Vera - 01.10.1999, Page 9
ardansstaði. Sá vandi er einnig fjárhagslegur."
Ingólfur: „Það er sama hvert litið er í samfélag-
inu, allt er miklu kynlífstengdara en áður. Ein skýr-
ing er einfaldlega mark-
aðsvæðing allrar tilverunn-
ar, „sex sells" eins og þeir
segja I útlöndum. Öll tíma-
rit, t.d. frá Húsfreyjunni og
að Bleiku og bláu, reyna
að nýta sér þá staðreynd á
einhvern hátt til að selja
sig. Nú og svo er Guð jú
dauður, sósíalisminn að
minnsta kosti í kóma og
hin lítilfjörlegu gildi alls-
ráðandi. Ef til vill er þessi
sexualisering ákveðin leit að einhverri upplifun
sem mönnum finnst máli skipta. Óneitanlega er
gott kynlíf með magnaðri upplifunum tilverunnar.
Það er ekki að ástæðulausu sem Frakkar kalla full-
næginguna „la petite mort" eða litla dauða."
Úlfhildur: „Það sem mér finnst vera vandamálið
við þetta, eins og svo
margt annað í samfélag-
inu, er hvað umræðan er
alltaf frumstæð. Það er
einfaldlega engin um-
ræða, þess vegna er svo
erfitt að taka skýra af-
stöðu því maður hefur
ekkert til að máta sig við."
Hildur Fjóla: „Er ekki
umræða einmitt það sem
við þurfum og síðan
fræðsla?"
Rúna: „Jú og mér finnst við þurfa að beina um-
ræðunni að þeim körlum sem nýta sér vændið.
Það þurfum við reyndar líka að gera þegar við
tölum um ofbeldi og misnotkun á börnum. Fyrir
20 árum vildi fólk ekki trúa því að hér á landi
væru konur barðar heima hjá sér og börn misnot-
uð. Nú vita allir að svo er, því miður, en hálf sann-
leikurinn felst í þvi að það er ekki talað um hverjir
það eru sem nauðga og berja. Það eru íslenskir
karlmenn og það eru líka þeir sem kaupa þjón-
ustu þessara stúlkna sem eru fluttar inn til lands-
ins. Þeir bera þvi ábyrgð og þeir eru ekki fáir - það
sýnir eftirspurnin, að minnsta kosti enn sem
komið er."
EÞ
Vellíðan heima...
lín éai láreft
Bankastræti 10 - Sími 561 1717
Kringlan - Sími 588 2424
VER A •
9