Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 14

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 14
~XJ c: fb > cn o E VfT5 -2C Kariai hringU> i- 905 2828 Konur hrlngjn ókeyplí I: 570 7728 Þriðji stærsti iðrtaður heims - verslað með fólk af holdi og blóði Kemur k I á m mér við? ✓ I aldaraðir hefur líkami kvenna verið notaður í groðaskyni. Enda er þvf oft haldið fram að vændi sé elsta atvinnugrein heims. Vændi og kynlífsþrælasala á sér þúsunda ára sögu. Verslun með líkama kvenna er enn í dag viðurkennd af samfélaginu sem góður og gildur viðskiptamáti. Og ekki er laust við að örli á virðingarblæ þegar umbúðir eru settar utan um þessi viðskipti. Margar og mismunandi ástæður eru fyrir þvf að konur leiðast út f það að selja lfkama sinn. En þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta fyrst og fremst um peninga og einfaldan hagfræðibúskap. Drifkraftur vændis- og klámiðnaðarins er verslun með einstaklinga af holdi og blóði til þess eins að græða á þvf. Jóna Fanney Friðriksdóttir 1 umræðunni um klám heyrist oft sagt að konur velji sjálfar að ganga inn í klám- og vændisiðnað- inn. Kominn sé tími til að konur kveðji fórnar- lambshlutverkið, þær hafi alveg jafn mikinn áhuga á kynlífi og 9055151 Karlar! Við tcngjum ykku íspjall við konur scm eru að bíða . öðrum línum!! karlar. Kynlíf er flest- um einstaklingum kært, mjög persónu- legt og jafnvel heilagt. Enda míðar gagnrýn- isumræðan um klám ekki að púrítanískri af- neitun á kynlífi. Hún er gagnrýni á klám- og vændisiðnað þar sem erótíkin er afskræmd og kynlífi pakkað sam- an í instant vöru til þess eins að græða peninga. Það er einföld hagfræðikenning að þegar vara er framleidd og síðan seld þá er alltaf einhver sem græðir og annar sem tapar. [ tilfelli klám- og vændisiðnaðarins eru það konur sem tapa. Það er skekkja að halda því fram að konur kjósi sér það viðurværi að selja líkama sinn af ánægjunni og spennunní einni saman. Skyldu margar ungar stúlkur dreyma um að starfa sem vændiskonur eða klámdrottningar þegar þær verða stórar? Sjaldnast er þetta spurning um val hjá konum. Konur selja líkama sinn út úr neyð, langoftast vegna fjárhagslegs óöryggis og lélegra lífskjara. Það er algjör einföldun að halda því fram að kon- ur kjósi sjálfar að sjá fyrir sér (og sinum) með kyn- lífi og klámi. Verslun og viðskipti með konur er orðinn gríðarlega öflugur og vel skipulagður al- þjóðlegur iðnaður. Á eftir vopnasölu og fíkniefna- sölu er klám- og vændisiðnaðurinn orðinn þriðji mesti iðnaður heims. Og í viðskiptaheimi klámsins virðast engin siðferðileg lögmál gilda. Ef mögu- leiki er á að græða peninga eru engin mörk. Til þess að fullnægja öfuguggahætti og gróðasýki er konum og börnum misþyrmt á ofbeldisfullan hátt. Hér á (slandi hafa klámbúllur sprottið upp eins og gorkúlur á örfáum árum og í dagblöðum má sjá gylliboð klámsins fyrir 66,60 krónur mínútan. Þessi þróun á sér stað um alla Evrópu og víðar. Hinir ríkari misnota hina fátækari I hugum margra er klám og vændi ekki hið sama. Sumar konur og sumir karlar eru á móti vændi en styðja klám. Telja það krydd í tilbreytingarlausan hversdaginn - engum til skaða. Orðið pornó- grafia, klám, er komið úr grísku og þýðir „það Konur selja iTkama sinn út úr neyð, lanqoFtast veqna Fjárhaqsleqs úöryqqis oq léleqra líFskjara. sem skrifað er um hórur". Merking orðanna vændi og klám eru því samtvinnuð því „það sem skrifað er um hórur" styður tilurð hórunnar og viðurkennir að viðskipti eigi sér stað. Flétti maður þessari lýsingu á pornógrafíu við það hvernig klám er skilgreint í íslenskri orðabók er niðurstað- an: Grófgert, illa unnið verk sem skrifað er um hórur. Eftirspurn eftir aðkeyptu kynlífi er ef til vill jafngömul mannkyni sjálfu en breytingarnar eru þær að nú geta allir tekið þátt og keypt þá þjón- ustu sem siðferðisþröskuldur þeirra býður. Lengi vel voru það einungis vel stæðir karl- menn frá rikari löndum sem gátu keypt sér líkama kvenna í löndum þar sem almenningur leið skort og fátækt. Þróun í samgöngum og ferðaiðnaði gerði það hins vegar að verkum að æ fleiri karl- LTkja má veru kvennanna T dvalarlöndunum við þrælabúskap eða qfslatöku þvT þær eru alqjörleqa háðar þeim sem Flytja þær inn oq jaFnvel neyddar til að búa við misjaFnar aðstæður menn geta leyft sér slíkan „munað". Reyndar hef- ur ör tækniþróun gert það kleift að meðaljóninn getur nú hæglega keypt sér eiginkonu með því einu að kveikja á tölvu eða fá sendan pöntunar- lista. Rétt eins og um peysu eða örbylgjuofn sé að ræða. Og vörunni er síðan hægt að henda verði maður leiður. Þróunin í klám- og vændisiðnaðinum síðustu ár felur í sér þær breytingar að á meðan áður þurfti mikið fjármagn og talsverða fyrirhöfn til að nálgast slíka þjónusta þarf lítið sem ekkert að hafa fyrir þvf í dag. Instant kynlíf og klám er þjón- usta sem flest allir hafa efni á. 500.000 konur fluttar ólöglega inn til Evróplanda Samkvæmt skýrslu Evrópuráðsins er um hálf milljón kvenna fluttar ólöglega inn til Evrópulanda á ári hverju. Flestar þeirra kvenna sem verslað er með koma frá fátækari löndum Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku. Eftir fall Berlínarmúrs- ins, 1989, opnaðist flóðbylgja frá Austur- Evrópu, frá löndum eins og Albaníu, Tékk- landi, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeniu, Eistlandi og Úkraínu. Frá byrjun tíunda ára- tugarins hefur tala kvenna frá Austur-Evrópu tvöfaldast í Belgiu og þrefaldast í Hollandi. Eistland er orðinn mikilvæg- ur hlekkur í útflutningi á konum. Þar í landi ræð- ur mafían mestu um vændi og talið er að konurn- ar séu flestar kornungar frá Rússlandi. Frá Eist- < landi eru konurnar yfirleitt fluttar yfir til Finnlands eða Svíþjóðar og síðan til annarra Evrópulanda, þ.á.m. til (slands. [ heimalandinu búa margar þessara kvenna við léleg lífskjör, avinnuleysi og lág laun og leita því eftir nýjum tækifærum erlendis til að þéna pen- 14 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.