Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 36
Velkomnar heim ... í Hlaðvarpann!
segir helga Thorberg ein af frumkv 'öd lunum
Hclga Thorbcrg var kjörin varagjaldkeri á stofnfundinum í Naustinu cn fór inn
í aðalstjórn í febrúar 1986 og var formaður stjórnarinnar frá 1988 til 1994.
Hún þekkir því kvcnna bcst baráttusögu fyrstu áranna og tók oft til hendi
við að moka út, skrúbba og skrapa vcggi og gólf þessara aldargömlu húsa.
Helga hefur um árabil rekið blómabúðina Blómálfinn hinumegin við Vesturgötuna
og átti því hægt um vik að líta yfir í Hlaðvarpa til að rifja upp gamla daga.
oanimriMiiiaila*'
„Þegar við tókum við húsunum var m.a. trésmíða-
verkstæði og hárgreiðslustofa í bakhúsinu og í fram-
húsinu var rakarastofa og íbúðaherbergi í útleigu á 2.
hæð. I fyrstu skrifstofu Hlaðvarpans fengum við hús-
gögn úr dánarbúi eins leigjandans sem þar bjó. Við
keyptum húsin af eldri konum sem höfðu erft þau og
leigðu þau út,“ segir Helga þegar hún er beðin að
rifja upp upphafið. „Við ákváðum strax að leigja út
verslunarhúsnæðið í framhúsinu til að afla leigutekna
og hefur antikverslunin Fríða frænka verið þar frá
upphafi. Tískuverslunin Spútnik var í mörg ár í kjall-
aranum en efri hæðirnar voru leigðar út til kvenna og
samtaka þeirra, m.a. gátu fræðikonur og skáldkonur
leigt sér þar vinnuherbergi sem var vinsælt og kær-
komið.
I salnum í bakhúsinu var fljótlega komið upp list-
markaði þar sem fjölmargar listakonur seldu fram-
leiðslu sína og þar var einnig lítil kaffistofa. Salurinn
á 2. hæð var notaður til ýmissa funda og oft voru
líka haldnir fundir í neðri salnum, t.d. fjölmennir
baráttufundir 8. mars og alls kyns upplestur og
skemmtun.
Eg átti mér þann draum að í húsunum gæti verið
kvennaleikhús því ég var orðin leið á því að þurfa að
bera allar hugmyndir mínar um leikþætti eða dag-
skrárgerð undir karla. Ég vildi finna stað þar sem kon-
ur legðu mat á verk hver annarrar og gætu komið
verkum sínum á framfæri. Fyrsta leiksýningin í Hlað-
varpanum var svo sannarlega í anda kvenna. Það var
leikgerð úr Reykjvíkursögum Astu Sigurðardóttur, í
leikstjórn Helgu Bachmann, og var sett upp í kjallar-
anum. Fleiri eftirminnilegar sýningar voru settar upp
í þessu sérstaka leikrými. Hins vegar hef ég aldrei leik-
ið í leiksýningu í Hlaðvarpanum, enn sem komið er.
Ég hef bara leikið Grýlu, í ýmsum skilningi. Ég lék
Grýlu fyrir börnin ár eftir ár til að draga að markaðn-
um fyrir jólin.”
9.500 hlutabréf
Þegar Helga rifjar upp fyrstu árin er henni minnisstæð
sú mikla vinna sem fylgdi útgáfu hlutabréfanna og
söfnun hlutafjár. Það þurfti að láta prenta hlutabréfin
sjö, tölusetja þau og síðan að þinglýsa hverju og einu.
„Það var ekki nóg að fá hlutafjárloforðin, það
þurfti að fá þau greidd og skrá nöfn eigenda og/eða
gefenda.Við létum gera 9.S00 bréf en áttum oft ekki
fyrir þinglýsingarkostnaðinum og létum því þinglýsa
þeim í áföngum. Þegar í ljós kom að ekki tókst að afla
nógu margra hluthafa var farið í auglýsingaherferð,
t.d. settum við skemmtilegt plakat í strætó þar sem
karlmenn voru hvattir til að gefa konum sínum eða
dætrum hlutabréf í Hlaðvarpanum í jólagjöf. Við
stofnuðum líka styrktarsjóð sem hafði það hlutverk að
afla f)ár með öðrum hætti en sölu hlutbréfa og efndi
hann m.a. til happdrættis þar sem var bíll í vinning."
Fjármálaumhverfið fyrir 15 árum var mjög ólíkt
því sem nú er og ekki eins mikið framboð á lánsfé.
Það vakti nokkra athygli og urðu af blaðaskrif þegar
þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson,
styrkti húsakaupin í Hlaðvarpanum um tvær milljón-
ir króna. Albert var þá á leið úr fjármálaráðuneytinu
og var í sviðsljósinu vegna Hafskipsmálsins sem
tengdist Utvegsbankanum, viðskiptabanka Hlað-
varpans.
„Við höfðum þurft að fá yfirdráttarheimild hjá
bankanum til að borga eina af afborgununum og pen-
ingarnir frá Albert fóru í að greiða hana niður, “ segir
Helga. „Albert var sérstakur stjórnmálamaður sem fór
sínar eigin leiðir og hann styrkti jafnvel framtak
kvenna. Þegar kom að síðustu afborguninni áttum við
ekki fyrir henni og báðum um lán en fengum synjun.
Ég skrifaði bankastjórninni tvisvar bréf og bað þá um
að endurskoða ákvörðun sína en fékk aftur neitun.
Mig langaði þá að skrifa þriðja bréfið og biðja um
mynd af bankastjóranum til að hengja hana upp hér í
Hlaðvarpanum og skrifa undir: Karlpeningur. Það var
svo Þórdís Guðmundsdóttir, sem hefur verið endur-
skoðandi Hlaðvarpans frá upphafi, sem gat útvegað
lán í Búnaðarbankanum en til þess þurfti hún að taka
þá hálfgerðu kverkataki og hóta að fara með viðskipti
sín úr bankanum ef lánið fengist ekki."
36 • VERA