Ritmennt - 01.01.2004, Side 19
RITMENNT
ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE
til íslands á 19. öldinni eins og Fiske og fé-
lagar hans voru það þó noklcrir á ári hverju.
Hægt er að flokka þá í fjóra meginflokka:
Fyrst er að nefna ferðamenn með áhuga á
landkönnun og fjallgöngum. Voru þeir til-
tölulega fjölmennir á síðari hluta 19. aldar og
sóttust einkum eftir að kanna fáfarnar slóðir.
I öðru lagi voru almennir ferðamenn. Þeir
komu flestir í stuttar heimsóknir, fóru fyrst
og fremst á þekktustu ferðamannastaðina
og slcoðuðu náttúruperlur. Hinir þriðju voru
vísindamenn. Þeir voru noklcuð tíðir gestir
hér vegna sérstöðu landsins, einkum jarð-
fræðingar, dýrafræðingar og grasafræðingar.
Fjórði og síðasti hópurinn voru ferðamenn
með áhuga á menningu og sögu landsins.
Þeir dvöldust hér yfirleitt í lengra lagi.5
Fiske tilheyrði þessum hópi.
Fiske langaði mjög til að komast til ís-
lands 1874 og taka þátt í hátíðarhöldunum
vegna þúsund ára afmælis íslands byggðar
en af því gat eklci orðið. Enn áttu eftir að
líða fimm ár þar til hann gat lagt upp í
draumaferðina. Fiske fékk þá ársleyfi frá
Cornell-háskólanum og bjó sig strax til ferð-
ar. Komst hann til fyrirheitna landsins í júlí
1879 og dvaldist hér tæplega fjóra mánuði.
Nemandi hans frá Cornell, Arthur Midd-
leton Reeves, kom með honum, og hér á
landi hittu þeir William Henry Carpenter
sem einnig var Bandaríkjamaður og gamall
nemandi Fiske. Hann ferðaðist með þeim
eftir það og varð síðan eftir þegar hinir
héldu af landi brott. Bæði Reeves og
Carpenter voru iðnir við íslenskunám og
þóttu ná góðum tökum á málinu.
Hinn mikli áhugi sem Fiske hafði sýnt á
Islandi, meðal annars með fyrrnefndum
bókagjöfum til þjóðarinnar og söfnun ís-
lenslcra rita, varð til þess að hann var orðinn
vel þekktur hér og naut almennrar hylli
áður en hann lagði upp í þessa langþráðu för
sína. Þar við bættist að tíðrætt hafði orðið
fyrir fram um heimsólcn hans hér í blöðum.
Kom þetta berlega í ljós þegar hann loks
steig af skipsfjöl, en þá var honum tekið
eins og langþráðri hetju eða týnda syninum.
Naut hann hvarvetna mikillar gestrisni, og
reynt var að greiða götu hans á allan hátt.
Snart þetta hann mjög og hér fannst honum
hann vera meðal vina.
Á íslandi
Fiske og Reeves sigldu til íslands með gufu-
skipinu Camoens frá Skotlandi, sem var
hrossaflutningaskip, en flutti einnig far-
þega. Þetta var aflmikið slcip með rúmgóð-
um sal á þilfari, og þóttu svefnherbergin
rýmileg og loftgóð. Það sigldi fram hjá Fær-
eyjum, og hefði Fiske gjarnan viljað koma
þar í land. Síðan var það 12. júlí að hann sá
ísland rísa úr hafi og skrifaði þá fyrstu áhrif-
in í litlu vasadagbókina sína sarna dag.
Einnig orti hann lcvæði um þessi áhrif og
kallaði ljóðið Nearing Iceland. Hann skrif-
aði að jafnaði í dagbókina á ferðalaginu um
landið. Reyndar er ekki um hefðbundna
dagbólc að ræða, þar sem skrifað er í daglega
um viðburði líðandi dags, heldur skrifaði
hann líka hjá sér mannanöfn og íslensk
blómanöfn, ásamt latnesku heitunum til
þess að átta sig betur á plöntunum. Hann
skrifaði einnig hjá sér orðatiltæki sem hann
virtist ætla að læra og muna. Bréf til móður
5 Sumarliði ísleifsson. ísland framandi land.
Reykjavík; MM, 1996, bls. 153.
15