Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 62

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 62
Kvenna r á ð u n e y t i I a gt n i ð u r í i A u s t u r r i k i Virkar kvenréttindakonur hafa skipað sér í þá fjölmennu sveit sem óttast hið versta af hinni nýju hægri stjórn Austurríkis. Ekki liðu nema örfáir dagar frá valdatöku samsteypustjórnar Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins þangað til hún lagði niður kvennaráðuneytið, sem stofnað var fyrir aldarfjórðungi, og fól undirdeild félagsmála- ráðuneytisins að annast málefni kvenna. Málefnum þeirra verður því héðan í frá slegið saman við ýmis fjölskyldu- og félagsmál, í stað þess að sérstakt ráðuneyti annist þau, ráðuneyti sem mátti sín mikils með atkvæði sínu í ríkisstjórnum þar sem allar ákvarðanir verða að vera samhljóða. 370 milljón króna árleg fjárveiting til málefna kvenna úr ríkissjóði verður nú lækkað um helming, þar eð ráðuneytið hefur verið lagt niður. Auk þess er búist við því að framlög til ýmissa verkefna sem tengjast konum verði lækkuð um 10-20 af hundraði, þótt fjárlög þessa árs hafi enn ekki verið sam- þykkt vegna þess hve tímafrekt var að mynda stjórnina. En í röð- um þeirra 180 óháðu kvennasamtaka sem starfa í landinu óttast konur hið versta. „Neyðist óháðu kvennasamtökin til að hætta starfsemi sinni er óvíst hver tekur við verkefnum þeirra. Starf þeirra er miklilvægara en nokkru sinni fyrr því framundan er mikil óvissa um hlutskipti kvenna," segir Gundi Dick, sem starfar í Frauensolidaritaet (Sam- stöðu kvenna). Barbara Hey, umsjónarkona kvennafræða við háskólann í Graz: „Konum er mikll vandi á höndum hér í Austurríki. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er íhaldssöm hægristefna. Konum er ætlað afar hefðbundið hlutverk, þótt í orði kveðnu sé rætt um jafnan at- vinnurétt foreldra. En við þekkjum fólkið sem situr í ríkisstjórn- inni, og óttumst því að framkvæmdirnar verði jafnvel verri en stefnuyfirlýsingarnar." Þá er búist við því að ríkisstjórnin bjóði heimavinnandi foreldri 33 þúsund króna greiðslu á mánuði fyrir hvert barn innan þriggja ára aldurs. Þessi greiðsla hefur hingað til verið greidd foreldrum í árs fæðingarorlofi. „Margir óttast að þessi greiðsla lokki konur af vinnumarkaði, og að löng fjarvera valdi svo því að þær eigi erfitt með að fá vinnu á ný“, segir Max Preglau, prófessor í félagsfræði við háskólann í Innsbruck. Samtök kvenna eru ekki einu hreyfingarnar sem framvegis fá lægri framlög hins opinbera. Hin nýja ríkisstjórn Austurríkis hyggst draga stórlega úr fjárveitingum til ýmissa þjóðfélagshópa sem nutu góðs af löngum valdatíma jafnaðarmanna. En Jörg Haider, fyrrverandi formaður Frelsisflokksins, sýnir konum sér- staka fyrirlitningu. Eitt sinn sagði hann: „Ég hef aldrei hitt kyn- þokkafulla konu í stjórnmálum. Þau leika næstum allar konur grátt." Barbara Prammer, sem til skamms tíma var kvennamálaráð- herrra, sagði blaðamanni fyrir skömmu að Haider .....hefði ávalt átt þann draum að senda allar konur inn í eldhúsið á ný.“ Það er því nokkuð kaldhæðnislegt að Haider skyldi skipa konu leiðtoga flokks síns þegar hann sagði af sér í fyrra mánuði. Hún heitir Susanne Riess-Passer. Hún er fyrsti vara-kanslarinn í röðum kenna, ein af fimm kvenráðherrum nýju stjórnarinnar, en þrír þeirra eru úr Frelsisflokknum. Konur sem einnig fengu mikilvæg embætti í stjórninni eru Mares Rossman, sem fer með málefni ferðaþjónustu í efnahagsmálaráðuneytinu, og Elisabeth Sickl, sem fer með félags-, fjölskyldu-, og heilbrigðismál. Riess-Passer er náinn skjólstæðingur Haiders, trú honum og trygg í hvívetna. Mikilvægi hlutverks hennar í Frelsisflokknum lýs- ir sér vel í því viðurnefni sem hún hefur fengið: gleraugnaslang- an. Það fékk hún fyrir að beita liðsmenn hörku séu þeir grunaðir um að sýna forystunni ekki næga hollustu. Riess-Passer fer með málefni kvenna, þvert á óskir kvenréttinda- kvenna, en það var hún sem lýsti yfir því í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að kvennaráðuneytið væri lagt niður af því að það hefði aðeins táknrænt gildi, færi hvorki með fjárráð né völd. Staðreyndin er sú að ráðuneytið hefur annast málefni kvenna frá því á áttunda áratugnum. 1975 heyrði það undir kanslarann, og hafði ekki atkvæði í ríkisstjórninni. Það tók 15 ár í viðbót að koma því í kring að þetta undirráðuneyti kvenna .....yrði fullgilt ráðuneyti í ríkisstjórn, með atkvæðisrétti, fastri fjárveitingu, þótt lág væri, en miklum áhrifum vegna óformlegs bandalags við óháðar kvennahreyfmgar,“ segir Preglau. Fyrir fimm árum hóf kvennaráðuneytið auglýsingaherferð sem bar góðan árangur. Hún nefndist „Skiptum húsverkunum jafnt með okkur.“ Markmið hennar var að auka jöfnuð í atvinnutæki- færurn karla og kvenna með sanngjarnri skiptingu húsverka. Verena Kaselitz er ein þeirra austurrísku kvenréttindakvenna sem hefur áhyggjur af því sem framtíðin ber í skauti sér. Hún er önnur þeirra kvenna sem skipulögðu Samband kvennaathvarfa, sem stofnað var 1988, en í röðum þess eru allar starfskonur óháðra kvennaathvarfa í Austurríki. Búist er við því að niðurskurð- urinn bitni ekki síst á þeirri þjónustu sem kvennaathvörfm veita. „Fjármögnun einkaaðila er óþekkt fyrirbæri í Austurríki, þess vegna er hætta á því að við neyðumst til að loka athvörfunum," segir Kaselitz. „Fari svo er tveggja áratuga starf unnið fyrir gýg.“ Kaselitz og samtök hennar eru meðal þeirra fjölmörgu Austur- ríkiskvenna sem óska eftir liðveislu í baráttunni sem framundan er. Þær fara fram á að fólk skrifi bréf þar sem því er mótmælt að kvennaráðuneytið hafi verið lagt niður, og framlög til verkefna kvenna stórlækkuð. Bréfin þyrftu að berast Wolfgang Schussel kanslara.Thomas Klestil forseta, eða þeim báðum. „Við óttumst að fyrr en síðar hætti atburðir í Austurríki að vera forsíðuefni stórblaða og að þá verði látið til skarar skríða gegn okkur,“ segir Kaselitz. Joy Pincus, Austurríki. þýtt úr WIN 6 2 • V E RA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.