Vera - 01.10.1999, Side 28
E E M 1 N I S T I
B I Q
E E R 4
A n n a Ólafsdóttir Björnsson
Ungfrúin góða
húsið
Það er afskaplega ánægjulegt hlutskipti
að skrifa umfjöllun um nýjustu íslensku
kvikmyndina, Ungfrúna góðu og húsið
eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Myndin
fjallar um konur og er leikstýrt af konu
og það út af fyrir sig er næg ástæða til
að fjalla um hana í VERU. Hitt er þó
ennþá meira um vert að þessi mynd er
heilsteypt, vönduð og alveg gífurlega
vel gerð.
Heiður og hræsni
Umfjöllunarefni myndarinnar er heiður
og hræsni. Það er eins og söguþráður-
inn sé saumaður inn í myndina spor fyrir spor svo megindrættirnir eru
Ijósir frá upphafi en smátt og smátt fylla mýmörg smærri atriði inn í
myndina og breyta henni hægt og bítandi. Aðferðin gengur afskaplega
vel upp. Rétt eins og í góðum saumaskap þá eru ekki valdar neitt ein-
faldar aðferðir til að koma efni myndarinnar á framfæri og skilin milli
heiðursins og hræsninnar loðin. Þótt systurnar séu dregnar upp skýrum
dráttum, sem sú óskaplega góða og sú óskaplega vonda, þá eru örlög
þeirra og líf allt of samþætt til að unnt sé að draga skýra línu á milli
þeirra. Þetta þarf einfaldlega að sjá og upplifa með því að fara á
myndina.
Hlutskipti kvenna
Hlutskipti kvenna á tíma myndarinnar er annað meginþema myndarinn-
ar. Konan sem kýs sér önnur örlög en þau að giftast einum þeirra fjöl-
mörgu „verðugu" vonbiðla sem fjölskyldan sankar að sér af stakri elju-
semi, kemst hvorki lönd né strönd með drauma sína. Draumar fjölskyld-
unnar um framtíð hennar snúast upp í andhverfu sína á nokkuð skraut-
legan hátt. Hin systirin mætir líka andbyr þótt með öðrum hætti sé og
biturleiki hennar þess vegna er einn helsti drifkraftur sögunnar. Raun-
verulegt valdaleysi kvennanna um örlög sín í myndinni og hvernig þær
bregðast við, er eitt það forvitnilegasta (frásögninni. En litlu atriðin segja
líka meðfram aðalsögunni heilmikið um hlutskipti kvennanna. Ómegð
og ólétta, aðallega ótímabær, móta örlög fleiri kvenna en aðalsöguhetj-
anna. Yfirliðin, höfuðverkurinn, „veikindin" hjá yfirstéttarkonum standa
sem andstæður frammi fyrir öllum hinum konunum í myndinni sem eru
vinnandi, sumar stritandi og áreiðanlega ekki yfirliðagjarnar nema af
skorti og öðrum bágindum.
Leikararnir
Leikararnir í myndinni eru vel valdir og góður samleikur þeirra það sem
mesta athyglí vekur. Leíkstjóri hlýtur hér að eiga stóran hluta að málí því
ekki er eins og oft hægt að segja að á ferðinni séu aðeins þeir leikarar
sem eru þaulvanir að leika saman. Af
íslensku leikurunum er það að segja að
það er þægileg tilbreytni að sjá suma
þeirra sem við erum vön að sjá ofleika
(stundum á það vissulega við) sitja
blessunarlega á sér. Mest mæðir á
þeim Tinnu Gunnlaugsdóttur,
Ragnhildi Gísladóttur og Agli Ólafs-
syni. Þau eru mjög örugg í hlutverkum
sínum og Ragnhildi hef ég aldrei séð
betri. Það er þó Agneta Ekmanner í
hlutverki móðurinnar sem mér finnst
eftirminnilegust. Ósögð saga hennar
sjálfrar skín sterkt í gegn og þar fara
saman góð útfærsla í handriti og afbragðsgóður leikur.
Ólga
Það er ekki hægt að skilja við myndina öðru vísi en að fara nokkrum orð-
um um umbúnað hennar, litaval, lýsingu, búninga og tónlist. Þrátt fyrir
að nokkuð langt sé gengið í að hafa yfirbragð myndarinnar hófstillt og
í góðu jafnvægi er einhver ólga í öllum þessum þáttum myndarinnar,
rétt eins og undir yfirborði frásagnarinnar. Sú ákvörðun að láta flesta
búninga systranna vera með evrópsku yfirbragði þess tíma sem myndin
vísar til gefur hönnuðinum ákveðið frelsi til að taka þátt í framvindu
myndarinnar. Og gamla kvennalistahjartanu mínu var skemmt þegar ég
sá vondu systurina allt í einu komna á (slenskan búning undir lok mynd-
arinnar. Örugg vísbending um að nú ætlaði hún að fara að vera (eða
sýnast) góð. Hvort var á ferðinni er eitt af þvi sem skilið var eftir opið.
Konum ráðstafað
Andrúmsloftið í myndinni Ungfrúin góða og húsið minnti á stundum á
þá merku mynd Piano eftir Jane Champion. Þótt myndirnar séu alls ekki
líkar þá er yfirbragðið á margan hátt skylt. Söguefnið líka, því i báðum
myndunum er verið að fjalla um konur sem er ráðstafað út og suður og
þeirra margvislegu mótleiki í valdalitlu hlutverki. Óhefluðu samfélagi er
teflt andspænis hefðbundinni, evrópskri menningu og þannig mætti
áfram rekja. Skyldleiki við aðrar kvikmyndir frá Norðurlöndum er vissu-
lega til staðar líka. Þær frænkur myndarinnar finnast mér þó ögn fjar-
skyldari.
Mér hefur fundist örla á því i umræðu að fólki þætti óþarfi að gera
of margar kvikmyndir eftir sögum Halldórs Laxness. Ég get ekki annað
en vonað að þær verði sem flestar því það er full ástæða til að miðla
sögum hans á sem fjölbreyttastan hátt. Ekki síst í Ijós þess að hann er sá
höfundur sem án efa hefur skapað fleiri eftirminnilegar kvenhetjur en
nokkur annar Islendingur. Það er ekki nauðsynlegt að leikstjórinn sé
alltaf Guðný Halldórsdóttir, en óneitanlega kostur.
Guðný Halldórsdóttir leikstjóri
28 • VERA