Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 25
nauðgað, eða þær bundnar niður, hafa þær
enga vörn. Fólk á ekki eftir að sýna þeim
samúð, lögreglan er ekki samúðarfull. Þetta
er áhætta. Þær eiga það á hættu að smitast
af alnæmi þegar samfarir eiga sér stað í
raun og veru, því hér er ekki verið að sýna
kynlíf þar sem varnir eru viðhafðar. Þetta er
allt þegar um vægari tilfelli er að ræða.
Ofgafull dæmi eru auðvitað þegar kynlíf
og ofbeldi er tengt saman. Þegar verið er
að sýna karla beita konur ofbeldi, nauðga
þeim og svo framvegis. Það er ekki ennþá
sýnt í Bleiku og Bláu, en eitt af því sem
hægt er að segja fyrir um er að þetta á eft-
ir að versna og ganga lengra og lengra og
lengra. Einkum og sér í lagi ef enginn
hreyfir mótmælum. Það hefur gerst hvar-
vetna þar sem klám er leyfilegt. Það gerðist
í Suður-Afríku. Um leið og aðskilnaðar-
stefnan var afnumin, raunar aðeins fyrr, var
farið að gefa út klámblöð fyrir Suður-Afr-
íku og fyrstu tölublöðin voru bara mjög
væg. En um leið og fólk fór að segja: „O,
þetta er allt í lagi" voru þeir búnir að
vinna. Það er mjög erfitt að grípa inn í síð-
ar og segja: „Við sögðum að þetta hér væri
allt í lagi, en þetta nýja tölublað er orðið
miklu, miklu, verra.“ Breytingarnar stig-
magnast, þær gerast hratt, en stig af stigi.
Það er þeirra aðferð. Þessvegna er svo mik-
ilvægt að ráðast gegn þessari tilteknu út-
gáfu, Bleikt og Blátt, samhliða því sem
kemur frá Bandaríkjunum, einkum og sér í
lagi Hustler sem er algjör viðbjóður, en líka
Playboy og Penthouse. Og svo er það Inter-
netið, og þar veit ég hreinlega ekki hvað
skal segja. Þetta er reyndar svo fámennt
samfélag að það er reynandi að berjast fyr-
ir því að foreldrar geti stjórnað því hverju
börnin hafa aðgang að, en kannski er það
óframkvæmanlegt. “
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
„Já, það er bara um mikilvægi þess að
tengja saman. Það eru svo margir sem
vinna á einhvern hátt með ofbeldi gegn
konum en taka ekki afstöðu til kláms.Vinna
bara á sínum bás að sínum málaflokki. Ut
frá mínum kenningum þá er það tapað
stríð. Ef ekki er ráðist gegn klámi verðum
við endalaust að „flikka upp á“ og gera að
sárum kvenna, „hjálpa þessum greyjum" á
meðan klám heldur áfram að hvetja til of-
beldis á konum. Fólk verður að sjá klám
sem hluta af þeim heildarpakka sem berjast
þarf gegn. Það er til dæmis sérlega líklegt
að þolendur heimilisofbeldis komi úr sam-
böndum þar sem sambýlismaðurinn eða
eiginmaðurinn eru neytendur kláms. Þetta
hefur verið sýnt fram á í rannsóknum og er
eitthvað sem fólk sem vinnur með fórnar-
lömbum heimilisofbeldis verður að vera á
verði gagnvart. I Bandaríkjunum eru þessi
tengsl algjörlega hunsuð. Þau sem vinna
með heimilisofbeldi taka ekki afstöðu til
kláms, og sömu sögu er að segja um fólk
sem vinnur með konum sem er nauðgað,
eða fórnarlömbum sifjaspella. Það er
grundvallaratriði að fólk skilji þessi tengsl
og að sérhver samtök sem vinna gegn of-
beldi á konum geri sér ljóst að klám er
hluti af þeim vanda sem þau verða að
takast á við.“
Skilgreiningar Diönu Russell
á því hvað er erótík og
hvað klám, úr bókinni
Against Pornography,
The Evidence of Harm.
(1993)-
Klám er cfni þar sem kynlíf og/eða
myndir af kynfærum eru settar
í samhengi við misnotkun og
niðurlægingu á þann hátt að það
virðist styðja, fyrirgefa eða hvetja
til slíks atferlis. Langstærstur hluti
klámiðnaðarins er miðaður við og
markaðssettur fyrir gagnkyn-
hneigða karlmenn. Cagnkynhneigt
klám er efni sem er framleitt fyrir
gagnkynhneigða karlmenn þar sem
kynlíf og/eða myndir af kynfærum
eru settar í samhengi við misnotkun
og niðurlægingu kvenna, á þann
hátt að það virðist styðja, fyrirgefa
eða hvetja til slíks atferlis.
Erótík hinsvegar nær yfir kynferðis-
lega örvandi efni sem er laust
undan kvenhatri, kynþáttahatri
og hómófóbíu og þar sem virðing
er borin fyrir öllum þeim mann-
eskjum og dýrum sem sýnd eru.
Fólk verður að sjá klám sem hluta af þeim heildarpakka
sem berjast þarf gegn. Það er til dæmis sérlega líklegt að þolendur
heimilisofbeldis komi úr samböndum þar sem sambýlismaðurinn
eða eiginmaðurinn eru neytendur kláms. Þetta hefur verið sýnt
fram á í rannsóknum og er eitthvað sem fólk sem vinnur með
fórnarlömbum heimilisofbeldis verður að vera á verði gagnvart.
2 5
VERA •