Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 23
RITMENNT
kvennaskóla, því við Cornell háskólann einan
hefir einn maður gefið á aðra millión króna til
mentunar konum.11
Fiske var áhugasamur um menningu og
stöðu hennar í sveitum landsins, en hann
hafði einnig áhuga á framleiðslu og afkomu
manna. Akureyringar riðu með honum inn
í blómlegar sveitir Eyjafjarðar. Hann áttaði
sig skjótt á að töggur var í bændum og fram-
farahugur þeirra og vinnusemi fór ekki fram
hjá honum. Hann áttaði sig líka á að tækni
nútímans hafði ekki haldið innreið sína í
búskapinn og lagði ýmislegt til sem hann
hélt að yrði til bóta við framleiðsluna. Hann
sá strax að bændur voru verr búnir tólum og
tækjum en bændur heima í New Yorlc-fylki.
Blaðið getur ennfremur þessarar ferðar:
Mikið þótti herra Fiske varið í jarðabætur Egg-
erts Gunnarssonar á Staðarbygð, og kvað þvílíkt
fagurt dæmi til eptirbreytni, og sagði þetta hið
mesta mannvirki er hann hefði séð á Islandi, en
ill og brosleg þótti honum undirtekt ráðgjafa Is-
lands í þessu máli, enda mun hún ævarandi
hautasteinn um vit og velvilja ráðgjafans til vor
Islendinga og framfara landsins.12
I fásinninu var vel þegið að fá gest sem
þennan. Fólk skynjaði líka að hann var
gagnkunnugur framförum og uppgötvunum
nýrra tíma. Hvar sem hann kom vildu
menn gera honum gott. Á bæjunum var það
besta sem til var framreitt og í þéttbýlun-
tnn, Akureyri og Reykjavík, eru honum
haldnar veglegar veislur. Og enn segir
Norðlingur:
Þann 26. f.m. var gesti vorum haldin veizla af
bæjarbúum í húsi gestgjafa L. fensen. Mælti rit-
stjóri Norðlings fyrst fyrir minni prófessors Will-
ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE
ard Fiske; svaraði herra Fiske þeirri tölu á prýði-
legri íslenzku og af miklum vinarhug til vor Is-
lendinga og bókmenta vorra. Þá hélt verzlunar-
stjóri Eggert Laxdal ræðu fyrir Bandaríkjunum og
bókbindari Friðbjörn Steinsson fyrir samferðar-
manni prófessorsins, Mr. Arthur M. Reeves, og
mæltist þeim báðum vel. Mr. Reeves er cand.
phil. og lærisveinn herra Fiske, hinn þýðlegasti í
viðmóti, fluggáfaður og vel að sér. Hann gefur út
blað, er „Palladium" heitir, í bænum Richmond
í Indíana, hann er prentsmiðjueigandi og vinna
hjá honum nálægt 40 prentarar dag hvern. Mr.
Reeves talar furðanlega vel íslenzku eptir svo
stutta dvöl hér í landi, og er landi voru hinn vel-
viljaðasti. Hann tekur ljósmyndir af ýmsum
merkum stöðum á leið sinni. - Öll veizlan fór
prýðilega fram og var hin ánægjulegasta.13
Fislce hafði líka áhuga á samgöngum aulc
landbúnaðar eða tælcni. Hann sá að Islend-
ingar voru almennt á eftir í tækniþróun og
kom auga á ýmsa möguleika til framfara.
Var hann leiddur um Akureyri og skoðaði
meðal annars Glerá og áleit vatnsaflið hent-
ugt fyrir verlcsmiðjur og mundi næsta lítill
tilkostnaður þurfa að verða á því að nýta
vatnskraftinn „ ... og mun hann oss hér sem
annars hin bezta aðstoð og hjálp..." er haft
eftir Akureyringi. Menn bundu miklar von-
ir við athafnasemi hans og góð ráð, einkum
fjárráð. Það var þá ekki raunsætt því að á
þessum tíma var fjarri því að Fiske væri
auðugur. Einangrunin fannst Fiske væri
hamlandi fyrir þjóðina, og hann vildi koma
henni í samband við umheiminn. Um rit-
símasamband við íslaird um Skotland skrif-
aði hann greinar í erlend blöð eftir heim-
sóknina.
11 Noiðlingur 11.8. 1879, dálkur 183.
12 Norðlingui 11.8. 1879, dálkur 183.
13 Norðlingur 11.8. 1879, dálkur 183.
19