Vera - 01.10.1999, Síða 24

Vera - 01.10.1999, Síða 24
/ Islenska konan í blíðn og stríðn Ég horfi í kringum mig og ég sé, heyri og skynja. Ég tala við fólk, ég les og ég vinn. Þannig öðlast ég reynslu. Það fer mikið eftir minni fyrri reynsiu hvernig ég túlka nýja reynslu. Svo er okkur flestum farið. Með tímanum öðlumst við ákveðna mynd af okkur sjálfum. Við þykjumst þekkja einkenni eigin persónu, andleg jafnt sem líkamleg. Við höfum nokkra hugmynd um hverjir vitsmunir okkar eru, teljum okkur þekkja eigin tilfinningar og vita hvað við getum. Kristín Aðalsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Erindi flutt á aðalfundi Kvenfélagasambands þingeyskra kvenna, sumardaginn fyrsta, 22. april 7 999. Jónas Pálsson sálfræðingur, fyrrum rektor Kennara- háskóla íslands, sagði eitt sinn í kennslustund að fátt væri manninum mikilvægara en að hafa rétta sjálfs- mynd. Til að sjálfsmyndin fái á sig rétta mynd, eflist og þroskist þurfum við að njóta viðurkenningar, umhyggju og ástar. Við þurfum að finna að við séum raunverulegir einstaklingar með sérstakar persónulegar þarfir. Undirstaða slíkrar sjálfsmynd- ar er að við fáum að njóta hæfni okkar og getu í leik og starfi. Sú umhyggja sem við hljótum í bernsku hefur varanleg áhrif á sjálfsmynd okkar. Margir telja óhætt að fullyrða að án þessarar umhyggju og ástar í bernsku getum við ekki mótast sem fullgildir einstak- lingar. Við vitum að raunhæf sjálfsmynd hefur gríð- arlega mikið að segja ef við eigum að ná settum markmiðum, ráða fram úr daglegu lífi, skapa góð og traust tengsl við aðrar manneskjur og verða sjálfstæðar, hugsandi og virkar manneskjur í sam- félaginu. Rannsóknir sýna að sjálfsmyndin hefur mikil áhrif á hvernig við stöndum okkur, vits- munalega og félagslega. Ég held því fram að sjálfsmynd kvenna þurfi að vera sterkari en raun ber vitni. Umfjöllun um sjálfsmynd kvenna, nauðsyn þess að hún sé skýr, áhrif hennar á líf okkar í blíðu og stríðu verður rauði þráðurinn í máli mínu. Þegar ég renni huganum yfir þá litlu vitneskju sem ég bý yfir um ís- lenskar konur fyrr á tímum þá birtist mér mynd af andlega sterkum kon- um sem halda reisn sinni þrátt fyrir misjöfn kjör. I fornbókmenntum okk- ar er að finna frásagnir af mörgum sterkum konum sem að vísu höfðu ekki völd fremur en við, en létu þó ekki kúga sig. Þær tóku til sinna ráða væri þeim misboðið. ( bókmenntum er oftast að finna sagnfræði, þær endurspegla raunveruleikann að einhverju leyti. Dr. Haraldur Bessason fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri þekkir Islendingasögurnar. Ég spjalla við Harald daglega. Einn daginn bað ég Harald að segja mér hvaða mynd hann hefði af Hallgerði langbrók Höskuldardóttur. Haraldur sagði: „Hallgerður er á skautbúningi, stórhættuleg og kyn- þokkafull. Hún er fáguð, liklega gáfaðri en samtíma- konur hennar, griðarleg skapkona. Hún er hvort tveggja i senn heimskona og sótt úr grárri forneskju. Hún er i rauðum kirtli. Hallgerði var hægt að heilsa með handabandi, hún hafði ekki kartnögl á hverjum fingri." Haraldur Bessason, 1995. Skopskyn Haralds er samt við sig en ég sé Hall- gerði fyrir mér sem stolta, sterka konu, hún vildi eng- in hornkerling vera, hún skyldi ekki víkja, hún vissi hvað hún vildi, hún hafði mikið sjálfstraust. Stolt hennar leiddi af sér vígaferli. Það var grimmd að baki orðum hennar er hún sagði við Bergþóru: „Ekki er kostamunur á ykkur Njáli, þvi þú hefur kartnögl á hverjum fingri en hann er karl hinn skegg- lausi". Hallgerður sættir sig ekki við kinnhest karls síns og hefnir sín. Gunnar var drepinn, hann fékk ekki hár- lokkinn i bogastrenginn. Hallgerður átti erfitt, hún átti tvö erfið hjónabönd að baki. Hún var vitaskuld umdeild kona og henni var last- mælt. Ögn velti ég þvi fyrir mér hvort hún hafi ekkí verið ein og einmana kona sem fáir skildu. Konur sem eru sterkar eru oft einar, jafnvel ein- mana. Við skulum líta á mynd af lífi annarrar konu. Hún var langamma mín, fædd 1876. Á einangruðu býli, langt inni í heiði bjuggu afi minn og amma um síðustu aldamót. Þau hétu Þorbjörg og Páll. Um búskap þeirra er skrifað í Árbók Þingeyinga, 1971: „Af heimili og búskap þeirra Þorbjargar og Páls eru góðar spurnir hvað snertir framtak, reglusemi og umhirðu. Mun heimilið oftast hafa verið fjölmennt...Vinnan var stunduð af kappi og fólkið vel haldið. Vel var fyrir öllu séð. Hjónin voru samhent, þó nokkuð væru þau ólik i fram- 24 • VERA Komjr sem eru sterkar eru oft einar, jafnvel einmana.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.