Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 17
Viðskiptavinirnir koma aftur
Þó að ýmsar tískubylgjur hafi gengið yfir hefurVerið staðið þær af
sér. Erna minnist þess þegar kaupfélögin fóru að flytja inn Night
and Day sængurfatnaðinn sem var straufrír og þótti mikil nýjung.
Síðan kom Rúmfatalagerinn og hún viðurkennir að þá hafi hún
óttast að dagar fyrirtækisins væru taldir.
„Fólk prófar nýjungar en margir viðskiptavinir hafa komið
aftur til okkar vegna þess að þeir finna muninn. Við saumum ein-
göngu úr náttúrulegum efnum og flytjum þau að mestu inn sjálf-
ar, mest frá Austurríki, t.d. Fussenegger og Creative, en einnig frá
Þýskalandi, t.d. Iris. Þegar Kristín Árnadóttir keypti fyrirtækið
byrjaði hún á innflutningnum, fór sjálf út og valdi efni og við það
breyttist mjög margt. Þessir framleiðendur hafa reynst okkur ein-
staklega vel, vilja allt fyrir okkur gera.Við flytjum einnig inn hand-
klæði frá Belgíu og frá Þýskalandi höfum við flutt inn hettuhand-
klæði fyrir börn sem hafa verið óskaplega vinsæl."
Verið á Njálsgötu verður vonandi til lengi enn því varla mun
þörf mannfólksins fyrir vörur þeirra minnka. Rómantískur rúm-
fatnaður er að koma aftur í tísku þar sem fólk kann að meta hekluð
milliverk eða harðangur og fær starfskonur Versins til að sérsauma
fyrir sig, eins og þær hafa reyndar gert í 40 ár.
EÞ
Blín Kolbeins, dóUÍT Errni, við nýju tölvristyrðo velina seni saornar
m.a. siafi í handklæði og sænguríalnað.
Arnarbakki 8
Barðavogur 36A
Bleikjuhvísl 10
Brekkuhús 3
Fannafold 56
Fífusel 38
Freyjugata 19
Frostaskjól 24
Fróðengi 2 Njálsgata 89
Hlaðhamrar 52 Rauðilækur 21
Kambsvegur 18A Rofabær 13
Ljósheimar 13 Safamýri 30
Malarás 17 Stakkahlíð 19
Njálsgata 89 Tunguvegur
Rauðilækur 21A Vesturberg 76A
Rofabær13 Vesturgata46
Safamýri 30 Yrsufell 44
Upplýsingasími: 563 5800
ÞROSKANDI OG ÖRUGG UTIVIST FYRIR BORNIN 0KKAR
Gæsluleikvellir Reykjavíkurborgar
eru 22 að tölu víðsvegar um borgina
og eru fyrir 2-6 ára börn.
Örugg útivera fyrir börnin.
Frjáls leikur í skapandi umhverfi.
Góður félagsskapur með jafnöldrum
undir traustu eftirliti starfsfólks.
VER A • 17