Vera - 01.10.1999, Síða 52

Vera - 01.10.1999, Síða 52
cn c cn O k_ =3 ra Trefjaefni (trefjar) er fæðuefni sem eingöngu finnst í jurtaríkinu. Segja má að trefjaefni séu beinagrind plantna. Þau hafa það hlutverk að halda plöntunni uppi, styðja hana og vernda gegn ofþornun og öðrum utan að komandi áhrifum. Trefjaefnin eru fyrst og fremst í ysta lagi plöntufrum- unnar. I líkama okkar finnast ekki hvatar sem geta brotið trefjaefnin niður svo trefjarnar koma því ómeltar niður í ristil eftir að vera búnar að ferðast í gegnum maga og smáþarma. Að vísu brotnar lítill hluti þeirra niður fyrir tilstilli baktería í þörmum. Þar sem trefjaefnin eru því sem næst ómeltan- leg þá gefa þau litla sem sem enga orku og geta því ekki talist „vera fit- andi". Af hverju að borða trefjar? En hvers vegna þurfum við trefjaefni úr því að við getum ekki brotið þau niður? Trefjaefni geta komið í veg fyrir hægðatregðu en hægðatregða er nokkuð algengt vandamál sem lítið er talað um. Trefjar drekka (sig vökva og stuðla þannig að því að hægðirnar verða mýkri. Því er nauðsynlegt að hafa hugfast að það er ekki nóg að auka neysluna á trefjaríkum matvælum heldur verður líka að drekka nægjan- lega til að trefjarnar hafi einhvern vökva til að taka upp. Við losum okkur við u.þ.b. þrjá lítra af vökva á dag og þurfum þvf að fá sama magn inn (staðínn. Um helming fáum við úr matnum sjálfum, s.s. með neyslu á tómötum og agúrkum, en afganginn verðum við að drekka í formi vökva, eða nálægt einum og hálfum lítra á dag. Trefjaefni eru einnig góður kostur fyrir fólk með sykursýki. Trefjaefnin hægja á frásogi sem þýðir að maturinn fer hægar úr maga og þörmum út í blóðrásina þannig að blóðsykurinn stígur hægar eftir trefjarfka máltíð en máltíð sem inni- heldur lítið af trefjum. Þetta er sérlega heppilegt fyrir fólk með sykursýki. Fyrir þá sem eru að glíma við aukakíló eru trefjar mikilvægar. Trefjaríkar mat- vörur eru oft umfangsmiklar og gefa því góða mettunartilfinningu auk þess sem þær draga í sig vökva sem eykur enn á mettunartilfinninguna. Eins og áður hefur komið fram þá brjótum við trefjarnar ekki niður nema að mjög litlu leyti og þvf gefa þær ekki orku þó þær gefi góða mettunartilfinningu í töluverðan tíma. Trefjaefnin geta einnig stuðlað að lækkun blóðfitu en það er mikilvægt í bar- áttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Ákjósanlegir trefjaefnagjafar í þessu samhengi eru t.d. bygg, hafrar og appelsínur. Trefjaríkar matvörur Trefjaefni finnast í öllum tegundum af korni og kornvörum. Hafragrauturinn gamli og góði er því ákaflega holl fæða og ætti að nota mun meira en gert er i dag. Til að auka enn trefjainnihaldið má bæta í grautinn hveitiklíði og rúsfnum sem gefa sætt bragð. Hveitiklíð er ein af trefjaríkustu matvörunum sem við getum fengið. Þegar við búum til súpur, t.d. kjötsúpu, fiskisúpu eða jafnvel grænmetissúpu, er mjög gott að bæta i hana heilu korni. Það sem ég mæli þó mest með er heilt bygg (bankabygg). Það gefur súpunni betra bragð á sama tíma og það eykur magn trefjaefna i súpunni. Töluvert af trefjum eru í kartöflum, grænmeti og ávöxtum. Islendingar borða enn of lítið af grænmeti þó það hafi aukist verulega undanfarin ár. Grænmeti ætti að vera með hverri máltið, ýmist hrátt eða soðið, en auk þess er gott að nota það sem millibita og setja í nestisboxið hjá börnunum og sjálfum sér. Hversu mikið skal borða ? Ráðlögð dagsneysla er um 25 g af trefjum fyrir einstaklinga sem þurfa um 2500 kkal á dag. Hér erum við Islendingar enn undir ráðleggingum. Nokkrar aðferðir eru til að bæta úr þessu, s.s. aukin grænmetis- og ávaxtaneysla. Borða meira af grófu brauði og nota heilhveiti í stað hveitis við bakstur. Marmarakaka eða sand- kaka eingöngu gerð úr heilhveiti er mun betri en þær sem eingöngu eru gerðar úr hveiti og mæli ég með að fólk prófi. Þegar við gerum pönnukökur eða vöfflur þá er um að gera að nota heilhveiti. I byrjun er gott að blanda saman hveiti og heilhveiti ef manní þykir stökkið of míkíð. I þessarri stuttu greínargerð hef ég reynt að benda á mikilvægi þess að auka trefjaefnaneysluna og hvernig við getum gert það. Það er svo annað mál að fólk er gjarnan fangar í viðjum vanans og á stundum erfitt með að gera breytíngar á áragömlum hefðum sínum. Þó held ég að viljinn og áhuginn séu mikilvægastir þegar gera skal breytingar til hins betra á mataræði sínu. Minnumst þess þó að þegar við erum að vinna ( því að bæta mataræði okkar erum víð að gera vel við eigin heilsu, það dýrmætasta sem við eigum. 52 • VERA

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.