Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 17
Ko n u r Föstudagskvöldið 8. október ákvað hópur kvenna að fara saman á nektardansstaði til að skoða hvað þar færi fram. Um 30 konur söfn- uðust saman og fengu þá þær fréttir að eig- endur staðanna hefðu vitneskju um þessa að- gerð og myndu bregðast til varnar. Ekki hafði það áhrif á konurnar - þær ætluðu að taka því sem að höndum bæri og siðan var lagt af stað. Þegar komið var inn í anddyri Óðals við Austurvöll var Ijóst hver varnarviðbrögð stað- anna voru. Á stóru skilti í anddyrinu stóð: Herrakvöld - Gentelmen's night. Bentu dyra- verðir á skiltið og sögðust því miður ekki geta hleypt konum inn. I samræðum við þá og eig- anda staðarins kom fram að þeir óttuðust að svona stór hópur kvenna gæti haft neikvæð áhrif á viðskiptin og mátti sjá talsverðan taugatitring í fari þeirra. Næst var haldið á Club Clinton í Fishersundi og þar var sama skiltið uppi og órólegur maður sem hræddist mjög að hafa lent á mynd og hafði I hótunum við Ijósmyndara Veru. Maxim's í Hafnarstræti var næsti viðkomustaður og komst hluti hóps- ins þar inn. Þegar dyravörður sá kvennahópinn fyrir utan sagðist hann ekki hleypa fleirum inn því staðurinn væri svo lítill en þó var langt í frá að hann væri fullur. Þar inni var hópur korn- ungra stúlkna frá Eystrasaltslöndum sem sátu á hnjám karlmanna og döðruðu. Stemningin breyttist óneitanlega þegar um tíu konur á miðjum aldri settust og fóru að horfa á dans stúlknanna á sviðinu. Ekki vildi hópurinn tvístr- ast og því var stoppað stutt á Maxim's en haldið á Club 7 í Ingólfsstræti. Þar var öllum hleypt inn og þar mátti einnig sjá fjölda ungra stúlkna við sömu iðju. Karlarnir voru iðnir við að kaupa fyrir þær kampavín sem smóking- klæddir þjónar báru á borðin í kælifötum. Einn og einn tíndist síðan afsíðis með stúlku I einka- dans. Á sviðinu var varan kynnt, súlkurnar dönsuðu vélrænt, sýndu tilburði sem eiga að vera eggjandi og afklæddust. Eftir dvölina á Club 7 var haldið á Vegas við Frakkastfg. Þar var sama skiltið og á hinum stöðunum: Herrakvöld - Gentelmen's night. Dyravörðurinn hafði augsjáanlega beðið eftir heimsókninni og var vígalegur í dyrunum, til- búinn með hinar ýmsu varnarsetningar, eins og: „Þið ættuð að koma færri í einu og ekki hafa þetta svona áberandi." Konurnar voru til- búnar að halda áfram að kynna sér starfsem- ina og taka höndum saman við þann stóra hóp í þjóðfélaginu sem vill að það komi upp á yfir- borðið hvaða þjónusta það er sem verið er að selja á þessum stöðum. Síðan hafa verið farnar fleiri skoðunarferðir á nektardansstaði. Eins og sést á spjaldinu, sem Vilborg Haröardóttir heldur á, ákváðu eigendur Óðals að hleypa aðeins karlmönnum inn þetta kvöld og það sama var gert á Club Clinton og Vegas. MAXÍM'S Um tiu konur komust inn á Maxim's i Haínarstræti en þegar dyraverðinum var litið út og sá allan hópinn sagðist hann ekki geta hleypt fleirum inn. Þær sem ekki komust inn biðu fyrir utan og síðan var haldið á næsta stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.