Vera - 01.10.1999, Síða 20

Vera - 01.10.1999, Síða 20
Labéque systur Svo sitja ítalskir karlmenn fyrir framan sjónvarpið og gera at- hugasemdir!" Ingunn segir að þrátt fyrir þetta séu ítalskar konur orðn- ar mjög menntaðar og þær eru jafnvel að fara fram úr körlunum að því leyti, eins og víða annars staðar. En þær virðast ekki losna svo auðveld- lega undan hinni rótgrónu ímynd kvenleikans. Kynslóð þeirra ítölsku kvenna sem er á aldur við mæður okkar, líta t.d á hjákonur karla og eilíf fram- hjáhöld þeirra sem eðlilegan hlut. „Ég held reyndar að ungu konurnar sætti sig síður við þetta. Þetta er bara í grund- vallaratriðum svo ólíkt því sem við þekkjum. Samskipti kynjanna á Italíu ganga svo mikið út á spennu og svo er þessi eilífa sam- keppni milli kvenna um karlmenn og athygli þeirra. Þetta er meira áberandi og á öðrum nót- um heldur en t.d. hérna á Norðurlöndunum, enda hafa Italir þá ímynd af Norðurlandapörum að þau „geri það" kannski tvisvar í mánuði, að það sé engin spenna og allt hundleiðinlegt! Svo höfum við Norðurlandabúar ýkta mynd af blóðhitanum þarna suðurfrá. Kannski væri best að hafa sitt lít- ið af hvoru!" Hvaða mynd hafa þessar þjóðir af íslenskum konum? „Ég er nú voða oft fyrsta íslenska konan sem út- lendingar kynnast og fólk virðist frekar hafa ímynd af skandinavískum konum en íslenskum. Italir hafa þá mynd að norrænar konur séu sterk- ar konur sem gangi mjög vasklega og hreint til verks, líka í samskiptum sínum við hitt kynið. Það er kannski þess vegna sem ítalskar konur líta á mig sem keppinaut. Þær eru líka svolítið feimnar við mig og það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig Ég upplifði ítalskar konur strax í mikilli vörn og samkeppni við aðrar konur, enda gengur allt á Ítalíu óskaplega mikið út á fegurðina og kvenleikann. að eignast vinkonur á Italíu. En ég er kannski bara ekki búin að vera nógu lengi í landinu, það eru ef- laust til ótal margar yndislegar, ítalskar konur sem eru ekki fastar í þessum samanburði. En auðvitað megum við ekki vanrækja kvenleikann þó við séum ekki að keppast um karlmenn! Það er auð- vitað hluti af því að hugsa vel um sjálfa sig að rækta konuna í sér. Við getum því kannski lært svolítið hver af annarri, suðrænar konur og nor- rænar." Ingunn segir að það sé ekki laust við að ftalir líti svolít- ið á hana sem geimveru, þeim finnist alveg ótrúlegt að kona einsömul fari frá Islandi, vinni í mörg ár á virtri umboðsskrif- stofu í Þýskalandi og fari svo að vinna á Italíu fyrir þessar heimsfrægu systur án þess að kunna tungumálið. Þeim finn- ist þetta í raunínni absúrd. En Ingunn er ófeimin við að við- urkenna að ekki sé allt sem sýnist og að velgengnin hafi ekki komið á silfurfati. „ Þótt það sem ég hef ver- ið að gera hljómi ósköp spennandi og margir haldí að þetta sé tóm sæla, þá vil ég taka fram að þetta er ekki bara auðvelt. Þetta er búið að vera mikið púl og runnið hefur ómælt magn af blóði, svita og tárum. Ég er svolítið þreytt á þess- ari kröfu um að „allt gangi svo óskaplega vel" sem ég held að margir Islendingar þekki, bæði þeir sem búa hér heima og erlendis. Fólk þorir varla að viðurkenna að það séu ekki alltaf jólin. En þó lífið sé ekki eíntómur dans á rósum þá er ekki þar með sagt að þetta hafi ekki verið þess virði! Það er eitthvað inni í mér sem rekur mig áfram til að takast á við erfiða hluti, ég hef gaman að því að ögra sjálfri mér. Þetta er einhvers konar blan- da af metnaði og þörf til að takast á við eitthvað nýtt. Að sanna sig. Og það er svo hollt fyrir sjálfs- myndina. Eftir að hafa tekist á við þetta allt sam- an treysti ég mér til að sækja um hvaða vinnu sem er - hvar sem er. Ég mæli eindregið með því að stökkva fremur en hrökkva, ef löngunin til að stökkva er á annað borð fyrir hendi." Átt þn fjársjóð? Skjöl einstaklinga og félaga eru ómetanlegar heimildir um mannlíf og sögu Reykvíkinga varðveittu eigin sögu og kynslóðar þinnar - Haföu samband ef þú ert meö skjöl sem gætu átt erindi á skjalasafn Borgarskjalasafn Reykjavíkur Skúlatúni 2,105 Reykjavík, Sími: 563 2370, Netfang: borgarskjol@rvk.is 20 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.