Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 47

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 47
Hvar liggja völdin í þjóðfélaginu? Er það ekki þar sem peningarnir eru? í bankakerfinu Þar ráða karlmenn mun meiru en konur, þó að konur séu í miklum meirihluta starfsmanna bankakerfisins. Hlutfallið var lengi 80% á móti 20% en hefur nú færst nær því að vera 70% konur og 30% karlar. í æðstu stöðunum eru nær eingöngu karlar — þeir eru bankastjórar, sitja í bankaráðum, framkvæmdastjórnum og forstöðumannastöðum. Það er því mikilvægt að konur taki þátt í því að jafna hlutföllin og sæki í þær stöður sem bjóðast. Um það er m.a. rætt við þrjár konur úr bankakerfinu. Markmiðið að fjölga konum í stjórnunarstöðum segir Kristín Rafnar, starfsmannastjóri Landsbankans „Margar konur gegna störfum stjórnenda í Landsbankanum og hlutfall kvenútibússtjóra hefur hækkað úr 20% í 33% sl. tvö ár. I jafnréttisáætlun bank- ans, sem var samþykkt í nóv- ember 1999 sem hluti af starfsmannastefnu, er stefnt að því að hlutfall kynja verði ekki lægra en 40% í öllum stjórn- unarstöðum í ársbyrjun 2001. Það er gott að hafa töluleg markmið að keppa að,“ segir Kristín Rafnar starfsmanna- stjóri Landsbankans. Á skipuriti Landsbankans er Kristín eina konan í æðstu stöðum. Starf hennar heyrir beint undir bankastjóra, ásamt störfum fjármálastjóra og framkvæmdastjóra en þeir eru allir karlmenn. Þegar Kristín er spurð hvað sé mikilvægast fyrir konu sem vill komast áfram segir hún að það sé að hafa ánægju og áhuga á starfmu og vera óhrædd við að takast á við ný viðfangsefni. Það þýðir að þú neitar ekki nýjurn verkefn- um, hvernig sem á stendur. Hún segir líka að til þess að ná þessum árangri sé langur vinnudagur óhjákvæmilegur. En hvernig hefur ferill Kristínar verið innan bankans? „Eg vann íjögur sumur í Landsbankan- um heima á Akureyri á menntaskólaárun- um“ segir hún. „Síðan fór ég í viðskipta- deildina í Háskólanum, þjóðhagfræðideild, og vann á sumrin í hagdeild og hagfræði- og áætlanadeild Landsbankans. Eg fann að ég vildi vinna áfram innan bankakerfisins því mér finnst gaman að vinna með stórar tölur. Eg fór síðan í framhaldsnám í þjóð- hagfræði í Bandaríkjunum og lauk mast- ersprófi í peningamálahagfræði 1981. Eg kom heim árið 1983 á mjög heppi- legum tíma fyrir nýútskrifaðan hagfræð- ing. Nýir tímar voru að ganga í garð í ís- lensku bankakerfi með vaxtafrelsinu og mikil þensla var á vinnumarkaði. Fólk sótti í störf í einkageiranum, m.a. vegna hærri launa. Þegar þróun og breytingar gengu í garð á fjármagnsmarkaði var ég komin með ákveðna reynslu og menntun mín 4 7 VER A •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.