur frá Flór- ens. Þá naut Fiske þess að koma á sögustaði eins og að Þingeyrum og á slóðir Vatnsdælu, Laxdælu og Eglu, og hann baðaði sig í sjálfri Snorralaug. Nær íslenskri sagnaritun þótti varla komist á þessum tíma. Fram að komu Fiske höfðu fáir útlending- ar sýnt landi og þjóð slílcan áhuga sem hann, og Islendingar vissu elcki hvaðan á sig stóð veðrið við alla þessa jákvæðu og óvæntu at- hygli. Að vísu höfðu allnokkrir ferðamenn komið til landsins og skiptust skoðanir þeirra algjörlega í tvö horn. Annaðhvort var um að ræða upphafningu yfir þessu sérstaka landi eða þeir fylltust hryllingi á frumstæðu lífi eyjarskeggja og óhreinindum alls staðar. Island varð fyrir þeim annaðhvort himna- rílci eða helvíti. Öll bréf sem Fiske skrifaði og hafa varðveist bera vott um hrifningu hans og jákvæð viðhorf til alls sem íslenskt var. Hann er hvað hrifnastur af því hve mik- ið er til af bókum og handritum á bæjunum sem honum fannst bera vott um hátt menn- ingarstig íbúanna. Hann undraðist líka að margir bændur töluðu við hann á ensku. Víða voru einnig komin upp lestrarfélög eða lítil bókasöfn, og þótti honum athyglisvert að rit voru gjarnan til þar á erlendum mál- um svo sem dönsku, norsku og sænsku, en einnig ensku og þýslcu. Fólk las því skáldjöfrana á frummálunum. Komið til Reykjavíkur í Reykjavík var tekið á móti Fiske 16. ágúst, og menn báru hann á höndum sér. Hann hreifst af Reykjavík, snotrum kaupstað eða öllu heldur þorpi með lágreist hús. Úti fyrir í húsagörðunum voru ræktaðir algengir runnar, fléttur, blágresi og stjúpmóðurblóm, og honum fannst ríkulega búið blómum í beðum. Þá sá hann einnig grænmetisgarða við húsin þar sem ræktaðar voru kartöflur, kál, salat, hreðkur, næpur og fleira til heim- ilisins. Hann tók eftir blómum í gluggum og á borðum innanhúss. Iðandi líf var við höfn- ina þar sem meðal annars lágu franskar frei- gátur og þýskir flutningabátar. Ýmsar lýs- ingar frá þessum tíma sýna að býsna sveita- legt var um að litast í þorpinu við flóann. í Þjóðólfi þetta ár er minnt á auglýsingu frá lögreglustjóra sem bannar að ríða hart um stræti bæjarins. Þar segir: „[...] Að ríða hart á strætum eða reka hesta lausa, einkum fyr- ir horn á götunum, getur auðveldlega, er minnst varir, orðið að óbætanlegu tjóni og slysum, einkum barnafjölda þeim, sem ávallt og of opt eptirlitalaust fyllir götur hæjarins. [...] Enn er einn ósiður, sem af þyrfti að leggja, og vér áður höfum bent mönnum á, og hann er sá, að menn koma hingað úr fjarlægum sveitum ofan í hæinn með nautgripi bundna í tagl á hestum. Þetta er dýrníðsla, hneyksli í augum erlendra manna og liðist hvergi nerna hér. Menn eiga 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.