Vera - 01.10.1999, Síða 8

Vera - 01.10.1999, Síða 8
 > cn o Rúna: „Á það ekki við um allar ofbeldismyndir?" Hildur Fjóla: „Jú, svokallaðar „snuff" myndir eru t.d. sagðar vinsælar núna þar sem um raunveru- lega atburði á að vera að ræða. ( þessum mynd- um er konum rænt, þær dópaðar og síðan mis- þyrmt, nauðgað eða þær jafnvel drepnar." Úlfhildur: „Sögur um „snuff" myndir hafa verið lengi í gangi en þetta hef- ur aldrei verið sannað. Myndin 8mm fjallar t.d. um þessa gerð mynda og þar kemur ekkert fram sem „sannar" að þetta sé raunveruleiki. En sú mynd bendir okkur kannski á að miðað við hvernig allt er I dag er vissulega mögu- leiki á að svona myndir hafi verið gerðar." Ingólfur: „Sérstaklega þegar það er viðurkennt í okkar menningu að manndráp og limlestingar sé skemmtiefni. En varðandi kynlífsiðnaðinn sem slíkan þá fer það mjög eftir aðstæðum, menningu, aldri og þess háttar hvernig neytandinn upplifir og bregst við. Þegar ég var hér unglingur kom dönsk kona, sem mig minnir að hafi kallað sig Súsönnu, hingað til lands með bala og þvoði sér á skemmtistöðum borgarinnar. Þá þótti mér þetta ákaflega erótískt. Einu eða tveimur árum síðar var ég I Júgóslavíu í menntaskólaferðalagi og við lentum á skemmti- stað þar sem konurnar komu á færibandi upp á sviðið og háttuðu sig. Það var á einhvern hátt verulega niðurlægjandi upplifun. Þær voru eitt- hvað svo umkomulausar. Og svo var hér í Gerðu- bergi fyrir nokkrum árum umræðufundur vegna komu hinna svokölluðu Stálkvenna, þ.e.a.s. kvenna sem náð höfðu langt í bodybuilding. Þær komu fram svotil naktar og sýndu vöðvana. Einnig komu fram tvær telpur sem þá voru þátt- takendur í einhverri fegurðarsamkeppni hérlend- is. Og þó svo þær væru mun betur klæddar en stálkonurnar þá þótti mér þær á einhvern hátt álíka umkomulausar og þessar júgóslavnesku, varla fullvaxnar og með svo sem ekkert annað á boðstólum en líkamann sem Guð hafði gefið þeim. Ég man að ég hugsaði þá „Þetta er klám, þetta er það sem átt er við með klámi." Það er staðreynd að klámiðnaðurinn þrífst á eftir- spurn karla en þeir' eru neytendur kláms í mun meira mæli en konur. Þó að ýmislegt hafi breyst I samskiptum kynjanna segir Ingólfur að drifkraftur flestra karlmanna sé skortur. Þeir eigi að vera í hlutverki þess sem sækir á og verði því sífellt að búa sig undir höfnun sem getur verið erfitt fyrir egoið. Ingólfur: „I þessari togstreitu held ég að verði til sú tilhneiging karla að hlutgera konur. Það er ein- faldlega auðveldara að takast á við höfnun ein- hvers sem maður lítur á sem hlut, heldur en lif- andi manneskju." Stundum er skýringa á hinu aukna framboði kyn- lífsefnis leitað í því að þetta séu viðbrögð karla við auknum styrk kvenna. Ingólfur: „Það hefur verið reynt að rannsaka það hverjir kaupi sér þjónustu vændiskvenna og það virðast vera þrír ólíkir hópar. I fyrsta lagi þeir sem koma einu sinni eða tvisvar fyrir forvitni sakir, I öðru lagi upparnir sem einfaldlega hafa þau við- horf til tilverunnar að allt sé falt og hafi þeir pen- inga eigi þeir rétt á hverju sem er og loks eldri karlar sem ekki geta tekist á við breytta stöðu kynj- anna." Hildur Fjóla: „Ég hef heyrt unga karlmenn tala um að þeir sem sæki nektardans- staðina mest séu strákar sem hafi átt erfitt uppdrátt- ar í æsku og ekki notið kvenhylli. Þeir hafi því oft upplifað þessa höfnun og finnist konur ógnvekjandi. Það sé því einskonar hefnd að fara á þessa staði og fá þá þjónustu sem þar býðst." Það kemur einmitt fram í viðtali við nektardans- meyjar hér í blaðinu að ungu karlarnir eru mun ruddalegri og tillitslausari I einkadansinum en þeir eldri. Þeir virðast því hlutgera konur meira en þeir eldri. Bendir það ekki til þess að þetta mikla fram- boð á kynlífsefni leiði til vanvirðingar á konum? Ingólfur: „Ég get ekki ímyndað að þessir sjö nektardansstaðir geti borið sig hér í borginni. í fyrsta lagi vegna þess að það sem boðið er upp á verður fljótt mjög leiðigjarnt og I öðru lagi vegna þess að það er einfaldlega hallærislegt og niður- lægjandi fyrir karlmenn að sitja og horfa á þessar litlu stelpur. Fyrir utan það hvað er ofboðslega dýrt að nýta sér þjónustuna og kaupa kampavín sem mér skilst að sé skylda að gefa stelpunum ef menn ætla að fá einkadans." Rúna: „Við Stígamótakonur fórum í könnunar- leiðangur á nokkra nektardansstaði og komumst að því að þetta er þaulskipulagður iðnaður sem byggir á erlendum stelpum, aðallega frá Austur- Evrópu. I því m.a. felst vörn íslenskra karla. Dans- inn uppi á sviði er aðeins sýning á vörunni, aðal- atriðið er einkadansinn þar sem vændi getur auð- veldlega farið fram á bak við tjöld, inni I litlum klefum með hengi fyrir. Þangað keppast stúlkurn- ar um að fá karlmennina því þær fá ekkert borg- að fyrir dansinn á sviðinu. Þær reyndu hver á eft- ir annarri að lokka karlmann sem var með okkur og yfirbuðu hver aðra. Fyrir utan búrin standa verðir sem fylgjast vandlega með klukkunni, því allt snýst þetta um peninga. Verðskráin hangir upp á vegg: 5 mínútur kosta 3.000 krónur, 10 mínútur 6.000, 30 mínútur 25.000 o.s.frv. Allt skipulagið miðast við að þetta séu hóruhús þótt enginn viti í raun hvað gerist á bak við þessi tjöld, enda skiptir það ekki máli." Hildur Fjóla: „Mér finnst bráð liggja á að rann- sakað sé hvað fer raunverulega fram á þessum stöðum. Eru ekki félagsfræðinemar að gera það?" Ingólfur: „Háskólanemar hafa unnið könnun á vændi í Reykjavík og fóru þá meðal annars á þessa staði. Þau töluðu líka mikið við íslenska vændiskonu og ef ég man rétt þá var þeirra nið- urstaða að markaðssetning vændisins færi aðal- lega fram á símatorgunum." Hildur Fjóla: „Svo er líka hægt að fá vinnu við að lesa inn „erótískan" texta. Ég sá auglýsingu í DV þar sem voru boðnar 20.000 krónur fyrir tveggja tfma lestur." Úlfhildur: „Mér finnst aðal vandamálið vera að þarna er orðinn til iðnaður sem nýtir sér neyð þeirra sem hafa ekki annan valkost." Ingólfur: „Þurfum við ekki að velta fyrir okkur hvað við gerum best þeim til aðstoðar? Er hags- munum þessara kvenna best borgið með því að við bönnum þennan möguleika? Og varðandi er- lendu konurnar hlýtur að vera mikilvægast að reyna að tryggja að meðan þær starfa hér þá njóti þær þeirra félagslegu réttinda sem hér eru fyrir hendi. Og mér finnst að þau yfirvöld sem ábyrg eru verði að fara í saumana á því hvort þar sé eitt- hvað betur unnt að gera. Er t.d. ekki betra að þær komi hingað sem hvert annað vinnuafl frekar en að standa í þessum listdansaraleik? Rúna: „Mér finnst minnkun að því fyrir íslenskt samfélag að leyfa rekstur klámbúlla sem byggir á misgengi tækifæra og veraldlegra gæða á milli Austur- og Vestur-Evrópu. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en kynlífsþrælasölu, t.d. ef satt er að vegabréfin séu tekin af stúlkunum á meðan þær dveljast hér og þær fái ekki þorgað fyrr en um það leyti sem þær fara. Ég hef lagt það til við íslenska þingmenn að þeir samþykki lög sem banna kaup á kynferðislegri þjónustu hér á landi og skil raunar ekki af hverju ekki hefur komið fram tillaga á þingi til að sporna við þessu." Úlfhildur: „Siðferðilega er ég sammála því en hvað myndi gerast ef þetta yrði bannað? Er ekki hætta á að þá fari þetta undir yfirborðið og verði jafnvel hættulegra?" Ingólfur: „Svfar hafa nýlega reynt þá leið að banna kaup á kynlífsþjónustu en það eru ákaflega umdeild lög þar I landi, ekki hvað sfst af því að menn óttast að vændið fari lengra undir yfirborð- ið og konurnar verði I raun varnarlausari." Hildur Fjóla: „Hvernig væri að gera þetta löglegt og hafa síðan strangt eftirlit og skattleggja þetta með lúxusskatti?" ( umræðum um klámbylgjuna virðist fólk sam- mála því að mörkin varðandi það hvað sé eðlilegt og hvað ekki hafi færst til. Nú þykir t.d. sjálfsagt að fá nektardans á bjórkrár úti á landi og slíkir staðir eru starfræktir á stærri þéttbýlisstöðum. Rúna: „Annað dæmi um að mörk hafa færst til er að sumum konum sem leita til Stígamóta finnst gerðar til þeirra nýjar kröfur í eigin kynlífi. Þá á ég við að karlmenn sem horfa mikið á klámefni krefjist síðan kynllfsathafna af konum sínum sem þeim finnist auðmýkjandi." Hildur Fjóla: „Ég hef heyrt ungt fólk tala um að klámmyndir hafi áhrif á kynlíf þeirra, þau séu að reyna að framkvæma það sem gert er I myndun- um. Ég hef einnig heyrt að þessi vandamál komi inn á borð presta þar sem brestir eru komnir 1 hjónabönd vegna of margra ferða karlsins á nekt- 41 4 I I I I I 8 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.