Vera - 01.10.1999, Page 44

Vera - 01.10.1999, Page 44
en mér finnst núna að ég hafi verla verið nógu þroskuð til að takast á við móðurhlutverkið á þessum tlma. Sem betur fór áttu dætur mínar ást- ríka og góða ömmu sem þær gátu alltaf leitað til þar sem mamma var. Ég naut mín miklu betur þegar ég átti yngstu dóttur mína, Kristínu. Eins finnst mér indælt þegar Védís dótturdóttir mín er hér en hún hefur oft búið hjá mér. Ég held að ég finni mig eiginlega betur með barnabörnunum." Svo skilduð þið Hermod? „Já, ég lenti í þeirri sáru lífsreynslu sem hjóna- skilnaður er. Orsökin? Það eru auðvitað alltaf margar orsakir, ekkert eitt. Hermod var vín- hneigður og það var ekki til að bæta sambúðina. Ég leiddist líka út í óreglu um tíma, það urðu þó ekki mörg ár sem betur fór. En það sem ég tók al- varlega nærri mér var sú staðreynd að hann vildi ekki að ég málaði myndir. Þetta kann að hljóma ótrúlega en það er samt satt. Konan hans átti fyrst og fremst að vera húsmóðir og móðir en ekki ganga um með einhverja listamannsdrauma. Ég gerði sannarlega tilraun til að verða við óskum hans en sköpunarþörfin var svo rík hjá mér að ég varð altekin vanlíðan þegar ég gat ekki veitt henni útrás. Heldur en ekkert fór ég að reyna að yrkja órímuð Ijóð, sem ég sýndi náttúrlega ekki nokkrum manni. Það var bara mamma sem trúði alltaf á mig, bæði sem manneskju og listamann, og fyrir það er ég henni eilíflega þakklát." En þú haettir þó á að giftast aftur, meira að segja öðrum Norðmanni. Hvar uppgötvaðir þú hann? Nú brosir Margrét. „Við vorum bréfavinir í fyrstu. Þá voru bréfaskipti mikið í tísku, í öllum blöðum voru langir dálkar þar sem ungir sem gamlir ósk- uðu eftir bréfavinum. Það kom í Ijós að ég þekkti fólkið hans í Noregi. Kannske hefur okkur bara verið ætlað að hittast. Gunnar er svo hlýr og góð- ur. Mér finnst hann hafa bætt mér upp svo mikið af því sem lífið hefur lagt á mig. En ég tek það fram að fyrri maðurinn minn hefur alltaf verið okkur velviljaður og boðinn og búinn að gera okkur greiða." Hættu\ að tirjóta „Stop Snoring" Hættu að hrjóta tryggir hljóðlátan Fæst í stórmörkuðum, apótekum og bensínstöðvum Esso Og hvað segirðu mér svo um myndlistina? „Myndlistin," segir Margrét ákveðin, „er mín leið. Ég mála vegna foreldra minna. Ég held að mér sé óhætt að segja að þau voru valmenni, ég er stolt af að vera dóttir þeirra og vil á engan hátt bregð- ast vonum þeirra þó þau séu dáin. Og myndlistin er líka mín leið til frelsisins. Þegar ég mála er ég frjáls. Þess vegna mála ég svo oft fugla og engla. Ég losna úr fjötrum hversdagslífsins, sjúkdóma og erfiðleika. Ég er frjáls sem fuglinn. Frjáls!" Mér verður orðfall þar sem ég sit gegnt þess- ari lífsreyndu listakonu og ég minnist þess að Margrét hefur verið krabbameinssjúklingur mörg undanfarin ár. Þar að auki er hún með sykursýki og ýmsa „smærri" kvilla. „Ég er orðin svo þreklaus," segir hún og bros- ir. „Ég hef ekkert málað núna undanfarið. Ég hafði hugsað mér að gera margt og mikið, halda sýningar og guð veit hvað. Þá kom krabbinn til sögu. En trúin hefur hjálpað mér. Guð bregst engum sem biður í einlægni." Við göngum um vinnustofur Margrétar á efri hæðinni. Þarna eru margar myndir af vetrarfeg- urðinni sem henni er svo hugstæð, einnig myndir sem minna á Ijóð, drauma og dulrænu. „Stundum mála ég draumana mína," segir listakonan. „Og stundum fæ ég einhver sambönd sem ég kann ekki að skýra. Til dæmis þegar ég geng ein úti - ég fer alltaf eldsnemma út með hundana, áður en nokkur vaknar í bænum. Þá er oft alstirndur himinn og allt svo fallegt...." Og sígilda spurningin, Margrét: Hefurðu grætt peninga á því að mála? „Nei, nei," svarar Margrét eins og ekkert sé. „Það stæði áreiðanlega ekki undir kostnaði, ef allt væri talið. Ég sel myndirnar mínar ódýrt, ég er glöð ef fólk vill eiga þær. Hins vegar fyllist ég þrjósku ef gert er litið úr þessum „afkvæmum" mínum. Ég skal segja þér sögu - hún er reyndar bæði döpur og hlægileg. Svo stóð á að ég þurfti að borga töluvert háa fjárupphæð alveg óvænt. Ég átti auðvitað enga peninga því þá vorum við hjónin bæði orðin öryrkjar. Ég fór samt upp í banka og sagði bankastjóranum eins og var, að ég gæti ekki greitt þetta í peningum. „Það eina sem ég á eru myndir og þær megið þiðfá," sagði ég, þó ég byggist reyndar ekki við góðum undirtektum enda upphófust nú miklar hvíslingar milli banka- starfsfólksins. „Þið getið skreytt bankana með málverkum," sagði ég galvösk. Enn heyrðist mik- ið taut og hvísl. Svo kom svarið: „Nei, Margrét, þetta er ekki hægt. Það er langt síðan þú hefur haldið sýningu, við höldum að myndirnar þínar hafi ekkert listrænt gildi I" Það var nefnilega það. Og enn brosir Margrét þessu lífsreynda og stillta brosi. Ég vona að hún geti bráðum farið að mála aftur, björtu snjómyndirnar sinar, fuglana og englana. Og kannske eina og eina sumar- mynd. 44 • VERA ----------------v---------------------1 ■ FJÖLSKYLDUMYND Á SKRIFBORÐINU HANS Hann er örugglega heilsteyptur, ábyrgur fjölskyldu- maöur. FJÖLSKYLDUM YND Á SKRIFBORÐINU HENNAR: Fjölskyldan er henni mikilvægari en framinn. MIKIÐ DRASL ER Á SKRIFBORÐINU HANS: Hann vinnur greinilega mikiö og er önnum kafinn. MIKIÐ DRASL ER Á SKRIFBORÐINU HENNAR: Hún er óskipulagöur moöhaus. HANN RABBAR VIÐ STARFSFÉLAGANA: Hann er örugglega að ræða síöasta samning. HÚN RABBAR VIÐ STARFSFÉLAGANA: Hún er örugglega að slúöra um náungann. HANN ER EKKI Á SKRIFSTOFUNNI: Hann fór að tala viö vióskiptavin. HÚN ER EKKI Á SKRIFSTOFUNNI: Hún hefur skroppiö í búöir. HANN SNÆÐIR MIÐDEGISVERÐ MEÐ YFIRMANNINUM: Hann er uppleiö. HÚN SNÆÐIR MIÐDEGISVERÐ MEÐ YFIRMANNINUM: Þau eru örugglega elskendur. YFIRMAÐURINN GAGNRÝNDI HANN: Hann á eftir aó bæta sig. YFIRMAÐURINN GAGNRÝNDI HANA: Þaó kemur henni úr jafnvægi. HANN GERÐI LÉLEGAN SAMNING: Varö hann reiöur? HÚN GERÐI LÉLEGAN SAMNING: Fór hún aö gráta? HANN ÆTLAR AÐ KVÆNAST: Hann veröur ráösettur. HÚN ÆTLAR AÐ GIFTAST: Hún veróur ólétt og hættir. HANN Á VON Á BARNI: Hann Þarf kauphækkun. HÚN Á VON Á BARNI: Þaö veróur fyrirtækinu dýrt aö borga fæöingarstyrk. HANN FER í VIÐSKIPTAFERÐ: Þaó er gott fyrir frama hans. HÚN FER í VIÐSKIPTAFERÐ: Hvaö finnst manninum hennar um þaó? HANN FER í BETRA STARF: Hann hefur vit á aö grípa gott tækifæri. HÚN FER í BETRA STARF: Konur eru óáreiðanlegar.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.