Vera - 01.10.1999, Qupperneq 54

Vera - 01.10.1999, Qupperneq 54
Tinna Arnardóttir: Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi fyrr i þessum mánuði að vera þátt- takandi í ráðstefnunni Konur og lýðræði. Ég er meðlimur í Bríeti, félagi ungra femínista, og okkur var boðið að senda einn þátttakanda sem ungliðafulltrúa íslands. Alls voru fimm ungliðafulltrúar og vorum við i bréfasam- bandi fyrir ráðstefnuna þar sem ákveðið var að reyna að hittast meðan á henni stóð. Ungorkonur o roðstefnunni Konur og lýðræði Ungliðafulltrúarnir Aysu frá Finnlandi. Tinna frá íslandi, Mette frá Danmörku, Alisia frá Rússlandi og Natasha frá Bandaríkjunum, i móttöku Ingibjargar Sólrúnar i Gvendarbrunnum. FÖSTUDAGUR Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég lagði af stað í Borgarleikhúsið rétt eftir hádegið. Ég lagði bílnum fyrir utan Viðskiptaháskólann og rölti yfir götunna. Það var mikill mannfjöldi í anddyri leik- hússins, allir að sækja nafnspjöld og aðra pappfra og mikil spenna í loftinu. Ég blandaði mér í þvög- una og beið. Þegar röðin kom að mér sagði ég til nafns og fékk afhenta einnota myndavél og glært plastumslag sem í var nafnspjald, boðsmiðar í móttökur og fleira slíkt. Ég fetaði mig svo gegn- um mannhafið í átt að salnum. Við innganginn var öllum afhent heyrnartæki og móttakari til að geta heyrt f túlkunum en allt sem fram fór var þýtt á ensku og rússnesku. Inni í sal var mér vísað til sætis á fremsta þekk, beint fyrir neðan ræðupúlt- ið og svo hófust ræðuhöldin. Sautján ræður, hvorki meira né minna, en minnisstæðust var án efa ræða Vaira Vike-Freiberger. Þegar ræðunum var lokið var klukkan um fimm og því smá tími þar til móttaka Ingibjargar Sólrúnar hófst í Gvendar- brunnum en þangaðvoru rútuferðir frá leikhúsinu. Ég fór og beið í anddyrinu og eftir nokkrar mínútur komu þrjár stelpur að mér og spurðu hvort ég væri Tinna frá (slandi. Þetta voru ungliða- fulltrúarnir frá Finnlandi, Danmörku og Rússlandi og var ég mjög fegin að þær fundu mig því ég hafði leitað að þeim án árangurs fyrr um daginn. Við ákváðum að vera samferða í rútunni og tala saman. I hópinn vantaði fulltrúa Svíþjóðar en hún var í hjólastól og fór því [ sér bíl. Ég komst að því að þær komu allar á vegum æskulýðsráða (national youth council) sinna landa þar sem þær unnu allar sjálfboðaliðavinnu. Við héldum hópinn í móttökunni og höfðum uppi á þeirri sænsku og ein bandarísk bættist líka í hópinn. Við ræddum stöðu kvenna í hverju landi fyrir sig og komumst að þeirri niðurstöðu að hún væri verst í Rússlandi enda fátækt mikil og miklar samfélagsbreytingar að eiga sér stað. Við ræddum einnig mikilvægi þess að ungar konur létu til sín taka og út frá þeirri umræðu var ákveðið að halda sambandi eftir ráðstefnuna og koma á laggirnar einhvers konar alþjóðlegrí ung-kvenna internet grúppu sem mundi byrja með konum frá þátttökulöndun- um tíu. Við blönduðum líka geði við aðra gesti í móttökunni sem var í alla staði mjög glæsileg. Þarna var mikið af fólki úr öllum áttum og meiri- hlutinn konur. Eftir móttökuna lá svo leiðin í Hlað- varpann en Bríetur höfðu boðið ungliðafulltrúun- um í heimsókn og kynningu á starfi okkar. Þar var mikið spjallað og svo farið í bæinn og næturlíf Reykjavíkur kannað. LAUGARDAGUR Vinnuhópadagur. Ég valdi hóp sem hét Making the most of networking and mentoring. Þátttak- endur urðu að tala í hátalara svo auðveldara væri fyrir túlkana að heyra hvað sagt var. Vinnan byrj- aði klukkan tfu og fyrst voru kynningar þar sem hver þátttakandi hafði fjórar mínútur til að segja frá sér og af hverju við hefðum valið þennan hóp. Okkur var svo skipt í hópa og við beðnar að teikna mynd af framtíðardraumi hópsins eða ein- staklinga innan hans. Þetta var mjög gott til að hrista hópinn saman og svo útskýrði hver hópur sína mynd og þær voru hengdar upp. Okkur var svo aftur skipt í smærri einingar og átti hver hóp- ur að skrifa hvað hann vildi fá út úr deginum. Aðalatriðin voru svo dregin saman og höfð að leiðarljósi það sem eftir var dags. Af þeim atriðum má nefna hvernig mætti nýta betur þau sam- skiptanet sem til eru, hvernig kennslu (mentoring) hópa væri hægt að búa til með þarfir Eystrasalts- ríkjanna og Rússlands í huga, hvernig mætti efla samskipti og upplýsingaflæði milli landa o.fl. Þá var komið hádegi og allir fóru yfir í Borgar- leikhús þar sem hlaðborð beið okkar. Ég hitti ung- liðahópinn á ný og við bárum saman vinnu- hópana okkar. Það kom í Ijós að gleymst hafði að gera ráð fyrir grænmetisætum svo ég og finnska stelpan borðuðum ávexti og sellerf! Klukkan eitt var svo komið að hringborðsumræðunni sem var á vegum Vital Voices samtakanna og var þeim óvænt stjórnað af Hillary Clinton þar sem hún hafði þurft að hætta við Vestmannaeyjaferð vegna veðurs. Það var mjög skrítið að sjá þessa 54 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.