Vera - 01.10.1999, Síða 23

Vera - 01.10.1999, Síða 23
D A G B Q& F E M I N I S I A eftir ÚI f h i I d i Dagsdóttur Konursemerumennsem erukonursemerukonur semerumennsemerukonur Um þessar mundir stend ég i dálítilli dvergorrustu við akademónana mína uppi í Reykjavíkur Akademíu. Ég villtist nefnilega inn á heimasiðuna þeirra (okkar) og rakst þar á þær upplýsingar að Reykjavíkur Akademían hýsti sjálfstætt starfandi fræðimenn. í hasti sendi ég inn leiðréttingu: ég er fræðikona, ekki fræðimaður. Leiðréttinguna hef ég ekki enn fengið en hinsvegar spunnust um þetta örsmáar umræður í kaffistofunni þarsem sýnist sitt hverjum, aðallega lét fólk sér þó fátt um finnast og konurnar virtust ótrúlega lítið sárar yfir að vera kallaðar menn. Mér finnst þetta hinsvegar hið versta mál og þreytist aldrei (nema stundum) á því að mótmæla þessum órétti. Á sínum tíma æsti það upp mikið fok fjaðra að þingkonur Kvennalistans vildu láta kalla sig þingkonur en ekki þingmenn. Orðið þingmaður var heilagt og vísaði til hinnar eðlu stofnunar sem þingið er, með öllum sín- um mikilmennum og gáfumennum og stórmennum. Þingkona var van- helgun á þessum mennum, líklega skyld þeirri vanhelgun sem kvenprestur á túr veldur í kaþólskum kirkjum. Um tíma voru kvenstörf kvenkennd eftir mætti en síðan dó þessi góða tíska út, mér til mikilla vonbrigða, því mér er alveg fyrirmunað að skilja af hverju ég skuli sífellt karlkennd. Ég er orðin hundleið á að vera kennari, gagnrýnandi, fyrirles- ari, frílansari, fræðimaður og rithöfundur. Ég er hvergi í þessum orðum sem aldrei voru hönnuð utanum mig því þau voru búin til af körlum um karla fyrir karla, og þegar lítil kona eins og ég geng inn í þessi orð þá horfi ég ( kringum mig og sé ekkert markvert og ekkert sem líkist því sem ég vil vera. Og nú er komið aðeins að því að tala um orð Kynjavandamál þetta er náttúrulega hinni íslensku tungu að kenna en ósveigjanleg og yfsilonóvæn þvingar hún konur í karlmannleg hólf. En íslenskan sýndi og sannaði hvað hún getur verið skemmtileg þegar hún bauð fram orðið orðræða sem þýðingu á enska hugtakinu discourse sem visar í fræðílegu tali til ákveðins sjáfstæðis tungumálsins. Orðið orð- ræða (fyrir utan að vera kvenkyns) er eitt af þessum skemmtilega lýsandi orðum; ég sé alltaf fyrir mér hóp af orðum sitja í hring og ræða æst sam- an, rjóð í vöngum yfir flösku af rauðvfni. Orðin sú eru hreint ekki saklaus tæki tungu heldur háskaleg fyrirbæri sem segja sína eigin sögu; tviræð merking einstakra orða getur kollvarpað innihaldi heillar setningar eða jafnvel bókar eða ritraðar. Þessi sjálfstæða merking orða kemur einmitt svo vel fram í kynjuðu máli íslenskunnar, þarsem annað kynið ber með sér áberandi meira gildismat en hitt: prófið til dæmis að skipta kennara út fyrir kennslukonu. Vægið minnkar, ekki satt? Ég á mér ekki mikið af stuðningsfólki (ég skipti alltaf mönnum út fyr- ir fólk þegar ég á þess kost, nema þegar ég er að taka neikvæð dæmi, þá segi ég menn) í þessari baráttu minni - tungumálið skiptir engu máli, þetta eru bara öfgar og konur eru líka menn, eru þrjár algengustu at- hugasemdirnar. Auðvitað eru þetta öfgar, en tungumáið skiptir vissu- lega máli: en ég vil ekki vera líkamaður, eða líka eitt né annað. Karlmenn geta verið skyttur og hetjur Þetta með líkamennina verður líka svo ósegjanlega lítils virði þegar til þess er tekið að menn geta bara alls ekki hugsað sér að vera líkakonur; strákar til dæmis gátu ekki verið fóstrur, nei þeir urðu að vera fóstrar og enduðu svo sem leikskólakennarar. Á sínum tíma (1973) var nafni Fóstruskóla Sumargjafar breytt I Fósturskólinn til þess að gefa karlmönn- um færi á að mennta sig sem fóstrur. Þegar þeir svo gripu þetta tæki- færi glóðvolgt 10 árum síðar kom babb I bátinn: átti að útskrifa þá sem fóstrur eða var ástæða til að breyta starfsheitinu? Leitað var til Jafnrétt- isráðs og íslenskrar málnefndar til þess að athuga hvort það bryti I bága við jafnréttislög eða íslenska málhefð að karlmenn tækju að sér kven- kynsstarfsheiti. Um stund urðu strákarnir að láta sér fóstruheitið nægja - enda bent á að karlmenn geta verið bæði skyttur og hetjur - en 11 árum síðar var starfsheitið leikskólakennari tekið upp. Ekki fer neinum fregnum af því að leitað hafi verið til málfræðilegra yfirvalda þegar konur hafa tekið upp karlkyns starfsheiti, allavega minn- ir mig að flestum hafi fátt um fundist þegar ég tók upp ofangreind heiti. Kannski mætti segja að einhver munur sé á því þegar starfsheiti eru ekki aðeins kvenkyns heldur beinlínis kennd við konur, eins og kennslu- kona og fræðikona og hjúkrunarkona, og því sé körlum vorkunn að vilja ekki ganga undir slíka kynskiptaaðgerð: en hvað með alla mennina sem við konur verðum að vera? í eitt skipti fyrir öll: ég er ekki maður, ég er kona. Og hana nú. Að lokum ber þess að geta að orðið akademón er karlkyns. En það er í góðu lagi: því demónar geta verið allskyns. 2 3 VERA •

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.